Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2020 08:41 Miklar umræður sköpuðust um Fjölskylduhjálpina í vikunni á Mæðra tips á Facebook. Nokkrir gagnrýndu formanninn þar harðlega. Grafík/Hafsteinn Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. Rætt var við Gyðu Dröfn Hannesdóttur sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp þar til í fyrra. Hún sagðist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sökuðu nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Skylda stjórnenda Fjölskylduhjálpar að sýna fram á að fólki sé ekki mismunað Á það er minnt í yfirlýsingu W.O.M.E.N að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast um meinta mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Yfirlýsingin er á ensku en í henni segir meðal annars (þýðing er blaðamanns): „Þar af leiðandi, og hafandi í huga að nýjustu fréttir byggja á ásökunum, sumum sem koma frá einstaklingum sem þora ekki koma fram undir nafni, þá teljum við það skyldu stjórnenda hjá Fjölskylduhjálp að sýna, án þess á því leiki nokkur vafi, að komið sé jafnt fram við alla sem þangað koma, burtséð frá þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“ Þá er yfirlýsingunni einnig beint til Reykjavíkurborgar, eins og áður segir, og borgarstjórn minnt á tillögur og greinargerðir vegna fundar fjölmenningarráðs með borgarstjórn í apríl í fyrra. Þar er meðal annars að finna tillögu um að borgin fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda. „Í ljósi þessa hvetjum við Reykjavíkurborg til þess að draga Fjölskylduhjálp til ábyrgðar, krefjast gagnsærrar rannsóknar og ef mismunun er raunverulega til staðar að draga til baka allan fjárstuðning borgarinnar til Fjölskylduhjálpar þar sem borgin getur ekki og á ekki að styðja við samtök sem starfa í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingu W.O.M.E.N en hana má lesa í heild sinni hér. Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Ef það komi í ljósi að fólki sé mismunað hjá samtökunum vegna uppruna síns hvetja konurnar borgina til þess að hætta öllum fjárstuðningi við Fjölskylduhjálp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá W.O.M.E.N. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttaflutnings fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrr í vikunni um Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar, og ásakanir á hendur henni um mismunun og virðingarleysi í garð skjólstæðinga góðgerðarsamtkanna. Rætt var við Gyðu Dröfn Hannesdóttur sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp þar til í fyrra. Hún sagðist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sökuðu nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Skylda stjórnenda Fjölskylduhjálpar að sýna fram á að fólki sé ekki mismunað Á það er minnt í yfirlýsingu W.O.M.E.N að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast um meinta mismunun hjá Fjölskylduhjálp. Yfirlýsingin er á ensku en í henni segir meðal annars (þýðing er blaðamanns): „Þar af leiðandi, og hafandi í huga að nýjustu fréttir byggja á ásökunum, sumum sem koma frá einstaklingum sem þora ekki koma fram undir nafni, þá teljum við það skyldu stjórnenda hjá Fjölskylduhjálp að sýna, án þess á því leiki nokkur vafi, að komið sé jafnt fram við alla sem þangað koma, burtséð frá þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.“ Þá er yfirlýsingunni einnig beint til Reykjavíkurborgar, eins og áður segir, og borgarstjórn minnt á tillögur og greinargerðir vegna fundar fjölmenningarráðs með borgarstjórn í apríl í fyrra. Þar er meðal annars að finna tillögu um að borgin fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda. „Í ljósi þessa hvetjum við Reykjavíkurborg til þess að draga Fjölskylduhjálp til ábyrgðar, krefjast gagnsærrar rannsóknar og ef mismunun er raunverulega til staðar að draga til baka allan fjárstuðning borgarinnar til Fjölskylduhjálpar þar sem borgin getur ekki og á ekki að styðja við samtök sem starfa í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingu W.O.M.E.N en hana má lesa í heild sinni hér.
Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira