Porto gagnrýndi Man City, Pep og Bernardo Silva eftir leik liðanna í vikunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 14:01 Pep Guardiola gefur Bernardo Silva leiðbeiningar í leik liðsins gegn Porto á þriðjudag. Jose Manuel Alvarez/Getty Images Það verður seint sagt að Porto og Manchester City séu vinafélög. Portúgalska liðið gaf það út að Bernardo Silva væri „sekur um kynþáttaníð“ fyrir leik liðanna í vikunni í Meistaradeild Evrópu. Þá skaut portúgalska félagið hart að Pep Guardiola, þjálfara Man City, og samstarfsmönnum hans ásamt því að láta Fernandinho fá það óþvegið. Porto virðast hafa gleymt því að árið 2012 voru stuðningsmenn þeirra dæmdir sekir fyrir um kynþáttaníð í garð Mario Balotelli, þáverandi leikmanns City. Fyrir 0-0 jafntefli liðanna á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal á þriðjudag kastaðist í kekki milli liðanna á nýjan leik. Í fréttabréfi Porto fyrir leik sagði til að mynda að Bernardo Silva – portúgalskur landsliðsmaður – væri „mótherji Porto sem væri þekktur fyrir að hafa verið dæmdur sekur um kynþáttaníð.“ Silva fékk eins leiks bann á síðasta ári fyrir að birta mynd af Benjamin Mendy, samherja sínum hjá Man City, ásamt umdeildu merki spænska sælgætisframleiðandans Conguitos á Twitter-síðu sinni. Í úrskurði hlutlausrar nefndar á vegum enska knattspyrnusambandsins sagði að hvorki kynþáttaníð né fordómar hefðu legið að baki birtingu hennar. This one felt so good!! pic.twitter.com/YrErJXUNub— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) October 21, 2020 Eftir fyrri leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar – sem City vann - ásakaði Sergio Conceição, þjálfari Porto, kollega sinn hjá Man City, Pep Guardiola, sem og allt starfslið hans um að áreita fjórða dómara leiksins. Eitthvað sem Guardiola neitaði. Þá sagði Conceição að títtnefndur Silva væri barnalegur fyrir að tíst sem hann birti eftir áðurnefndan sigurleik. „Ég væri líka ósáttur ef ég gæti ekki unnið leiki með liðið og fjármagnið sem hann hefur,“ sagði Conceição um Pep eftir leik liðanna á þriðjudag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto bregst illa við í aðstæðum sem þessum. Að þessu sinni eru þetta illa ígrunduð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar sem og þjálfara, eitthvað sem við teljum ekki eigast við stoð að styðjast, “ sagði talsmaður City um málið. Strange reading the statement from Porto the game looked comfortable to me. Annoying part is the racism claim. No racism should be ignored and trying to deflect isn t going to work. Clearly selective memory, I m sure them receiving a fine for targeting Mario in 2012 just a memory pic.twitter.com/geHT8PBova— Joleon Lescott (@JoleonLescott) December 2, 2020 City er sem stendur á toppi C-riðils með 13 stig á meðan Porto er með 10 í 2. sæti. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Þá skaut portúgalska félagið hart að Pep Guardiola, þjálfara Man City, og samstarfsmönnum hans ásamt því að láta Fernandinho fá það óþvegið. Porto virðast hafa gleymt því að árið 2012 voru stuðningsmenn þeirra dæmdir sekir fyrir um kynþáttaníð í garð Mario Balotelli, þáverandi leikmanns City. Fyrir 0-0 jafntefli liðanna á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal á þriðjudag kastaðist í kekki milli liðanna á nýjan leik. Í fréttabréfi Porto fyrir leik sagði til að mynda að Bernardo Silva – portúgalskur landsliðsmaður – væri „mótherji Porto sem væri þekktur fyrir að hafa verið dæmdur sekur um kynþáttaníð.“ Silva fékk eins leiks bann á síðasta ári fyrir að birta mynd af Benjamin Mendy, samherja sínum hjá Man City, ásamt umdeildu merki spænska sælgætisframleiðandans Conguitos á Twitter-síðu sinni. Í úrskurði hlutlausrar nefndar á vegum enska knattspyrnusambandsins sagði að hvorki kynþáttaníð né fordómar hefðu legið að baki birtingu hennar. This one felt so good!! pic.twitter.com/YrErJXUNub— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) October 21, 2020 Eftir fyrri leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar – sem City vann - ásakaði Sergio Conceição, þjálfari Porto, kollega sinn hjá Man City, Pep Guardiola, sem og allt starfslið hans um að áreita fjórða dómara leiksins. Eitthvað sem Guardiola neitaði. Þá sagði Conceição að títtnefndur Silva væri barnalegur fyrir að tíst sem hann birti eftir áðurnefndan sigurleik. „Ég væri líka ósáttur ef ég gæti ekki unnið leiki með liðið og fjármagnið sem hann hefur,“ sagði Conceição um Pep eftir leik liðanna á þriðjudag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto bregst illa við í aðstæðum sem þessum. Að þessu sinni eru þetta illa ígrunduð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar sem og þjálfara, eitthvað sem við teljum ekki eigast við stoð að styðjast, “ sagði talsmaður City um málið. Strange reading the statement from Porto the game looked comfortable to me. Annoying part is the racism claim. No racism should be ignored and trying to deflect isn t going to work. Clearly selective memory, I m sure them receiving a fine for targeting Mario in 2012 just a memory pic.twitter.com/geHT8PBova— Joleon Lescott (@JoleonLescott) December 2, 2020 City er sem stendur á toppi C-riðils með 13 stig á meðan Porto er með 10 í 2. sæti. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira