Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. desember 2020 12:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman eigi síðar en mánudaginn 28. desember í ljósi óvissu sem flokkurinn segir ríkja um komu bóluefna vegna covid-19. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að fundum Alþingis hafi verið frestað með formlegum hætti hinn 18. desember fram til 18. janúar. Á þeim sama degi hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutt Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu bóluefna. Þegar þingfundum hafi verið frestað með þessum hætti þurfi annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman eða að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Egill „Skil ekki hvað menn eru að tala um“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir óvissu eðlilega. „Auðvitað er óvissa í þessu sem mér finnst stjórnvöld hafa gert mjög góða grein fyrir. Í þessu eins og í faraldrinum, við erum búin að tala um það allan tímann að það er engin þjóð með samning við bóluefnaframleiðendur um nákvæma afhendingu og dreifingu, hvenær þau fá tiltekið magn og á hvaða tíma. Það er bara þannig. Og það eru ekki bara við Íslendingar, þetta er bara þannig að lyfjafyrirtækin geta ekki og vilja ekki gera þannig samning sem þau geta ekki staðið við,“ segir hann. „Við erum með upplýsingar núna um hvað við fáum mikið og hvenær út mars. Og allar Evrópuþjóðirnar eru í sömu sporum hvað það varðar. Þannig ég skil ekki hvað menn eru að tala um í þessu sambandi“ Píratar taka undir kröfu Miðflokksins.vísir/Vilhelm Píratar hafa tekið undir ósk Miðflokksins og segja aðhald með stjórnvöldum nauðsynlegt. Mikið sé um misvísandi upplýsingur um stöðu mála, það hafi valdið áhyggjum og óvissu sem þurfi að fá svör við. Svipað hljóð er í Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar. Hann segir misvísandi fréttir um stöðuna og að óvissan sem því fylgi sé ólíðandi. Eðlilegt sé að ríkisstjórnin skýri þessi mál. Krafa Miðflokksins sé því ekki óeðlileg. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman eigi síðar en mánudaginn 28. desember í ljósi óvissu sem flokkurinn segir ríkja um komu bóluefna vegna covid-19. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að fundum Alþingis hafi verið frestað með formlegum hætti hinn 18. desember fram til 18. janúar. Á þeim sama degi hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutt Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu bóluefna. Þegar þingfundum hafi verið frestað með þessum hætti þurfi annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman eða að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Egill „Skil ekki hvað menn eru að tala um“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir óvissu eðlilega. „Auðvitað er óvissa í þessu sem mér finnst stjórnvöld hafa gert mjög góða grein fyrir. Í þessu eins og í faraldrinum, við erum búin að tala um það allan tímann að það er engin þjóð með samning við bóluefnaframleiðendur um nákvæma afhendingu og dreifingu, hvenær þau fá tiltekið magn og á hvaða tíma. Það er bara þannig. Og það eru ekki bara við Íslendingar, þetta er bara þannig að lyfjafyrirtækin geta ekki og vilja ekki gera þannig samning sem þau geta ekki staðið við,“ segir hann. „Við erum með upplýsingar núna um hvað við fáum mikið og hvenær út mars. Og allar Evrópuþjóðirnar eru í sömu sporum hvað það varðar. Þannig ég skil ekki hvað menn eru að tala um í þessu sambandi“ Píratar taka undir kröfu Miðflokksins.vísir/Vilhelm Píratar hafa tekið undir ósk Miðflokksins og segja aðhald með stjórnvöldum nauðsynlegt. Mikið sé um misvísandi upplýsingur um stöðu mála, það hafi valdið áhyggjum og óvissu sem þurfi að fá svör við. Svipað hljóð er í Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar. Hann segir misvísandi fréttir um stöðuna og að óvissan sem því fylgi sé ólíðandi. Eðlilegt sé að ríkisstjórnin skýri þessi mál. Krafa Miðflokksins sé því ekki óeðlileg.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira