Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Birgir Olgeirsson skrifar 25. desember 2020 13:01 Formenn stjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra baðst í gær afsökunar á að hafa verið í samkvæmi sem lögreglan leysti upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu vegna brota á sóttvarnarreglum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að sóttvarnaráðstafanir væru til að fara eftir þeim. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir þetta mál eiga eftir að reynast ríkisstjórninni erfitt. „Þetta er auðvitað mjög erfitt fyrir samstarfið. Málið er fyrst og fremst allnokkuð vandræðalegt og það auðvitað veldur töluverðum titringi innan ríkisstjórnar samstarfsins. Þetta kemur líka á tíma þar sem er fari að gæta töluverðrar þreytu varðandi sóttvarnaráðstafanir. Helsti forystumaður ríkisins fer á sveig við þær reglur. Það verður til þess að draga þróttinn að mörgu leyti úr þessum ráðstöfunum, og eykur erfiðleikana í samstarfinu, sem mátti ekki einfaldlega við mjög miklu,“ segir Eiríkur Bergmann. Líkur séu á að málið muni reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. „Það er ýmislegt sem bendir til að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu ekki jafn fylgjandi sóttvarnareglum og kjósendur Vinstri grænna. Eigi að síður er það þannig að við erum að tala um forystumann í ríkisstjórn sem setur þessar reglur. Mér finnst þetta lýsa því hversu íþyngjandi margt af þessu er. Ráðamenn eru að setja reglur sem þeir treysta sér ekki fyllilega til að fara eftir sjálfir. Það er auðvitað líka rétt að það er ekki víst að þetta komi harðar niður á Sjálfstæðisflokknum en samstarfsflokkunum þegar upp er staðið,“ segir Eiríkur. Fjármálaráðherra hafi staðið ýmislegt af sér á löngum ferli og eigi talsvert inni í stjórnmálum. Lögreglan er þó enn með málefni Ásmundasalar til rannsóknar. „Og það er í sjálfu sér ekkert endilega sem bendir til að hann verði neyddur til afsagnar alveg í bráð,“ segir Eiríkur og telur ekki fráleitt að halda að Bjarni muni standa þessa hríð af sér. Formaður Sjálfstæðisflokksins sé þó laskaður, í það minnsta til skamms tíma, svo eigi eftir að koma í ljós hvort eitthvað muni eima af málinu síðar meir. Hann segir marga þætti ráða því hvort ríkisstjórnarsamstarf lifi af svona atvik. Lítið sé þó að sjá í yfirlýsingum stjórnmálamanna sem gefi til kynna að svo stöddu að ríkisstjórnin falli út af þessu máli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra baðst í gær afsökunar á að hafa verið í samkvæmi sem lögreglan leysti upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu vegna brota á sóttvarnarreglum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að sóttvarnaráðstafanir væru til að fara eftir þeim. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir þetta mál eiga eftir að reynast ríkisstjórninni erfitt. „Þetta er auðvitað mjög erfitt fyrir samstarfið. Málið er fyrst og fremst allnokkuð vandræðalegt og það auðvitað veldur töluverðum titringi innan ríkisstjórnar samstarfsins. Þetta kemur líka á tíma þar sem er fari að gæta töluverðrar þreytu varðandi sóttvarnaráðstafanir. Helsti forystumaður ríkisins fer á sveig við þær reglur. Það verður til þess að draga þróttinn að mörgu leyti úr þessum ráðstöfunum, og eykur erfiðleikana í samstarfinu, sem mátti ekki einfaldlega við mjög miklu,“ segir Eiríkur Bergmann. Líkur séu á að málið muni reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. „Það er ýmislegt sem bendir til að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu ekki jafn fylgjandi sóttvarnareglum og kjósendur Vinstri grænna. Eigi að síður er það þannig að við erum að tala um forystumann í ríkisstjórn sem setur þessar reglur. Mér finnst þetta lýsa því hversu íþyngjandi margt af þessu er. Ráðamenn eru að setja reglur sem þeir treysta sér ekki fyllilega til að fara eftir sjálfir. Það er auðvitað líka rétt að það er ekki víst að þetta komi harðar niður á Sjálfstæðisflokknum en samstarfsflokkunum þegar upp er staðið,“ segir Eiríkur. Fjármálaráðherra hafi staðið ýmislegt af sér á löngum ferli og eigi talsvert inni í stjórnmálum. Lögreglan er þó enn með málefni Ásmundasalar til rannsóknar. „Og það er í sjálfu sér ekkert endilega sem bendir til að hann verði neyddur til afsagnar alveg í bráð,“ segir Eiríkur og telur ekki fráleitt að halda að Bjarni muni standa þessa hríð af sér. Formaður Sjálfstæðisflokksins sé þó laskaður, í það minnsta til skamms tíma, svo eigi eftir að koma í ljós hvort eitthvað muni eima af málinu síðar meir. Hann segir marga þætti ráða því hvort ríkisstjórnarsamstarf lifi af svona atvik. Lítið sé þó að sjá í yfirlýsingum stjórnmálamanna sem gefi til kynna að svo stöddu að ríkisstjórnin falli út af þessu máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17