Sigldu til hafnar eftir að skipverji fékk einkenni Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. desember 2020 11:31 Togarinn Baldvin Njálsson var smíðaður á Spáni árið 1990 og fagnar því 30 ára afmæli sínu í ár. Nesfiskur Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 sigldi í nótt úr Ísafjarðardjúpi og til hafnar í Hafnarfirði. Ástæðan eru einkenni skipverja sem fór í sýnatöku í morgun. Aðrir skipverjar bíða niðurstöðu og líður vel að sögn skipstjórans. RÚV greindi fyrst frá. „Okkur líður öllum vel og allir eru hressir. Veðrið mætti vera betra,“ segir Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á Baldvini sem er gerður út frá Nesfiski í Garði. Þorsteinn segir alla skipverja hafa farið í sýnatöku á sunnudag og svo siglt á miðin á mánudag. Einkenna hjá skipverjanum hafi orðið vart á þriðjudagskvöld. Tæki styttri tíma að sigla til Hafnarfjarðar Leiðindaveður hefur verið á landinu undanfarna daga og erfitt um veiðar á miðunum. Baldvin og fleiri togarar hafa verið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Þorsteinn segir að þegar einkenna vart vart hafi verið haft samband við Landhelgisgæsluna. „Þeir ráðlögðu okkur að fara bara suður, og hér erum við í Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. Landhelgisgæslan hafi talið að það tæki skemmri tíma en að fara í sýnatöku á Ísafirði, senda suður og fá niðurstöðu. Skipverjinn hafi farið í sýnatöku í morgun, flýtimeðferð hafi verið lofað og útkomu beðið. Eftir það verði tekin ákvörðun hvort allir um borð fari í sýnatöku. Þorsteinn segir erfitt að glíma við svona veikindi um borð. Það sé þó hægt á meðan aðeins einn sé veikur. Fyrst veikur en nú hitalaus og sprækur „Hann er einn í klefa og bara lokaður inni,“ segir Þorsteinn. Annar sé heilsa skipverja mjög góð. „Þessi sem var veikur er hitalaus og helsprækur. Svo ég er ekkert svartsýnn á framhaldið.“ Þótt hann hafi verið lengi til sjós hefur hann ekki upplifað stöðu á borð við þessa áður. „Nei, ekki svona. Þetta er engin venjuleg inflúensa. Þetta er heimsfaraldur og menn eru allir skíthræddir við þetta. Það er enginn læknir sem maður getur pantað tíma hjá. Maður verður bara að fara varlega.“ Uppfært klukkan 16:36 Skipverjinn reyndist ekki smitaður af Covid-19 og hefur Baldvin Njálsson látið úr höfn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Suðurnesjabær Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. „Okkur líður öllum vel og allir eru hressir. Veðrið mætti vera betra,“ segir Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á Baldvini sem er gerður út frá Nesfiski í Garði. Þorsteinn segir alla skipverja hafa farið í sýnatöku á sunnudag og svo siglt á miðin á mánudag. Einkenna hjá skipverjanum hafi orðið vart á þriðjudagskvöld. Tæki styttri tíma að sigla til Hafnarfjarðar Leiðindaveður hefur verið á landinu undanfarna daga og erfitt um veiðar á miðunum. Baldvin og fleiri togarar hafa verið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Þorsteinn segir að þegar einkenna vart vart hafi verið haft samband við Landhelgisgæsluna. „Þeir ráðlögðu okkur að fara bara suður, og hér erum við í Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. Landhelgisgæslan hafi talið að það tæki skemmri tíma en að fara í sýnatöku á Ísafirði, senda suður og fá niðurstöðu. Skipverjinn hafi farið í sýnatöku í morgun, flýtimeðferð hafi verið lofað og útkomu beðið. Eftir það verði tekin ákvörðun hvort allir um borð fari í sýnatöku. Þorsteinn segir erfitt að glíma við svona veikindi um borð. Það sé þó hægt á meðan aðeins einn sé veikur. Fyrst veikur en nú hitalaus og sprækur „Hann er einn í klefa og bara lokaður inni,“ segir Þorsteinn. Annar sé heilsa skipverja mjög góð. „Þessi sem var veikur er hitalaus og helsprækur. Svo ég er ekkert svartsýnn á framhaldið.“ Þótt hann hafi verið lengi til sjós hefur hann ekki upplifað stöðu á borð við þessa áður. „Nei, ekki svona. Þetta er engin venjuleg inflúensa. Þetta er heimsfaraldur og menn eru allir skíthræddir við þetta. Það er enginn læknir sem maður getur pantað tíma hjá. Maður verður bara að fara varlega.“ Uppfært klukkan 16:36 Skipverjinn reyndist ekki smitaður af Covid-19 og hefur Baldvin Njálsson látið úr höfn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Suðurnesjabær Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira