Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 20:40 Glas af bóluefninu BNT162b2 frá Pfizer og BioNTech. epa/BioNTech Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. Eva De Bleeker birti verðlistann á samfélagsmiðlinum ásamt upplýsingum um hversu mikið belgísk stjórnvöld hygðust kaupa hverju bóluefni. Tístinu var fljótlega eytt en ekki eftir að einhverjir höfðu tekið skjáskot, að sögn Guardian. Lyfjafyrirtækin voru síður en svo ánægð með uppljóstrunina og talsmaður Pfizer í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg sagði trúnað ríkja um verðið samkvæmt samningnum við Evrópusambandið. Samkvæmt listanum er bóluefnið frá AstraZeneca/Oxford ódýrast en bóluefnið frá Moderna dýrast. Þetta var vitað en nákvæmar upplýsingar um verð á skammt gæti eflt samningsstöðu ríkja sem enn hafa ekki lokið viðræðum við lyfjarisana. Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur Hvað kosta bóluefnin Íslendinga? Samningaviðræður eru ekki hafnar við Sanofi og CureVac en viðræður standa yfir við Moderna. Íslenska ríkið hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 235.000 skammta af bóluefninu frá Johnson & Johnson, 170.000 skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech, og 230.000 skammta af bóluefninu frá Oxford/AstraZeneca. Ef Ísland kaupir bóluefnin frá Evrópusambandinu á kostnaðarverði nemur kostnaðurinn við ofannefnd kaup samtals 640.430.000 krónum. Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir að 900 milljónum verði varið til bóluefnakaupa, bæði fyrir Íslendinga og einnig vegna þróunarsamvinnu. Í greinagerð með lögunum er gert ráð fyrir 550.000 skömmtum til að bólusetja 75% þjóðarinnar, sem var talið að myndu kosta 400 milljónir. Í útreikningum við frumvarpsgerðina var gert ráð fyrir að hver skammtur myndi kosta um fjórar evrur eða 628 krónur. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bólusetningar Tengdar fréttir Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26 Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48 Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Eva De Bleeker birti verðlistann á samfélagsmiðlinum ásamt upplýsingum um hversu mikið belgísk stjórnvöld hygðust kaupa hverju bóluefni. Tístinu var fljótlega eytt en ekki eftir að einhverjir höfðu tekið skjáskot, að sögn Guardian. Lyfjafyrirtækin voru síður en svo ánægð með uppljóstrunina og talsmaður Pfizer í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg sagði trúnað ríkja um verðið samkvæmt samningnum við Evrópusambandið. Samkvæmt listanum er bóluefnið frá AstraZeneca/Oxford ódýrast en bóluefnið frá Moderna dýrast. Þetta var vitað en nákvæmar upplýsingar um verð á skammt gæti eflt samningsstöðu ríkja sem enn hafa ekki lokið viðræðum við lyfjarisana. Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur Hvað kosta bóluefnin Íslendinga? Samningaviðræður eru ekki hafnar við Sanofi og CureVac en viðræður standa yfir við Moderna. Íslenska ríkið hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 235.000 skammta af bóluefninu frá Johnson & Johnson, 170.000 skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech, og 230.000 skammta af bóluefninu frá Oxford/AstraZeneca. Ef Ísland kaupir bóluefnin frá Evrópusambandinu á kostnaðarverði nemur kostnaðurinn við ofannefnd kaup samtals 640.430.000 krónum. Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir að 900 milljónum verði varið til bóluefnakaupa, bæði fyrir Íslendinga og einnig vegna þróunarsamvinnu. Í greinagerð með lögunum er gert ráð fyrir 550.000 skömmtum til að bólusetja 75% þjóðarinnar, sem var talið að myndu kosta 400 milljónir. Í útreikningum við frumvarpsgerðina var gert ráð fyrir að hver skammtur myndi kosta um fjórar evrur eða 628 krónur.
Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bólusetningar Tengdar fréttir Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26 Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48 Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26
Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48
Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41