Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2020 11:21 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. Þetta er á meðal þess sem liggur að baki mati sóttvarnalæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra um að hafa líkamsræktarstöðvar lokaðar áfram en heimila opnun sundlauga. Sundlaugar voru opnaðar í morgun fyrir helming leyfilegs gestafjölda hverju sinni þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa margir gagnrýnt stefnu stjórnvalda, þ.e. að sundlaugarnar séu opnaðar en líkamsræktarstöðvar ekki, og einhverjir sagst íhuga málsókn vegna þessa. Greinargerð sóttvarnalæknis um þetta var birt á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu um greinargerðina segir að kórónuveirusmit tengd líkamsrækt og líkamsræktarstöðvum séu margalt fleiri en smit sem rekja má til sundlauga. Niðurstöður úr rakningargrunni sóttvarnalæknis sýni þetta. Bein smit sem tengjast líkamsrækt eru 36 og fjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru 74, líkt og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Bein smit frá sundlaugum eru fimm og heildarfjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru tuttugu. Um sjö sinnum fleiri hafi því smitast í tengslum við líkamsrækt en í sundi. Þá bendir sóttvarnalæknir á að um 35 ríki Evrópusambandsins flokki líkamsrækt sem hááættustaði og gripu til lokana líkamsræktarstöðva snemma í faraldrinum. Samtök bandarískra smitsjúkdómalækna telji smithættu vegna sunds í almenningslaug í meðallagi en að líkamsræktarstöðvar feli í sér hááhættu. Engar vísbendingar séu heldur um að Covid-19 geti smitast með vatni og þá drepi klórblandað sundlaugarvatn veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að þó að margir sjái óréttlæti í þeim sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi í dag sé mikilvægt að landsmenn allir standi saman. Ef það verði ekki gert gæti komið bakslag í faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem liggur að baki mati sóttvarnalæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra um að hafa líkamsræktarstöðvar lokaðar áfram en heimila opnun sundlauga. Sundlaugar voru opnaðar í morgun fyrir helming leyfilegs gestafjölda hverju sinni þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa margir gagnrýnt stefnu stjórnvalda, þ.e. að sundlaugarnar séu opnaðar en líkamsræktarstöðvar ekki, og einhverjir sagst íhuga málsókn vegna þessa. Greinargerð sóttvarnalæknis um þetta var birt á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu um greinargerðina segir að kórónuveirusmit tengd líkamsrækt og líkamsræktarstöðvum séu margalt fleiri en smit sem rekja má til sundlauga. Niðurstöður úr rakningargrunni sóttvarnalæknis sýni þetta. Bein smit sem tengjast líkamsrækt eru 36 og fjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru 74, líkt og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Bein smit frá sundlaugum eru fimm og heildarfjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru tuttugu. Um sjö sinnum fleiri hafi því smitast í tengslum við líkamsrækt en í sundi. Þá bendir sóttvarnalæknir á að um 35 ríki Evrópusambandsins flokki líkamsrækt sem hááættustaði og gripu til lokana líkamsræktarstöðva snemma í faraldrinum. Samtök bandarískra smitsjúkdómalækna telji smithættu vegna sunds í almenningslaug í meðallagi en að líkamsræktarstöðvar feli í sér hááhættu. Engar vísbendingar séu heldur um að Covid-19 geti smitast með vatni og þá drepi klórblandað sundlaugarvatn veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að þó að margir sjái óréttlæti í þeim sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi í dag sé mikilvægt að landsmenn allir standi saman. Ef það verði ekki gert gæti komið bakslag í faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48
Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51