Ásdís á sjúkrahús vegna COVID-19: Sturta er núna eins og erfið CrossFit æfing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 08:30 Ásdís Hjalmsdóttir átti frábæran feril í spjótkastinu sem endaði í ágúst síðastliðnum. Getty/Bernd Thissen Afrekskonan Ásdís Hjálmsdóttir varar fólk við því að smitast af kórónuveirunni en hún veiktist sjálf mjög illa og þurfti að eyða viku á sjúkrahúsi. Spjótkastarinn segir farir sínar ekki sléttar eftir kynni sín af COVID-19 sjúkdóminum í myndbandi á samfélagsmiðlum Ásdísar. Þar ræðir hún opinskátt um veikindi sín undanfarnar tvær vikur. „Hæ allir. Það hefur verið langt síðan að þið heyrðuð frá mér og ég vildi aðallega láta ykkur vita að ég sé á lífi. Ég vil segja ykkur frá minni reynslu af því að fá Covid,“ segir Ásdís í upphafi myndbandsins. „Ég veit ekki hvort þið þekkið mína sögu en ég fékk nýverið kórónuveiruna. Þið verðið því að afsaka það ef ég er andstutt eða fæ hóstaköst. Mér fannst mjög mikilvægt að koma hingað inn og tala um þessa reynslu mína. Mér finnst nefnilega fólk, þá sérstaklega ungt fólk utan áhættuhópa, vanmeta þennan sjúkdóm,“ sagði Ásdís. Hversu rangt hafði ég fyrir mér í því „Ég var ein ykkar. Ég trúði því að ef ég fengi þetta þá myndi ég vera einkennalaus en kannski tapa bragð- eða lyktarskini. Þetta myndi ekki vera meira mál en það og trúði aldrei að ég myndi lenda svona illa í þessu. En maður lifandi. Hversu rangt hafði ég fyrir mér í því?“ sagði Ásdís. Eiginmaður Ásdísar veiktist og hún sjálf skömmu síðar. Þetta gerðist fyrir tveimur vikum. Hún lýsir miklum hita og gríðarlegum höfuðverk, sem varð verri og verri. Seinna hafi hóstaköstin aukist stanslaust þar til að hún átti orðið erfitt með andardrátt og var að lokum lögð inn á sjúkrahús. Þar lá hún í heila viku en kom aftur heim á föstudaginn var. Valin frjálsíþróttakona ársins á dögunum Ásdís Hjálmsdóttir var á dögunum valin frjálsíþróttakona ársins en árið 2020 var síðasta keppnisár hennar á ferlinum því hún ákvað að leggja frjálsíþróttaskóna á hilluna í haust. Þetta kom því fyrir unga afreksíþróttakonu sem var nýhætt en hélt sér í frábæru formi og borðaði hollan mat. „Ég var að gera allt sem ég gat til að lifa eins heilbrigðu lífi og ég gat. Ég var að æfa og svaf átta til níu tíma á hverri nóttu. Ég borðaði hollan mat og ég held að ég hafi ekkert getað gert neitt annað til að lifa heilbrigðara lífi þegar ég veiktist,“ sagði Ásdís. Þurfti að fara í öndunarvél Ásdís þurfti samt á hjálp öndunarvélar að halda á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi um ástand sitt að það hafi reynst henni gríðarlega mikil áskorun að fara á salernið. „Þetta er því eins og rússnesk rúlletta. Þið haldið kannski að þið séu örugg af því að þið eru ung og heilbrigð en það er ekki rétt. Ástæða þess að ég er að segja frá þessu er að jólin nálgast og ég vil að þið gerið allt til að verja sjálf ykkur og aðra fyrir þessum sjúkdómi. Þetta er ekkert grín,“ sagði Ásdís. „Eins og þið sjáið þá var ég að koma úr sturtu. Bara það að fara í sturtu og þvo mér um hárið er eins og fara að fara á CrossFit æfingu. Ég er andstutt bara af því að sitja hér og tala,“ sagði Ásdís. Hún notar flautu sem hún blæs í til að þjálfa lungun og hefur líka farið í göngu með hundana sína og segist fegin að vera ekki í atvinnumennsku í íþrótt sinni lengur. Allt myndbandið með Ásdísi má sjá að neðan. View this post on Instagram A post shared by A sdi s Hja lms Annerud PhD (@asdishjalms) Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Spjótkastarinn segir farir sínar ekki sléttar eftir kynni sín af COVID-19 sjúkdóminum í myndbandi á samfélagsmiðlum Ásdísar. Þar ræðir hún opinskátt um veikindi sín undanfarnar tvær vikur. „Hæ allir. Það hefur verið langt síðan að þið heyrðuð frá mér og ég vildi aðallega láta ykkur vita að ég sé á lífi. Ég vil segja ykkur frá minni reynslu af því að fá Covid,“ segir Ásdís í upphafi myndbandsins. „Ég veit ekki hvort þið þekkið mína sögu en ég fékk nýverið kórónuveiruna. Þið verðið því að afsaka það ef ég er andstutt eða fæ hóstaköst. Mér fannst mjög mikilvægt að koma hingað inn og tala um þessa reynslu mína. Mér finnst nefnilega fólk, þá sérstaklega ungt fólk utan áhættuhópa, vanmeta þennan sjúkdóm,“ sagði Ásdís. Hversu rangt hafði ég fyrir mér í því „Ég var ein ykkar. Ég trúði því að ef ég fengi þetta þá myndi ég vera einkennalaus en kannski tapa bragð- eða lyktarskini. Þetta myndi ekki vera meira mál en það og trúði aldrei að ég myndi lenda svona illa í þessu. En maður lifandi. Hversu rangt hafði ég fyrir mér í því?“ sagði Ásdís. Eiginmaður Ásdísar veiktist og hún sjálf skömmu síðar. Þetta gerðist fyrir tveimur vikum. Hún lýsir miklum hita og gríðarlegum höfuðverk, sem varð verri og verri. Seinna hafi hóstaköstin aukist stanslaust þar til að hún átti orðið erfitt með andardrátt og var að lokum lögð inn á sjúkrahús. Þar lá hún í heila viku en kom aftur heim á föstudaginn var. Valin frjálsíþróttakona ársins á dögunum Ásdís Hjálmsdóttir var á dögunum valin frjálsíþróttakona ársins en árið 2020 var síðasta keppnisár hennar á ferlinum því hún ákvað að leggja frjálsíþróttaskóna á hilluna í haust. Þetta kom því fyrir unga afreksíþróttakonu sem var nýhætt en hélt sér í frábæru formi og borðaði hollan mat. „Ég var að gera allt sem ég gat til að lifa eins heilbrigðu lífi og ég gat. Ég var að æfa og svaf átta til níu tíma á hverri nóttu. Ég borðaði hollan mat og ég held að ég hafi ekkert getað gert neitt annað til að lifa heilbrigðara lífi þegar ég veiktist,“ sagði Ásdís. Þurfti að fara í öndunarvél Ásdís þurfti samt á hjálp öndunarvélar að halda á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi um ástand sitt að það hafi reynst henni gríðarlega mikil áskorun að fara á salernið. „Þetta er því eins og rússnesk rúlletta. Þið haldið kannski að þið séu örugg af því að þið eru ung og heilbrigð en það er ekki rétt. Ástæða þess að ég er að segja frá þessu er að jólin nálgast og ég vil að þið gerið allt til að verja sjálf ykkur og aðra fyrir þessum sjúkdómi. Þetta er ekkert grín,“ sagði Ásdís. „Eins og þið sjáið þá var ég að koma úr sturtu. Bara það að fara í sturtu og þvo mér um hárið er eins og fara að fara á CrossFit æfingu. Ég er andstutt bara af því að sitja hér og tala,“ sagði Ásdís. Hún notar flautu sem hún blæs í til að þjálfa lungun og hefur líka farið í göngu með hundana sína og segist fegin að vera ekki í atvinnumennsku í íþrótt sinni lengur. Allt myndbandið með Ásdísi má sjá að neðan. View this post on Instagram A post shared by A sdi s Hja lms Annerud PhD (@asdishjalms)
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira