Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 13:01 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. Samkomubann verður áfram miðað við tíu manns til 12. janúar. Áfram gildir tveggja metra regla en heimilt verður að opna sundlaugar. Helstu breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag má finna hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því að lokinni kynningu á nýjum sóttvarnareglum í dag hvort hún teldi ekki að tíu manna samkomubann yrðu umdeilt. Heldurðu ekki að margir hefðu viljað sjá fjöldamörk hækkuð upp í 20? „Jú, ég hugsa það, að margir hefðu viljað sjá það,“ sagði Svandís. „En þarna erum við í raun og veru að tala um þær samkomur sem eru á vegum einkaaðila eða á vegum okkar sjálfra. Þannig að við verðum að passa okkur að hafa búbbluna okkar ekki stærri en þetta.“ Þá benti Svandís á að gert yrði ráð fyrir umtalsverðum tilslökunum í verslun en öllum verslunum verður heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns í einu. „Sem skiptir mjög miklu máli á þessum árstíma og við treystum þeim sem reka verslanir til þess að tryggja sóttvarnir, fjarlægð og sprittun þar. Það sama gildir um önnur atriði sem ég er búin að fara yfir.“ Einnig yrði veitingastöðum heimilt að taka við allt að fimmtán viðskiptavinum í einu. „Og með því að vera með heimild til að hafa opið til 10, þó að ekki sé tekið við nýjum gestum eftir klukkan níu, þá gætu veitingastaðirnir tekið í raun og veru tvö holl í gegn hjá sér. Það er atvinnurekstur sem líka þarf, og hefur, borið mikla ábyrgð á að tryggja fjarlægð og sóttvarnir,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Samkomubann verður áfram miðað við tíu manns til 12. janúar. Áfram gildir tveggja metra regla en heimilt verður að opna sundlaugar. Helstu breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag má finna hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því að lokinni kynningu á nýjum sóttvarnareglum í dag hvort hún teldi ekki að tíu manna samkomubann yrðu umdeilt. Heldurðu ekki að margir hefðu viljað sjá fjöldamörk hækkuð upp í 20? „Jú, ég hugsa það, að margir hefðu viljað sjá það,“ sagði Svandís. „En þarna erum við í raun og veru að tala um þær samkomur sem eru á vegum einkaaðila eða á vegum okkar sjálfra. Þannig að við verðum að passa okkur að hafa búbbluna okkar ekki stærri en þetta.“ Þá benti Svandís á að gert yrði ráð fyrir umtalsverðum tilslökunum í verslun en öllum verslunum verður heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns í einu. „Sem skiptir mjög miklu máli á þessum árstíma og við treystum þeim sem reka verslanir til þess að tryggja sóttvarnir, fjarlægð og sprittun þar. Það sama gildir um önnur atriði sem ég er búin að fara yfir.“ Einnig yrði veitingastöðum heimilt að taka við allt að fimmtán viðskiptavinum í einu. „Og með því að vera með heimild til að hafa opið til 10, þó að ekki sé tekið við nýjum gestum eftir klukkan níu, þá gætu veitingastaðirnir tekið í raun og veru tvö holl í gegn hjá sér. Það er atvinnurekstur sem líka þarf, og hefur, borið mikla ábyrgð á að tryggja fjarlægð og sóttvarnir,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50