Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2020 17:40 Starfsmenn Landspítalans hafa lýst yfir nokkurri óánægju með jólagjöfina í ár. Gjöfin dugir ekki fyrir skópari í búðinni Skechers. Vísir Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. Facebook-færsla Session hefst svona: „Kæru starfsmenn Landspítalans. Við á Session Craft Bar erum hrikalega þakklát fyrir framlag ykkar á tímum heimsfaraldurs sem og öðrum. Við höfum átt erfitt ár en horfum jákvætt á komandi tíma, eiga einkunnarorð Session því sjaldan jafn vel við og nú: „Sinyd Skylning og verið heiðarleg.“ Starfsmenn Landspítalans fengu sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers og súkkulaði frá Omnom í jólagjöf frá spítalanum. Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar hafa hrist hausinn yfir gjöfinn í ár en einhverjir hafa bent á að gjöfin dugi aðeins fyrir hálfu skópari, það er einum skó. „Eitthvað höfum við heyrt að jólagjöfin þetta árið nýtist ekki öllum. Við höfum því ákveðið að gjafabréfið sem þið fenguð muni einnig gilda hjá okkur og munuð þið geta verslað á Session Craft Bar fyrir upphæð gjafabréfsins,“ skrifar Session í færslunni. Starfsmenn spítalans hafa lýst yfir mikilli ánægju með tilboð Session í athugasemdum við færsluna. „Takk! Við á gjörgæslunni hlökkum til að heimsækja ykkur og skála þegar við ykkur um leið og við verðum ónæm,“ skrifar Eyrún Arnardóttir við færsluna. „Vá hvað þetta er fallega gert, takk fyrir mig. Hlakka til að koma og skála,“ skrifar Kristín Kristjánsdóttir. Session hefur svarað einhverjum athugasemdanna og lýsir því að þakklætið sé „þeirra megin.“ Jo laglaðningur til starfsmanna Landspitalans Kæru starfsmenn Landspi talans. Við a Session Craft Bar erum...Posted by Session Craft Bar on Saturday, December 12, 2020 Eftir lauslega athugun fréttastofu kom í ljós að ódýrustu skórnir hjá Skechers kosta 7038 krónur. Starfsmenn Landspítalans þurfa því alltaf að borga með gjöfinni sama hvaða skór verða fyrir valinu. Heimildir Vísis herma að fjölmargar deildir Landspítalans hafi komið sér saman um að safna gjafabréfunum saman og gefa til góðs málefnis. Hafa bæði Fjölskylduhjálp og Rauði krossinn verið nefnd í því samhengi. Tvö gjafabréf gætu því nýst einstaklingum sem á þurfa að halda að kaupa sér góða skó. Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Facebook-færsla Session hefst svona: „Kæru starfsmenn Landspítalans. Við á Session Craft Bar erum hrikalega þakklát fyrir framlag ykkar á tímum heimsfaraldurs sem og öðrum. Við höfum átt erfitt ár en horfum jákvætt á komandi tíma, eiga einkunnarorð Session því sjaldan jafn vel við og nú: „Sinyd Skylning og verið heiðarleg.“ Starfsmenn Landspítalans fengu sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers og súkkulaði frá Omnom í jólagjöf frá spítalanum. Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar hafa hrist hausinn yfir gjöfinn í ár en einhverjir hafa bent á að gjöfin dugi aðeins fyrir hálfu skópari, það er einum skó. „Eitthvað höfum við heyrt að jólagjöfin þetta árið nýtist ekki öllum. Við höfum því ákveðið að gjafabréfið sem þið fenguð muni einnig gilda hjá okkur og munuð þið geta verslað á Session Craft Bar fyrir upphæð gjafabréfsins,“ skrifar Session í færslunni. Starfsmenn spítalans hafa lýst yfir mikilli ánægju með tilboð Session í athugasemdum við færsluna. „Takk! Við á gjörgæslunni hlökkum til að heimsækja ykkur og skála þegar við ykkur um leið og við verðum ónæm,“ skrifar Eyrún Arnardóttir við færsluna. „Vá hvað þetta er fallega gert, takk fyrir mig. Hlakka til að koma og skála,“ skrifar Kristín Kristjánsdóttir. Session hefur svarað einhverjum athugasemdanna og lýsir því að þakklætið sé „þeirra megin.“ Jo laglaðningur til starfsmanna Landspitalans Kæru starfsmenn Landspi talans. Við a Session Craft Bar erum...Posted by Session Craft Bar on Saturday, December 12, 2020 Eftir lauslega athugun fréttastofu kom í ljós að ódýrustu skórnir hjá Skechers kosta 7038 krónur. Starfsmenn Landspítalans þurfa því alltaf að borga með gjöfinni sama hvaða skór verða fyrir valinu. Heimildir Vísis herma að fjölmargar deildir Landspítalans hafi komið sér saman um að safna gjafabréfunum saman og gefa til góðs málefnis. Hafa bæði Fjölskylduhjálp og Rauði krossinn verið nefnd í því samhengi. Tvö gjafabréf gætu því nýst einstaklingum sem á þurfa að halda að kaupa sér góða skó.
Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira