Fimm mánaða fangelsi fyrir að sviðsetja hótanir og hatursorðræðu gegn sjálfri sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 22:53 Héraðsdómur í Osló komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til annars en að konan hafi sjálf sett á svið hótanir gegn sjálfri sér. EPA/Cornelius Poppe Kona á fertugsaldri í Osló hefur verið dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að falsa hatursorðræðu og sviðsetja hótanir gegn sjálfri sér. Konan er meðal annars dæmd fyrir að hafa krotað rasísk skilaboð á glugga íbúðarinnar þar sem hún býr og fyrir að kveikja eld fyrir utan heimili sitt. Konan, sem er 35 ára, er hlýtur dóm fyrir alls níu brot sem framin voru á tíu mánaða tímabili en þrír af fimm mánuðum fangelsisdómsins, sem féll í héraðsdómi í Osló, eru bundnir skilorði að því er fram kemur í frétt Avisa Oslo. Í tengslum við rannsókn málsins hafði lögreglan komið upp eftirlitsmyndavél fyrir utan blokkina þar sem konan býr, án hennar vitneskju. Ráða mátti af myndefninu að í tvígang í nóvember 2018, gekk manneskja út úr blokkinni sem gekk svo að glugganum og krotaði á hann ljót orð. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi konan sjálf verið að verki svo ekki væri um villst. Konan neitaði aftur á móti sök fyrir dómi og vildi meina að einhver annar hafi verið að verki. Þá er konan jafnframt fundin sek um að hafa ranglega sakað aðra konu um að hafa uppi umræddar hótanir gegn sér. Þá lýsir dómurinn því sem „sérstaklega alvarlegu“ að konan hafi haldið uppteknum hætti í tíu mánuði og framið níu brot. Alvarlegt þykir einnig að konan hafi sviðsett hatursglæpi sem jafnan eru rannsökuð sem forgangsmál hjá lögreglu. Mikill tími og mannafli lögreglunnar hafi farið í að rannsaka meinta glæpi sem síðan hafi reynst sviðsettir. Til viðbótar við fangelsisdóminn verður konunni gert að greiða húsfélaginu bætur sem nema um 32 þúsund íslenskum krónum og sem nemur tæpum 145 þúsund krónum í málskostnað. Noregur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Konan, sem er 35 ára, er hlýtur dóm fyrir alls níu brot sem framin voru á tíu mánaða tímabili en þrír af fimm mánuðum fangelsisdómsins, sem féll í héraðsdómi í Osló, eru bundnir skilorði að því er fram kemur í frétt Avisa Oslo. Í tengslum við rannsókn málsins hafði lögreglan komið upp eftirlitsmyndavél fyrir utan blokkina þar sem konan býr, án hennar vitneskju. Ráða mátti af myndefninu að í tvígang í nóvember 2018, gekk manneskja út úr blokkinni sem gekk svo að glugganum og krotaði á hann ljót orð. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi konan sjálf verið að verki svo ekki væri um villst. Konan neitaði aftur á móti sök fyrir dómi og vildi meina að einhver annar hafi verið að verki. Þá er konan jafnframt fundin sek um að hafa ranglega sakað aðra konu um að hafa uppi umræddar hótanir gegn sér. Þá lýsir dómurinn því sem „sérstaklega alvarlegu“ að konan hafi haldið uppteknum hætti í tíu mánuði og framið níu brot. Alvarlegt þykir einnig að konan hafi sviðsett hatursglæpi sem jafnan eru rannsökuð sem forgangsmál hjá lögreglu. Mikill tími og mannafli lögreglunnar hafi farið í að rannsaka meinta glæpi sem síðan hafi reynst sviðsettir. Til viðbótar við fangelsisdóminn verður konunni gert að greiða húsfélaginu bætur sem nema um 32 þúsund íslenskum krónum og sem nemur tæpum 145 þúsund krónum í málskostnað.
Noregur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira