Hætt að bjóða upp á útiæfingar eftir að lögreglan mætti í morgun Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 17:03 Yfirþjálfari í CrossFit Kötlu segir útiæfingarnar hafa gengið vel til þessa. Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari í CrossFit Kötlu, fékk óvænta heimsókn á útiæfingu stöðvarinnar í morgun. Rétt fyrir klukkan ellefu mætti lögreglan á svæðið og í kjölfarið var stöðinni gert að loka. „Löggan mætir á svæðið korter í ellefu í morgun, kemur fyrst og spyr mig hvað fer þarna fram og fer síðan. Svo kemur hún aftur fimm mínútum seinna og segir að það sé búið að úrskurða að þetta sé óheimilt, við séum líkamsræktarstöð og eigum að vera lokuð,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Brynjar tilkynnti iðkendum í dag að útiæfingarnar yrðu ekki fleiri.Skjáskot Hann segir stöðina hafa ákveðið að bjóða upp á útiæfingar þegar útlit var að það rúmaðist innan núgildandi reglugerðar. Iðkendur hafi tekið því fagnandi og mætt í öllum veðrum, enda gengið út frá því að slíkt væri heimilt. „Við höfum verið að bjóða upp á útiæfingar fyrir iðkendur síðan það átti að vera leyft samkvæmt reglugerð og texta frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá stendur inni á vef ráðuneytisins að skipulagðar útiæfingar séu heimilaðar öllum svo lengi sem verið er að uppfylla skilyrði með tíu manna samkomutakmörkum.“ Ekkert mál að tryggja sóttvarnir Hann segir æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig. Mikil aðsókn sé í tímana og allt að sex til níu mæti hverju sinni. Þá sé ekkert mál að viðhalda sóttvörnum, enda gífurlega stórt svæði fyrir hvern hóp þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Það er minnsta mál í heimi. Við erum á bílastæðinu, ýmist fyrir framan húsið eða aftan. Við erum á gríðarlega miklu flæmi og allt að fimm metrar á milli manna. Allur búnaður þrifinn og sprittaður þegar fólk er búið að nota hann,“ segir Brynjar. Hann segir lögreglumennina hafa verið almennilega, en það hafi þó komið honum á óvart að hann þyrfti að loka svo skyndilega. Líkamsræktarstöðvar hafi staðið í þeirri trú að skipulagðar útiæfingar væru heimilar en hann sé búinn að senda fyrirspurn til ráðuneytisins. „Lögreglan sagði að við þyrftum að loka. Við mættum klára þennan tíma en það yrðu ekki fleiri tímar. Við kláruðum þá tímann og settum svo tilkynningu að þetta væri hætt. Ég er búinn að senda erindi á ráðuneytið og spyrja út í þetta, hvort þetta sé heimilt eða ekki. Mér finnst þetta vera skýrt en greinilega ekki löggunni.“ CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
„Löggan mætir á svæðið korter í ellefu í morgun, kemur fyrst og spyr mig hvað fer þarna fram og fer síðan. Svo kemur hún aftur fimm mínútum seinna og segir að það sé búið að úrskurða að þetta sé óheimilt, við séum líkamsræktarstöð og eigum að vera lokuð,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Brynjar tilkynnti iðkendum í dag að útiæfingarnar yrðu ekki fleiri.Skjáskot Hann segir stöðina hafa ákveðið að bjóða upp á útiæfingar þegar útlit var að það rúmaðist innan núgildandi reglugerðar. Iðkendur hafi tekið því fagnandi og mætt í öllum veðrum, enda gengið út frá því að slíkt væri heimilt. „Við höfum verið að bjóða upp á útiæfingar fyrir iðkendur síðan það átti að vera leyft samkvæmt reglugerð og texta frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá stendur inni á vef ráðuneytisins að skipulagðar útiæfingar séu heimilaðar öllum svo lengi sem verið er að uppfylla skilyrði með tíu manna samkomutakmörkum.“ Ekkert mál að tryggja sóttvarnir Hann segir æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig. Mikil aðsókn sé í tímana og allt að sex til níu mæti hverju sinni. Þá sé ekkert mál að viðhalda sóttvörnum, enda gífurlega stórt svæði fyrir hvern hóp þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Það er minnsta mál í heimi. Við erum á bílastæðinu, ýmist fyrir framan húsið eða aftan. Við erum á gríðarlega miklu flæmi og allt að fimm metrar á milli manna. Allur búnaður þrifinn og sprittaður þegar fólk er búið að nota hann,“ segir Brynjar. Hann segir lögreglumennina hafa verið almennilega, en það hafi þó komið honum á óvart að hann þyrfti að loka svo skyndilega. Líkamsræktarstöðvar hafi staðið í þeirri trú að skipulagðar útiæfingar væru heimilar en hann sé búinn að senda fyrirspurn til ráðuneytisins. „Lögreglan sagði að við þyrftum að loka. Við mættum klára þennan tíma en það yrðu ekki fleiri tímar. Við kláruðum þá tímann og settum svo tilkynningu að þetta væri hætt. Ég er búinn að senda erindi á ráðuneytið og spyrja út í þetta, hvort þetta sé heimilt eða ekki. Mér finnst þetta vera skýrt en greinilega ekki löggunni.“
CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48