54 milljónir í uppsagnarstyrki, endurráða alla og fjárfesta í um 600 bílum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2020 21:00 Sigfús B. Sigfússon framkvæmdastjóri Bilaleigunnar Hertz. Vísir/Arnar Bílaleigan Hertz ætlar að endurráða alla 66 starfsmenn fyrirtækisins sem var sagt upp í september. Fyrirtækið hefur fengið um 54 milljón króna ríkisstuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti en starfsfólk vann allan uppsagnarfrestinn. Forstjórinn segir bílasölu og langtímaleigu hafa gengið vel og býst við að fjárfest verði í um 600 bílum á næstunni. Bílaleigan Hertz sagði upp öllu starfsfólki sínu í lok september og hefðu uppsagnirnar að óbreyttu tekið gildi um næstu mánaðarmót. Sigfús B. Sigfússon forstjóri Hertz segir það hafa verið varúðarráðstöfun. „Það var erfið ákvörðun að segja öllum upp en við sjáum breytingar og bjartsýni framundan þannig að nú hefst ráðningarferlið aftur,“ segir Sigfús. Hann segir síðustu mánuði hafi skammtímaleiga bíla legið niðri en önnur verkefni gengið vel. „Skammtímaleigan hefur nánast legið niðri en langtímaleiga hefur gengið vel og við höfum selt mikið af notuðum bílum,“ segir hann. Sigfús segir að fyrirtækið hafi nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda vegna Covid-19. „Við höfum nýtt ríkisstyrkina þ.e. uppsagnaúrræðið og það hefur hjálpa okkur gríðarlega í þessu öllu saman. Þá var starfsfólk á hlutabótaleið áður en til uppsagna kom,“ segir hann. Samkvæmt lögum þarf fyrirtæki að hafa orðið fyrir 75% tekjufalli á ákveðni tímabili til að geta nýtt uppsagnastuðning stjórnvalda. Sigrús segir að það eigi við um Hertz. Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Höldurs segir að fyrirtækið hafi nánast getað haldið öllum starfsmönnum þrátt fyrir erfiða tíma.Vísir Hann er bjartsýnn á framhaldið og áætlar að kaupa fjölmarga nýja bíla á næstunni. „Við ætlum að fjárfest í um 600 bílum, plús mínus tvö hundruð bílum,“ segir hann. Ágætur innanlandsmarkaður í sumar Hertz, áður Bílaleiga Flugleiða hefur samtals fengið um 54 milljónir króna í uppsagnastyrki samkvæmt opinberum lista á Skattinum. Aðrar bílaleigur á listanum eru t.d. AVIS/Budget bílaleigan, CampEasy ehf, Kú Kú Campers ehf., MyCar ehf, Lotus Car Rental, Blue Car Rental, Touring Cars Iceland, Happy Campers ehf, Icerental 4x4 ehf, Motorhome ehf, Kynnisferðir, Berg, Geysir og Ísak. Í gær kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 að aðeins væru fjórar aðra bílaleigur á listanum en eins og kemur fram hér að ofan eru þær fleiri. Það er hlutfallslega lítið en alls voru um 140 bílaleigur í landinu 2018 samkvæmt lista frá Samgöngustofu. 388 fyrirtæki hafa nýtt sér uppsagnaúrræði stjórnvalda og ríkið greitt samtals um 11,2 milljarða króna. Bergþór Karlsson formaður bílaleigunefndar SAF og framkvæmdastjóri Höldurs sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir því hvað fáar bílaleigur hafi nýtt sér úrræðið að innanlandsmarkaður hafi verið ágætur í sumar og önnur verkefni gengið þokkalega. Til að mynda hafi Höldur getað haldið í nánast alla sína 190 starfsmenn og haldið uppsögnum í lágmarki. Bílaleigur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 66 starfsmenn Hertz endurráðnir 66 starfsmenn bílaleigunnar Hertz á Íslandi, sem sagt var upp störfum í haust, verða endurráðnir. 7. desember 2020 07:20 66 manns sagt upp hjá Hertz Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz á Íslandi var sagt upp fyrir helgi. Var alls um 66 manns að ræða. 29. september 2020 14:14 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Gjaldþrot í ferðaþjónustu færri en óttast var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2020 verði færri en óttast var í sumar. Þá var vonast til að gjaldþrot fyrirtækja í greininni yrðu ekki fleiri en 30 til 40 prósent af heildarfjölda fyrirtækja en nú sé vonast til að hlutfallið gæti mögulega orðið lægra en svo. 3. desember 2020 07:36 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Bílaleigan Hertz sagði upp öllu starfsfólki sínu í lok september og hefðu uppsagnirnar að óbreyttu tekið gildi um næstu mánaðarmót. Sigfús B. Sigfússon forstjóri Hertz segir það hafa verið varúðarráðstöfun. „Það var erfið ákvörðun að segja öllum upp en við sjáum breytingar og bjartsýni framundan þannig að nú hefst ráðningarferlið aftur,“ segir Sigfús. Hann segir síðustu mánuði hafi skammtímaleiga bíla legið niðri en önnur verkefni gengið vel. „Skammtímaleigan hefur nánast legið niðri en langtímaleiga hefur gengið vel og við höfum selt mikið af notuðum bílum,“ segir hann. Sigfús segir að fyrirtækið hafi nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda vegna Covid-19. „Við höfum nýtt ríkisstyrkina þ.e. uppsagnaúrræðið og það hefur hjálpa okkur gríðarlega í þessu öllu saman. Þá var starfsfólk á hlutabótaleið áður en til uppsagna kom,“ segir hann. Samkvæmt lögum þarf fyrirtæki að hafa orðið fyrir 75% tekjufalli á ákveðni tímabili til að geta nýtt uppsagnastuðning stjórnvalda. Sigrús segir að það eigi við um Hertz. Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Höldurs segir að fyrirtækið hafi nánast getað haldið öllum starfsmönnum þrátt fyrir erfiða tíma.Vísir Hann er bjartsýnn á framhaldið og áætlar að kaupa fjölmarga nýja bíla á næstunni. „Við ætlum að fjárfest í um 600 bílum, plús mínus tvö hundruð bílum,“ segir hann. Ágætur innanlandsmarkaður í sumar Hertz, áður Bílaleiga Flugleiða hefur samtals fengið um 54 milljónir króna í uppsagnastyrki samkvæmt opinberum lista á Skattinum. Aðrar bílaleigur á listanum eru t.d. AVIS/Budget bílaleigan, CampEasy ehf, Kú Kú Campers ehf., MyCar ehf, Lotus Car Rental, Blue Car Rental, Touring Cars Iceland, Happy Campers ehf, Icerental 4x4 ehf, Motorhome ehf, Kynnisferðir, Berg, Geysir og Ísak. Í gær kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 að aðeins væru fjórar aðra bílaleigur á listanum en eins og kemur fram hér að ofan eru þær fleiri. Það er hlutfallslega lítið en alls voru um 140 bílaleigur í landinu 2018 samkvæmt lista frá Samgöngustofu. 388 fyrirtæki hafa nýtt sér uppsagnaúrræði stjórnvalda og ríkið greitt samtals um 11,2 milljarða króna. Bergþór Karlsson formaður bílaleigunefndar SAF og framkvæmdastjóri Höldurs sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir því hvað fáar bílaleigur hafi nýtt sér úrræðið að innanlandsmarkaður hafi verið ágætur í sumar og önnur verkefni gengið þokkalega. Til að mynda hafi Höldur getað haldið í nánast alla sína 190 starfsmenn og haldið uppsögnum í lágmarki.
Í gær kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 að aðeins væru fjórar aðra bílaleigur á listanum en eins og kemur fram hér að ofan eru þær fleiri.
Bílaleigur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 66 starfsmenn Hertz endurráðnir 66 starfsmenn bílaleigunnar Hertz á Íslandi, sem sagt var upp störfum í haust, verða endurráðnir. 7. desember 2020 07:20 66 manns sagt upp hjá Hertz Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz á Íslandi var sagt upp fyrir helgi. Var alls um 66 manns að ræða. 29. september 2020 14:14 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Gjaldþrot í ferðaþjónustu færri en óttast var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2020 verði færri en óttast var í sumar. Þá var vonast til að gjaldþrot fyrirtækja í greininni yrðu ekki fleiri en 30 til 40 prósent af heildarfjölda fyrirtækja en nú sé vonast til að hlutfallið gæti mögulega orðið lægra en svo. 3. desember 2020 07:36 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
66 starfsmenn Hertz endurráðnir 66 starfsmenn bílaleigunnar Hertz á Íslandi, sem sagt var upp störfum í haust, verða endurráðnir. 7. desember 2020 07:20
66 manns sagt upp hjá Hertz Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz á Íslandi var sagt upp fyrir helgi. Var alls um 66 manns að ræða. 29. september 2020 14:14
312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01
Gjaldþrot í ferðaþjónustu færri en óttast var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2020 verði færri en óttast var í sumar. Þá var vonast til að gjaldþrot fyrirtækja í greininni yrðu ekki fleiri en 30 til 40 prósent af heildarfjölda fyrirtækja en nú sé vonast til að hlutfallið gæti mögulega orðið lægra en svo. 3. desember 2020 07:36