Frumherjinn Frappart sem heldur áfram að mölva glerþakið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2020 09:01 Stephanie Frappart er sannkallaður brautryðjandi. getty/Nicolò Campo Stéphanie Frappart braut blað í fótboltasögunni í fyrradag þegar hún varð fyrsta konan til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki. Þetta er þó langt því frá fyrsti stóri áfanginn sem hún nær á sínum dómaraferli. Frappart dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær. Ítalíumeistararnir unnu þægilegan 3-0 sigur og Frappart fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum. You just love to see it Stephanie Frappart becomes the first woman to referee a men's @ChampionsLeague match Way to blaze a trail, Stephanie pic.twitter.com/j20ywQi4Z1— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 2, 2020 Eins og áður sagði er þetta ekki fyrsta glerþakið sem Frappart brýtur á sínum dómaraferli. Hún varð t.a.m. fyrsta konan til að dæma í B-deild karla í Frakklandi en hún hefur dæmt þar síðan 2014. Árið 2019 var síðan risastórt á ferli Frappart. Hún varð fyrsta konan til að dæma í frönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki þegar hún dæmdi leik Amiens og Strasbourg 28. apríl. Hún hefur dæmt nokkra leiki í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og á sunnudaginn verður hún dómari í leik Reims og Nice. Frappart og dómarakvinvettinn stillir sér upp eftir úrslitaleik HM 2019.getty/Elsa Frappart dæmdi úrslitaleik HM kvenna í Frakklandi í fyrra þar sem Bandaríkin unnu Holland, 2-0. Alls dæmdi hún fjóra leiki á heimsmeistaramótinu. Frappart dæmdi einnig á HM 2015, Ólympíuleikunum 2016 og á EM 2017. Þann 14. ágúst 2019 dæmdi Frappart leikinn um Ofurbikar Evrópu þar sem Liverpool og Chelsea áttust við. Hún varð þar með fyrsta konan til dæma úrslitaleik í Evrópukeppni karla. Liverpool vann leikinn í vítaspyrnukeppni. Frappart lyftir gula spjaldinu í leiknum um Ofurbikar Evrópu í fyrra.getty/Chris Brunskill Frappart dæmdi sinn fyrsta leik í Evrópudeild karla í október þegar Leicester City tók á móti Zorya Luhansk. Frappart er reyndar ekki fyrsta konan sem dæmir í Evrópudeild/Evrópukeppni félagsliða karla. Það met á hin svissneska Nicole Petignat en hún dæmdi nokkra leiki í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á árunum 2004-09. Petignat var lengi dómari í efstu deild í Austurríki og Sviss og dæmdi m.a. úrslitaleik svissnesku bikarkeppninnar 2007. Klesst'ann! Frappart og Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, eftir leikinn í Tórínó í fyrradag.getty/Jonathan Moscrop Frappart fékk svo sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeild karla í fyrradag þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev eins og fyrr sagði. Frappart, sem er 36 ára, hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2009. Þess má geta að hún dæmdi leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í október. Svíar unnu þá 2-0 sigur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Frappart dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær. Ítalíumeistararnir unnu þægilegan 3-0 sigur og Frappart fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum. You just love to see it Stephanie Frappart becomes the first woman to referee a men's @ChampionsLeague match Way to blaze a trail, Stephanie pic.twitter.com/j20ywQi4Z1— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 2, 2020 Eins og áður sagði er þetta ekki fyrsta glerþakið sem Frappart brýtur á sínum dómaraferli. Hún varð t.a.m. fyrsta konan til að dæma í B-deild karla í Frakklandi en hún hefur dæmt þar síðan 2014. Árið 2019 var síðan risastórt á ferli Frappart. Hún varð fyrsta konan til að dæma í frönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki þegar hún dæmdi leik Amiens og Strasbourg 28. apríl. Hún hefur dæmt nokkra leiki í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og á sunnudaginn verður hún dómari í leik Reims og Nice. Frappart og dómarakvinvettinn stillir sér upp eftir úrslitaleik HM 2019.getty/Elsa Frappart dæmdi úrslitaleik HM kvenna í Frakklandi í fyrra þar sem Bandaríkin unnu Holland, 2-0. Alls dæmdi hún fjóra leiki á heimsmeistaramótinu. Frappart dæmdi einnig á HM 2015, Ólympíuleikunum 2016 og á EM 2017. Þann 14. ágúst 2019 dæmdi Frappart leikinn um Ofurbikar Evrópu þar sem Liverpool og Chelsea áttust við. Hún varð þar með fyrsta konan til dæma úrslitaleik í Evrópukeppni karla. Liverpool vann leikinn í vítaspyrnukeppni. Frappart lyftir gula spjaldinu í leiknum um Ofurbikar Evrópu í fyrra.getty/Chris Brunskill Frappart dæmdi sinn fyrsta leik í Evrópudeild karla í október þegar Leicester City tók á móti Zorya Luhansk. Frappart er reyndar ekki fyrsta konan sem dæmir í Evrópudeild/Evrópukeppni félagsliða karla. Það met á hin svissneska Nicole Petignat en hún dæmdi nokkra leiki í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á árunum 2004-09. Petignat var lengi dómari í efstu deild í Austurríki og Sviss og dæmdi m.a. úrslitaleik svissnesku bikarkeppninnar 2007. Klesst'ann! Frappart og Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, eftir leikinn í Tórínó í fyrradag.getty/Jonathan Moscrop Frappart fékk svo sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeild karla í fyrradag þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev eins og fyrr sagði. Frappart, sem er 36 ára, hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2009. Þess má geta að hún dæmdi leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í október. Svíar unnu þá 2-0 sigur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31
Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30
Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45
Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00