Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. desember 2020 16:17 Jenný, sextán ára, og Hrafnkell, þrettán ára, stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag. Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. „Mömmu finnst stress að eyða pening og þannig, þannig að við ferðumst í staðinn en útaf Covid þá getum við það ekki, þannig að við ákváðum bara að koma hingað,” segir Jenný. Þau hafa ferðast víða en Spánn og Svíþjóð standa upp úr hjá þeim. Þau segjast miklu frekar vilja ferðast en að halda jólin. „Við fáum alveg einhverja pakka frá frænku og frænda og ömmu og afa,” segir Jenný. „Við eigum líka bæði afmæli í desember,” bætir Hrafnkell við, en hann varð þrettán ára í gær. „Þetta er ekkert mikill munur, nema bara að það er ekki jólamatur eða jólatré heima,” segir Jenný. Vinir þeirra sýna jólaleysi þeirra skilning, þó einhverjum þyki það skrítið. „Ég er kölluð svona jólahatari, eða Grinch, því mér finnst jólin ekkert það skemmtileg. Þetta er bara ekkert mikið mál hjá okkur. Þeim finnst þetta frekar skrítið en eru ekkert á móti því, þau skilja þetta alveg,” segir Jenný. Vinir Hrafnkels kippa sér minna upp við þetta. „Þeim er alveg sama,” segir hann. Systkinin stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag og ætla að enda daginn á sýrlenska veitingastaðnum Mandi. Þau taka bæði fram að þeim þyki ánægjulegt að hafa getað gert gagn í dag og ætla að halda áfram sjálfboðaliðastörfum. Fréttastofa leit við í Hjálpræðishernum í dag en þar voru hátt í þrjú hundruð manns. Rætt er við Hannes Bjarnason, kaptein Hjálpræðishersins, í spilaranum hér fyrir neðan. Jól Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Mömmu finnst stress að eyða pening og þannig, þannig að við ferðumst í staðinn en útaf Covid þá getum við það ekki, þannig að við ákváðum bara að koma hingað,” segir Jenný. Þau hafa ferðast víða en Spánn og Svíþjóð standa upp úr hjá þeim. Þau segjast miklu frekar vilja ferðast en að halda jólin. „Við fáum alveg einhverja pakka frá frænku og frænda og ömmu og afa,” segir Jenný. „Við eigum líka bæði afmæli í desember,” bætir Hrafnkell við, en hann varð þrettán ára í gær. „Þetta er ekkert mikill munur, nema bara að það er ekki jólamatur eða jólatré heima,” segir Jenný. Vinir þeirra sýna jólaleysi þeirra skilning, þó einhverjum þyki það skrítið. „Ég er kölluð svona jólahatari, eða Grinch, því mér finnst jólin ekkert það skemmtileg. Þetta er bara ekkert mikið mál hjá okkur. Þeim finnst þetta frekar skrítið en eru ekkert á móti því, þau skilja þetta alveg,” segir Jenný. Vinir Hrafnkels kippa sér minna upp við þetta. „Þeim er alveg sama,” segir hann. Systkinin stóðu vaktina í Hjálpræðishernum í dag og ætla að enda daginn á sýrlenska veitingastaðnum Mandi. Þau taka bæði fram að þeim þyki ánægjulegt að hafa getað gert gagn í dag og ætla að halda áfram sjálfboðaliðastörfum. Fréttastofa leit við í Hjálpræðishernum í dag en þar voru hátt í þrjú hundruð manns. Rætt er við Hannes Bjarnason, kaptein Hjálpræðishersins, í spilaranum hér fyrir neðan.
Jól Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira