Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2020 21:36 Hér má sjá mynd af einni skriðu sem tekin var síðdegis. Davíð Kristinsson Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis eftir að tvær skriður féllu á Seyðisfirði og á hús. Hluti bæjarins var rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Kristján segir að þegar mest var hafi 67 manns verið í fjöldahjálparstöðinni. Flestir hafa þó farið annað, til ættingja og vina. Hann segir enn fremur að óvissustig verði næst endurskoðað í fyrramálið. Hins vegar sé áframhaldandi vatnsveðri spáð næstu daga og jafnvel fram að helgi. Kristján segir að líklega verði óvissustigið áfram. Hér má sjá myndband sem tekið var fyrr í dag. Engin slys hafa orðið á fólki. Fyrr í kvöld kom fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að vitað sé að flætt hafi inn í nokkur hús. Enn sé þó óvíst með skemmdir og að það muni skýrast með morgninum. Sama vatnsveðrið er meira og minna á öllu Austurlandi og Kristján segir að reynt sé að vakta aðra staði eins og hægt sé. Á vef almannavarna er fjallað um varnir og viðbúnað varðandi aurskriður. Þar segir að fólk eigi að halda sig innandyra, sé hætta á aurskriðum, og dvelja þeim megin í hýbýlum sínum sem snúa frá fjallshlíðinni. Loka eigi gluggum og millihurðum og jafnvel setja hlera fyrir þá glugga sem snúi að fjallinu. Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis eftir að tvær skriður féllu á Seyðisfirði og á hús. Hluti bæjarins var rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Kristján segir að þegar mest var hafi 67 manns verið í fjöldahjálparstöðinni. Flestir hafa þó farið annað, til ættingja og vina. Hann segir enn fremur að óvissustig verði næst endurskoðað í fyrramálið. Hins vegar sé áframhaldandi vatnsveðri spáð næstu daga og jafnvel fram að helgi. Kristján segir að líklega verði óvissustigið áfram. Hér má sjá myndband sem tekið var fyrr í dag. Engin slys hafa orðið á fólki. Fyrr í kvöld kom fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að vitað sé að flætt hafi inn í nokkur hús. Enn sé þó óvíst með skemmdir og að það muni skýrast með morgninum. Sama vatnsveðrið er meira og minna á öllu Austurlandi og Kristján segir að reynt sé að vakta aðra staði eins og hægt sé. Á vef almannavarna er fjallað um varnir og viðbúnað varðandi aurskriður. Þar segir að fólk eigi að halda sig innandyra, sé hætta á aurskriðum, og dvelja þeim megin í hýbýlum sínum sem snúa frá fjallshlíðinni. Loka eigi gluggum og millihurðum og jafnvel setja hlera fyrir þá glugga sem snúi að fjallinu.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47
Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39