Vill kallar sig listahóp en ekki hljómsveit þar sem önnur verkefni utan tónlistar eru á döfinni, en verða tilkynnt seinna. JóiPé hefur hlotið mikið lof fyrir lög sín sem hann hefur gefið út ásamt Króla. Þetta er hins vegar fyrsta lag sem þeir Muni og Ísidór senda frá sér.
Jói og Ísidór stunda báðir nám við tónsmíðar í Listaháskóla Íslands en Muni stundar einnig nám þar í fatahönnun.
Væntanleg plata þeirra fjallar um ást, næturlíf og geðheilbrigði. Hljóðheimur plötunnar er bæði tilraunakenndur og hefðbundinn en þeir draga innblástur frá house- og popptónlist.