Hallbera: Hélt mögulega að þetta væri búið Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 09:30 Hallbera í leik gegn Svíum á Laugardalsvelli í undankeppni EM. vísir/vilhelm Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir því að leika í atvinnumennsku á nýjan leik. Vinstri bakvörðurinn segir jafn framt að umræðan í kringum íslenska kvennalandsliðið á dögunum hafi verið óvægin. Hallbera samdi við AIK í Stokkhólmi þar sem hún mun leika á næstu leiktíð en Hallbera hefur áður leikið í Svíþjóð. Hún er spennt fyrir því að fara aftur til Svíþjóðar en AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég þarf að búa mig undir það að þetta verður aðeins öðruvísi barátta en undanfarin ár þar sem ég hef verið í toppbaráttunni,“ sagði Hallbera í Sportpakkanum í gærkvöldi. Hallbera er á leið út í nám og þurfti því að finna sér lið í Stokkhólmi, sem tókst. Hún segir að í fyrsta skipti hafi fótboltinn verið í öðru sæti. „Þetta er eiginlega fyrsta ákvörðunin sem ég tek með fótboltann sem: Þetta reddast. Ég varð að finna mér lið í Stokkhólmi og sem betur fer voru einhverjir sem vildu fá mig. Það er ekkert sjálfgefið að hlaupa út í atvinnumennsku 34 ára gömul.“ Evrópumótinu kvenna, sem átti að fara fram á næsta ári, var frestað um eitt ár og fyrst um sinn hélt Hallbera þá að landsliðsferlinum hjá sér væri mögulega lokið. „Ég viðurkenni að fyrst þegar þessu móti var frestað þá hélt ég að þetta væri mögulega bara búið. Líkaminn er í góðu standi og ég er að halda í við hraða og annað. Meðan það er þannig þá finnst mér ég eiga fullt erindi í þetta enn þá.“ „Það er búið að vera rót á ýmsu tengdu landsliðinu og ég held að það sé öllu til góðs að þessu móti sé frestað.“ Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í fögnuði íslenska liðsins í Ungverjalandi. Hallbera sagði umræðuna óvægna. „Það var mikið af sögum og útskýringum sem voru ekki réttar. Það er erfitt að fylgjast með umræðu þegar hún er óvægin; bæði gagnvart þjálfaranum og leikmönnum.“ „Mér finnst umhugsunarefni að oft er ágætt að anda inn og út áður en maður tjáir sig um einhver svona málefni,“ sagði Hallbera. Klippa: Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir nýjum áskorunum Íslenski boltinn Valur KSÍ Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Hallbera samdi við AIK í Stokkhólmi þar sem hún mun leika á næstu leiktíð en Hallbera hefur áður leikið í Svíþjóð. Hún er spennt fyrir því að fara aftur til Svíþjóðar en AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég þarf að búa mig undir það að þetta verður aðeins öðruvísi barátta en undanfarin ár þar sem ég hef verið í toppbaráttunni,“ sagði Hallbera í Sportpakkanum í gærkvöldi. Hallbera er á leið út í nám og þurfti því að finna sér lið í Stokkhólmi, sem tókst. Hún segir að í fyrsta skipti hafi fótboltinn verið í öðru sæti. „Þetta er eiginlega fyrsta ákvörðunin sem ég tek með fótboltann sem: Þetta reddast. Ég varð að finna mér lið í Stokkhólmi og sem betur fer voru einhverjir sem vildu fá mig. Það er ekkert sjálfgefið að hlaupa út í atvinnumennsku 34 ára gömul.“ Evrópumótinu kvenna, sem átti að fara fram á næsta ári, var frestað um eitt ár og fyrst um sinn hélt Hallbera þá að landsliðsferlinum hjá sér væri mögulega lokið. „Ég viðurkenni að fyrst þegar þessu móti var frestað þá hélt ég að þetta væri mögulega bara búið. Líkaminn er í góðu standi og ég er að halda í við hraða og annað. Meðan það er þannig þá finnst mér ég eiga fullt erindi í þetta enn þá.“ „Það er búið að vera rót á ýmsu tengdu landsliðinu og ég held að það sé öllu til góðs að þessu móti sé frestað.“ Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í fögnuði íslenska liðsins í Ungverjalandi. Hallbera sagði umræðuna óvægna. „Það var mikið af sögum og útskýringum sem voru ekki réttar. Það er erfitt að fylgjast með umræðu þegar hún er óvægin; bæði gagnvart þjálfaranum og leikmönnum.“ „Mér finnst umhugsunarefni að oft er ágætt að anda inn og út áður en maður tjáir sig um einhver svona málefni,“ sagði Hallbera. Klippa: Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir nýjum áskorunum
Íslenski boltinn Valur KSÍ Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira