Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 15:05 Atli Rafn stefndi bæði Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi Borgarleikhússtjóra. vísir Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Leikfélags Reykjavíkur staðfestir að dómi héraðsdóms hafi verið snúið við í samtali við Vísi. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnarinnar, sem hann taldi ólögmæta og byggðist á ásökunum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist þrettán milljóna króna í bætur vegna málsins en 5,5 milljónir voru dæmdar honum í skaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok október í fyrra. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að Kristín og leikfélagið hefðu vegið að æru og persónu Atla Rafns með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var héraðsdómi snúið við og Kristín og leikfélagið sýknuð af öllum kröfum. Einn dómari hafi þó skilað sératkvæði. Hann hafi verið sammála meirihlutanum um að sýkna báða aðila af fjárkröfunni en telji að leikfélagið ætti að greiða Atla milljón krónur í miskabætur. Atli höfðaði einnig mál gegn Persónuvernd eftir að Borgarleikhúsið synjaði beiðni hans um upplýsingar í tengslum við kvartanirnar á hendur honum. Atli hafði betur í málinu í héraðsdómi í sumar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Borgarleikhússtjóra hefði ekki verið skylt að veita honum umbeðnar upplýsingar en sá úrskurður var felldur úr gildi með dómi héraðsdóms. Uppfært: Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu Landsréttar. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Leikfélags Reykjavíkur staðfestir að dómi héraðsdóms hafi verið snúið við í samtali við Vísi. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnarinnar, sem hann taldi ólögmæta og byggðist á ásökunum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist þrettán milljóna króna í bætur vegna málsins en 5,5 milljónir voru dæmdar honum í skaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok október í fyrra. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að Kristín og leikfélagið hefðu vegið að æru og persónu Atla Rafns með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var héraðsdómi snúið við og Kristín og leikfélagið sýknuð af öllum kröfum. Einn dómari hafi þó skilað sératkvæði. Hann hafi verið sammála meirihlutanum um að sýkna báða aðila af fjárkröfunni en telji að leikfélagið ætti að greiða Atla milljón krónur í miskabætur. Atli höfðaði einnig mál gegn Persónuvernd eftir að Borgarleikhúsið synjaði beiðni hans um upplýsingar í tengslum við kvartanirnar á hendur honum. Atli hafði betur í málinu í héraðsdómi í sumar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Borgarleikhússtjóra hefði ekki verið skylt að veita honum umbeðnar upplýsingar en sá úrskurður var felldur úr gildi með dómi héraðsdóms. Uppfært: Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu Landsréttar.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira