Fá að bjóða upp á útiæfingar eftir allt saman Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2020 17:51 Stöðinni var gert að loka um helgina þar sem lögregla mat það svo að útiæfingar væru óheimilar. CrossFit-stöðvum er heimilt að verða með útiæfingar fyrir iðkendur sína samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum. Yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu hefur fengið þetta staðfest, en lögregla gerði stöðinni að loka um helgina og sagði útiæfingar óheimilar. „Ég heyrði bara í lögreglunni, sem staðfesti að það hefði komið tölvupóstur um að þetta væri heimilt,“ segir Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu. Hann hafi í kjölfarið fengið staðfestingu frá heilbrigðisráðuneytinu um að útiæfingar væru heimilar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Stöðvar mega bjóða upp á útiæfingar svo lengi sem fjöldatakmarkanir upp á tíu manns eru virtar og tveir metrar eru á milli fólks, líkt og samkomubann vítt og breitt um landið gerir ráð fyrir. Þá er sett það viðbótarskilyrði að engir aðrir en þjálfarar sæki búnað inn í stöðvarnar og komi með út. Brynjar segir að aðstæður til útiæfinga séu með góðu móti hjá stöðinni. Brynjar Helgi kveðst ánægður að geta hafið æfingar að nýju.Facebook „Við erum bæði á bílaplaninu fyrir ofan hús og svo ef það er rigning erum við með bílastæði undir þaki, þannig að við getum verið í skjóli þar,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að útiæfingar hjá stöðinni hefjist aftur á morgun, eftir að henni var lokað á laugardag. Eins segist hann skilja að lögreglan hafi getað túlkað reglurnar á þann hátt að útiæfingar væru óheimilar. „Það er allavega búið að úrskurða um þetta, þannig það er engin spurning um þetta núna,“ segir Brynjar og kveðst ánægður að geta hafið útiæfingar að nýju. CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Ég heyrði bara í lögreglunni, sem staðfesti að það hefði komið tölvupóstur um að þetta væri heimilt,“ segir Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu. Hann hafi í kjölfarið fengið staðfestingu frá heilbrigðisráðuneytinu um að útiæfingar væru heimilar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Stöðvar mega bjóða upp á útiæfingar svo lengi sem fjöldatakmarkanir upp á tíu manns eru virtar og tveir metrar eru á milli fólks, líkt og samkomubann vítt og breitt um landið gerir ráð fyrir. Þá er sett það viðbótarskilyrði að engir aðrir en þjálfarar sæki búnað inn í stöðvarnar og komi með út. Brynjar segir að aðstæður til útiæfinga séu með góðu móti hjá stöðinni. Brynjar Helgi kveðst ánægður að geta hafið æfingar að nýju.Facebook „Við erum bæði á bílaplaninu fyrir ofan hús og svo ef það er rigning erum við með bílastæði undir þaki, þannig að við getum verið í skjóli þar,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að útiæfingar hjá stöðinni hefjist aftur á morgun, eftir að henni var lokað á laugardag. Eins segist hann skilja að lögreglan hafi getað túlkað reglurnar á þann hátt að útiæfingar væru óheimilar. „Það er allavega búið að úrskurða um þetta, þannig það er engin spurning um þetta núna,“ segir Brynjar og kveðst ánægður að geta hafið útiæfingar að nýju.
CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21