Ljósmyndara synjað um lokunarstyrk: „Þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2020 10:08 Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, þurfti að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Engu að síður hefur henni verið neitað um lokunarstyrk. Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, furðar sig á því að hún skuli ekki eiga rétt á lokunarstyrk frá stjórnvöldum vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur tvisvar lokað vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda; hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Hún segir faraldurinn hafa kollvarpað rekstrinum. Rán sérhæfir sig í nýburaljósmyndun sem krefst mikillar nálægðar að hennar sögn enda þurfi hún að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Hún hafi því talið að sér bæri að loka sinni starfsemi þar sem hún geti ekki haldið tveggja metra fjarlægð. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Þegar það er talað um, ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Þetta var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sótti um lokunarstyrk hjá ríkisskattstjóra. „Og þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum. Ég sérhæfi mig í nýburaljósmyndun og gef mig út fyrir það helst, sinni fleiri verkefnum í hjáverkum þegar ég get en það mætir algjörum afgangi en þeir vilja meina að ég hefði bara getað snúið mér að einhverju öðru, farið að mynda landslag eða leirmuni eða hvað sem það er,“ sagði Rán. Þá benti hún á að þetta virtist ekki eiga við alla. „Það var ekki sagt við sjúkraþjálfara á punktinum með engum fyrirvara geturðu ekki bara snúið þér að viðskiptavinum sem þurfa bara æfingar á gólfi en ekki sjúkranudd eða slíkt. Þetta er álíka fáránlegt.“ Lýsir ákveðinni vanþekkingu á hennar starfi Rán sagði að hún hefði kært þessa ákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Svo segja þeir mér að þeir hafi ráðfært sig við heilbrigðisráðuneytið sem taka undir þessa ákvörðun RSK um að ég hafi í raun bara átt að geta snúið mér að öðrum verkefnum á punktinum þótt ég hafi engan viðskiptamannagrunn í slík viðskipti. Hversu taktlaust hefði það verið að auglýsa eftir fólki í myndatökur á sama tíma og það er verið að segja því að halda sig heima og ekki fara neitt af óþörfu. Þetta er á skjön,“ sagði Rán. Þá benti hún á að upptalning á störfum í löggjöfinni sem væri að finna þar væri í dæmaskyni. Framkvæmdavaldið væri hins vegar að hengja sig beint í upptalningu við synjun á umsókninni hennar. „Af því ég flokkast ekki beint þarna undir þá fæ ég þessa synjun. Þeir skoða ekkert og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á mínu starfi. Þeir skoða ekkert hvað ég er að gera eða bera neina virðingu fyrir því að myndatökurnar mínar krefjast nálægðar.“ Málinu er ekki lokið að sögn Ránar. Endanleg ákvörðun yfirskattanefndar liggur ekki fyrir heldur var Rán boðið að svara því áliti nefndarinnar að tekið væri undir sjónarmið ríkisskattstjóra í málinu. Rán svaraði nefndinni um helgina. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Hún hefur tvisvar lokað vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda; hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Hún segir faraldurinn hafa kollvarpað rekstrinum. Rán sérhæfir sig í nýburaljósmyndun sem krefst mikillar nálægðar að hennar sögn enda þurfi hún að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Hún hafi því talið að sér bæri að loka sinni starfsemi þar sem hún geti ekki haldið tveggja metra fjarlægð. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Þegar það er talað um, ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Þetta var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sótti um lokunarstyrk hjá ríkisskattstjóra. „Og þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum. Ég sérhæfi mig í nýburaljósmyndun og gef mig út fyrir það helst, sinni fleiri verkefnum í hjáverkum þegar ég get en það mætir algjörum afgangi en þeir vilja meina að ég hefði bara getað snúið mér að einhverju öðru, farið að mynda landslag eða leirmuni eða hvað sem það er,“ sagði Rán. Þá benti hún á að þetta virtist ekki eiga við alla. „Það var ekki sagt við sjúkraþjálfara á punktinum með engum fyrirvara geturðu ekki bara snúið þér að viðskiptavinum sem þurfa bara æfingar á gólfi en ekki sjúkranudd eða slíkt. Þetta er álíka fáránlegt.“ Lýsir ákveðinni vanþekkingu á hennar starfi Rán sagði að hún hefði kært þessa ákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Svo segja þeir mér að þeir hafi ráðfært sig við heilbrigðisráðuneytið sem taka undir þessa ákvörðun RSK um að ég hafi í raun bara átt að geta snúið mér að öðrum verkefnum á punktinum þótt ég hafi engan viðskiptamannagrunn í slík viðskipti. Hversu taktlaust hefði það verið að auglýsa eftir fólki í myndatökur á sama tíma og það er verið að segja því að halda sig heima og ekki fara neitt af óþörfu. Þetta er á skjön,“ sagði Rán. Þá benti hún á að upptalning á störfum í löggjöfinni sem væri að finna þar væri í dæmaskyni. Framkvæmdavaldið væri hins vegar að hengja sig beint í upptalningu við synjun á umsókninni hennar. „Af því ég flokkast ekki beint þarna undir þá fæ ég þessa synjun. Þeir skoða ekkert og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á mínu starfi. Þeir skoða ekkert hvað ég er að gera eða bera neina virðingu fyrir því að myndatökurnar mínar krefjast nálægðar.“ Málinu er ekki lokið að sögn Ránar. Endanleg ákvörðun yfirskattanefndar liggur ekki fyrir heldur var Rán boðið að svara því áliti nefndarinnar að tekið væri undir sjónarmið ríkisskattstjóra í málinu. Rán svaraði nefndinni um helgina. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira