Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 11:48 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. Líkt og fjallað var um í fjölmiðlum í gær hefur Bjarni sætt mikilli gagnrýni vegna málsins enda voru í samkvæminu mun fleiri saman komnir en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir og sóttvörunum ábótavant. „Á aðfangadag rigndi gagnrýni yfir Bjarna Benediksson, forystumann í stjórnmálum, sem var gripinn af lögreglu við að brjóta strangar reglur um samkomutakmarkanir,“ segir ennfremur í frétt B.T. þar sem vitnað er í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið og málsatvikum lýst. Þá er einnig vitnað í Facebook-færslu Jóns Magnúsar Jóhannessonar læknis sem er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ráðherrann og kallar eftir tafarlausri afsögn hans. Sömuleiðis er vitnað í gagnrýni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þá fylgir fréttinni dönsk þýðing á Facebook-færslu Bjarna frá því í gær þar sem hann biðst afsökunar á málinu. B.T. er ekki eini norræni fjölmiðillinn sem fjallar um málið í dag en það gerir norska blaðið VG til að mynda einnig. „Íslenska lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu samkvæmi þar sem á milli 40 og 50 manns voru saman komnir sem fól í sér brot á sóttvarnareglum. Í veislunni var einnig ráðherra í íslensku ríkisstjórninni,“ segir í frétt VG. Finnska blaðið Iltalehti fjallar einnig um málið þar sem meðal annars er vitnað í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem segir það afar slæmt þegar ráðamenn fylgi ekki settum reglum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Líkt og fjallað var um í fjölmiðlum í gær hefur Bjarni sætt mikilli gagnrýni vegna málsins enda voru í samkvæminu mun fleiri saman komnir en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir og sóttvörunum ábótavant. „Á aðfangadag rigndi gagnrýni yfir Bjarna Benediksson, forystumann í stjórnmálum, sem var gripinn af lögreglu við að brjóta strangar reglur um samkomutakmarkanir,“ segir ennfremur í frétt B.T. þar sem vitnað er í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið og málsatvikum lýst. Þá er einnig vitnað í Facebook-færslu Jóns Magnúsar Jóhannessonar læknis sem er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ráðherrann og kallar eftir tafarlausri afsögn hans. Sömuleiðis er vitnað í gagnrýni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þá fylgir fréttinni dönsk þýðing á Facebook-færslu Bjarna frá því í gær þar sem hann biðst afsökunar á málinu. B.T. er ekki eini norræni fjölmiðillinn sem fjallar um málið í dag en það gerir norska blaðið VG til að mynda einnig. „Íslenska lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu samkvæmi þar sem á milli 40 og 50 manns voru saman komnir sem fól í sér brot á sóttvarnareglum. Í veislunni var einnig ráðherra í íslensku ríkisstjórninni,“ segir í frétt VG. Finnska blaðið Iltalehti fjallar einnig um málið þar sem meðal annars er vitnað í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem segir það afar slæmt þegar ráðamenn fylgi ekki settum reglum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira