Íslensk erfðagreining hlýtur Útflutningsverðlaun forsetans Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2020 15:00 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Í tilkynningu segir að framlag fyrirtækisins til leitarinnar að orsökum margra alvarlegustu sjúkdóma mannkyns, svo sem krabbameina, hjartasjúkdóma og sykursýki, sé afar mikilvægt. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2020. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, veitti verðlaununum viðtöku við lokaða athöfn í Hörpu en við sama tilefni var tónskáldinu og tónlistarkonunni Hildi Guðnadóttur veitt heiðursviðurkenning fyrir störf sín á erlendri grund. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar segir að á síðustu árum hafi ný hugvitsgrein sprottið úr öflugu íslensku vísindasamfélagi og traustu heilbrigðiskerfi; líf- og heilsutækni í víðtækum skilningi. „Fyrir utan efnahagslegt mikilvægi þessarar starfsemi fyrir þjóðarbúið og þau spennandi tækifæri sem hún skapar fyrir ungt og menntað fólk, hefur bein þýðing lífvísindanna fyrir líf og heill almennings komið berlega í ljós í yfirstandandi heimsfaraldri. Ein þýðingarmestu tímamót í þróun þessarar mikilvægu atvinnugreinar á Íslandi er án efa stofnun Íslenskrar erfðagreiningar. Hér var komið eitt af fyrstu stóru fjárfestingaverkefnunum með aðkomu erlendra aðila, sem ekki byggði á orkuauðlindum okkar heldur þekkingu og hugviti. Áhrifin af tilkomu fyrirtækisins náðu langt út fyrir eiginlega starfsemi þess enda var grunnur lagður að nýrri tegund alþjóðlegrar þekkingarstarfsemi hér á landi. Til varð stærri og frjórri vettvangur vísindastarfs í atvinnulífinu sem laðaði bæði innlenda og erlenda sérfræðinga til landsins. Ófá íslensk fyrirtæki á þessu sviði má beinlínis rekja til þess jarðvegs sem hér varð til. Í nýrri framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning er litið sérstaklega til lífvísindanna sem mögulegrar uppsprettu aukinna útflutningstekna á komandi árum. Því skiptir orðspor greinarinnar utan landsteinanna miklu máli. Framlag fyrirtækisins til leitarinnar að orsökum margra alvarlegustu sjúkdóma mannkyns, svo sem krabbameina, hjartasjúkdóma og sykursýki, er afar mikilvægt. Undanfarin ár hefur útflutningsvara Íslenskrar erfðagreiningar verið þekking og aukinn skilningur á orsökum þessara sjúkdóma. Í yfirstandandi heimsfaraldri hefur Íslensk erfðagreining gegnt afar þýðingarmiklu hlutverki. Framlag fyrirtækisins í baráttunni við að ná tökum á faraldrinum og halda þar með efnahagslega og þjóðhagslega mikilvægri starfsemi gangandi, hefur vegið afar þungt. Umfjöllun fjölda virtra alþjóðlegra fjölmiðla dró upp mynd af landi með þróaða innviði, vísindastarf og líftæknifyrirtæki á heimsvísu. Sú umræða er styrkur fyrir allar útflutningsgreinar, ekki síst ferðaþjónustuna,“ segir í tilkynningunni. Hildur Guðnadóttir vann á þessu ári Óskarsverðlaunin, fyrst Íslendinga.Getty Hildur hlýtur heiðursviðurkenningu Samhliða afhendingu Útflutningsverðlaunanna var Hildi Guðnadóttur veitt sérstök heiðursviðurkenning fyrir eftirtektarverð störf á erlendri grundu. „Með sköpun sinni hefur orðspor Hildar borist út um allan heim á undanförnum árum og hún hlotið verðskuldaðar viðurkenningar. Hildur vann á þessu ári Óskarsverðlaunin, fyrst Íslendinga. Hún hafði áður m.a. hlotið Emmy verðlaun, Grammy verðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaunin. Þá er hún tilnefnd til tvennra Grammy verðlauna sem verða afhent í janúar nk. Systir Hildar, Margrét Guðnadóttir, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hennar hönd.“ Um útflutningsverðlaunin Tilgangurinn með veitingu Útflutningverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru. „Útflutningsverðlaunin eru nú veitt í 32. sinn en þau voru fyrst afhent árið 1989. Meðal annarra fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina eru Sjóklæðagerðin – 66°Norður, Trefjar ehf, Nox Medical, Truenorth og Ferðaskrifstofa bænda, og á síðasta ári hlaut Marel verðlaunin. Í úthlutunarnefndinni sátu að þessu sinni: Örnólfur Thorsson, frá embætti forseta Íslands, Gylfi Magnússon, frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Katrín Olga Jóhannesdóttir frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, frá Alþýðusambandi Íslands og Hildur Árnadóttir frá Íslandsstofu, en Íslandsstofa ber ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd við verðlaunaveitinguna,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Íslensk erfðagreining Hildur Guðnadóttir Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar segir að á síðustu árum hafi ný hugvitsgrein sprottið úr öflugu íslensku vísindasamfélagi og traustu heilbrigðiskerfi; líf- og heilsutækni í víðtækum skilningi. „Fyrir utan efnahagslegt mikilvægi þessarar starfsemi fyrir þjóðarbúið og þau spennandi tækifæri sem hún skapar fyrir ungt og menntað fólk, hefur bein þýðing lífvísindanna fyrir líf og heill almennings komið berlega í ljós í yfirstandandi heimsfaraldri. Ein þýðingarmestu tímamót í þróun þessarar mikilvægu atvinnugreinar á Íslandi er án efa stofnun Íslenskrar erfðagreiningar. Hér var komið eitt af fyrstu stóru fjárfestingaverkefnunum með aðkomu erlendra aðila, sem ekki byggði á orkuauðlindum okkar heldur þekkingu og hugviti. Áhrifin af tilkomu fyrirtækisins náðu langt út fyrir eiginlega starfsemi þess enda var grunnur lagður að nýrri tegund alþjóðlegrar þekkingarstarfsemi hér á landi. Til varð stærri og frjórri vettvangur vísindastarfs í atvinnulífinu sem laðaði bæði innlenda og erlenda sérfræðinga til landsins. Ófá íslensk fyrirtæki á þessu sviði má beinlínis rekja til þess jarðvegs sem hér varð til. Í nýrri framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning er litið sérstaklega til lífvísindanna sem mögulegrar uppsprettu aukinna útflutningstekna á komandi árum. Því skiptir orðspor greinarinnar utan landsteinanna miklu máli. Framlag fyrirtækisins til leitarinnar að orsökum margra alvarlegustu sjúkdóma mannkyns, svo sem krabbameina, hjartasjúkdóma og sykursýki, er afar mikilvægt. Undanfarin ár hefur útflutningsvara Íslenskrar erfðagreiningar verið þekking og aukinn skilningur á orsökum þessara sjúkdóma. Í yfirstandandi heimsfaraldri hefur Íslensk erfðagreining gegnt afar þýðingarmiklu hlutverki. Framlag fyrirtækisins í baráttunni við að ná tökum á faraldrinum og halda þar með efnahagslega og þjóðhagslega mikilvægri starfsemi gangandi, hefur vegið afar þungt. Umfjöllun fjölda virtra alþjóðlegra fjölmiðla dró upp mynd af landi með þróaða innviði, vísindastarf og líftæknifyrirtæki á heimsvísu. Sú umræða er styrkur fyrir allar útflutningsgreinar, ekki síst ferðaþjónustuna,“ segir í tilkynningunni. Hildur Guðnadóttir vann á þessu ári Óskarsverðlaunin, fyrst Íslendinga.Getty Hildur hlýtur heiðursviðurkenningu Samhliða afhendingu Útflutningsverðlaunanna var Hildi Guðnadóttur veitt sérstök heiðursviðurkenning fyrir eftirtektarverð störf á erlendri grundu. „Með sköpun sinni hefur orðspor Hildar borist út um allan heim á undanförnum árum og hún hlotið verðskuldaðar viðurkenningar. Hildur vann á þessu ári Óskarsverðlaunin, fyrst Íslendinga. Hún hafði áður m.a. hlotið Emmy verðlaun, Grammy verðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaunin. Þá er hún tilnefnd til tvennra Grammy verðlauna sem verða afhent í janúar nk. Systir Hildar, Margrét Guðnadóttir, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hennar hönd.“ Um útflutningsverðlaunin Tilgangurinn með veitingu Útflutningverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru. „Útflutningsverðlaunin eru nú veitt í 32. sinn en þau voru fyrst afhent árið 1989. Meðal annarra fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina eru Sjóklæðagerðin – 66°Norður, Trefjar ehf, Nox Medical, Truenorth og Ferðaskrifstofa bænda, og á síðasta ári hlaut Marel verðlaunin. Í úthlutunarnefndinni sátu að þessu sinni: Örnólfur Thorsson, frá embætti forseta Íslands, Gylfi Magnússon, frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Katrín Olga Jóhannesdóttir frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, frá Alþýðusambandi Íslands og Hildur Árnadóttir frá Íslandsstofu, en Íslandsstofa ber ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd við verðlaunaveitinguna,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Íslensk erfðagreining Hildur Guðnadóttir Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira