Pökkuðu saman í rafmagnsleysinu og fluttu jólin yfir til tengdó Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2020 11:30 Vart er hægt að hugsa sér verri tíma til að missa út rafmagnið og þann þegar verið er að hafa til sjálfa hátíðarmáltíðina að kvöldi aðfangadags. aðsendar Rafmagnslaust varð á allra versta tíma í nýju hverfi á Selfossi eða að kvöldi aðfangadags. Jólamaturinn fór fyrir lítið. „Já, það má segja að Rarik hafi stolið jólunum frá okkur og fleiri fjölskyldum,“ segir Sævar Andri Árnason húsasmiður og íbúi í Löndunum, nýju hverfi á Selfossi í samtali við Vísi. Sævar og fjölskylda, eiginkona og tvær dætur, voru í óða önn við að undirbúa sjálfa jólamáltíðina; hamborgarhryggurinn var í ofninum, sósan að taka sig á hellunni og verið var að gera allt sem tilheyrir klárt. „Við vorum að reyna að brúna kartöflur. Þá datt rafmagnið út.“ Þau biðu í þrjú korter eða til klukkan korter yfir sex og þá datt rafmagnið inn aftur og þau keyrðu matseldina í gang en þá datt rafmagnið út aftur. „Þá fer út annar fasi,“ segir Sævar. Einhverjir náðu að elda jólamáltíðina á prímus Hann hringdi í Rarik og sá sem þar var fyrir svörum var mjög undrandi á því að þetta væri dottið út aftur. En það var þá þessi fasi tvö. Þá varð fjölskyldunni nóg boðið. „Við erum með eina sjö ára og aðra eins árs. Við frúin tókum fjölskyldufund. Við vissum ekki hversu lengi þessi seinni bilun myndi vara. Þar sem við erum í lítilli og nettri íbúð höfðum við ekki allt okkar hafurtak hjá okkur. Einhverjir gátu eldað sósuna á prímus úti í bílskúr og snæddu þá við kertaljós. Konan hringdi í móður sína, við eigum góða að á Selfossi, þannig að við tókum saman allt okkar pakkadót og fengum mat hjá þeim. Hátíðarmáltíðin sjálf var farin í vaskinn. Þú gerir ekkert litlum börnum, sem eru spennt yfir pökkunum, það að látið þau bíða endalaust.“ Svipmyndir úr rafmagnsleysinu á Selfossi á aðfangadagskvöld. Einhverjir gripu til þess að elda hátíðarkvöldverðinn á prímus. Selfyssingar kunna að bjarga sér ef svo ber undir.aðsend Þau drifu sig því yfir til tengdaforeldra Sævars sem tóku fagnandi á móti þeim. Sem betur fer áttu þau nægan mat. Sævar segir að það séu ekki síst viðbrögð Rarik sem standi í sér. „Já, mér finnst þetta lélegt,“ segir Sævar og vísar til þess að hvorki hafi heyrst þaðan hósti né stuna. „Engin afsökunarbeiðni eða neitt. Réttast væri að þeir borguðu jólamatinn fyrir alla í þessu hverfi. Þó fólk taki þessu með ró og reyni að hafa þetta sem best og eftirminnilegt, þá er þetta lélegt.“ RARIK harmar mistökin Rósant Guðmundsson kynningarstjóri RARIK segir allt þetta sem Sævar talar um og að RARIK snýr sannleikanum samkvæmt. Hann segir að á svæðisvaktinni hafi verið gerð þau mistök að ekki voru send út, eins og jafnan er gert, tilkynning til notenda. „Það kom fát á mannskapinn þó vert sé að halda því til haga að vinnuflokkarnir vinna frábært starf við oft erfiðar aðstæður á vettvangi. Þetta er svo krítískur tími og menn voru að einbeita sér að því að koma rafmagninu á. En þegar verður fyrirvaralaus truflun senda menn út tilkynningu alla jafna. Þó ljóst sé að komið sé rafmagnsleysi. Og láta vita að verið sé að leita að bilum. Og svo að venju er send út tilkynning og þar sem beðist er velvirðingar. Mistök að það var ekki gert,“ segir Rósant. Í fátinu við að bjarga biluninni á hinum krítíska tíma fórst fyrir að senda út tilkynningu og afsökunarbeiðni. Hún berst með seinni skipunum, hér og nú.RARIK Hann útskýrir að múffa í jarðstreng sem fæðir hverfið hafi brunnið. Það þurfti að staðsetja hana og svo var hverfið fætt frá öðrum stað, á endanum. „Við náttúrlega biðjumst velvirðingar á því að ekki var út send tilkynning, sem eðlilegt er í slíku tilfelli.“ Rósant segir athyglisvert að yfirleitt sé ekki svona mikið álag á aðfangadegi. Fólk hópist yfirleitt meira saman og þá myndast ekki eins mikið álag á kerfið. Nú hins vegar var fólk dreifðara vegna kórónuveirunnar og þar með fleiri tæki í gangi. „Sem gæti verið ástæðan fyrir því að múffan brann. Við verðum að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og biðjumst innilega afsökunar á þessu. Kannski seint að senda þá afsökunarbeiðni út viku seinna en virkilega leiðinleg mistök sem áttu sér stað þarna,“ segir Rósant. Hann segir eðlilegt að fólk sé pirrað, þetta sé krítískur tími sú var einmitt ástæðan fyrir því að menn gleymdu sér í fátinu. Og tilkynningskyldan fór forgörðum. Jól Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
„Já, það má segja að Rarik hafi stolið jólunum frá okkur og fleiri fjölskyldum,“ segir Sævar Andri Árnason húsasmiður og íbúi í Löndunum, nýju hverfi á Selfossi í samtali við Vísi. Sævar og fjölskylda, eiginkona og tvær dætur, voru í óða önn við að undirbúa sjálfa jólamáltíðina; hamborgarhryggurinn var í ofninum, sósan að taka sig á hellunni og verið var að gera allt sem tilheyrir klárt. „Við vorum að reyna að brúna kartöflur. Þá datt rafmagnið út.“ Þau biðu í þrjú korter eða til klukkan korter yfir sex og þá datt rafmagnið inn aftur og þau keyrðu matseldina í gang en þá datt rafmagnið út aftur. „Þá fer út annar fasi,“ segir Sævar. Einhverjir náðu að elda jólamáltíðina á prímus Hann hringdi í Rarik og sá sem þar var fyrir svörum var mjög undrandi á því að þetta væri dottið út aftur. En það var þá þessi fasi tvö. Þá varð fjölskyldunni nóg boðið. „Við erum með eina sjö ára og aðra eins árs. Við frúin tókum fjölskyldufund. Við vissum ekki hversu lengi þessi seinni bilun myndi vara. Þar sem við erum í lítilli og nettri íbúð höfðum við ekki allt okkar hafurtak hjá okkur. Einhverjir gátu eldað sósuna á prímus úti í bílskúr og snæddu þá við kertaljós. Konan hringdi í móður sína, við eigum góða að á Selfossi, þannig að við tókum saman allt okkar pakkadót og fengum mat hjá þeim. Hátíðarmáltíðin sjálf var farin í vaskinn. Þú gerir ekkert litlum börnum, sem eru spennt yfir pökkunum, það að látið þau bíða endalaust.“ Svipmyndir úr rafmagnsleysinu á Selfossi á aðfangadagskvöld. Einhverjir gripu til þess að elda hátíðarkvöldverðinn á prímus. Selfyssingar kunna að bjarga sér ef svo ber undir.aðsend Þau drifu sig því yfir til tengdaforeldra Sævars sem tóku fagnandi á móti þeim. Sem betur fer áttu þau nægan mat. Sævar segir að það séu ekki síst viðbrögð Rarik sem standi í sér. „Já, mér finnst þetta lélegt,“ segir Sævar og vísar til þess að hvorki hafi heyrst þaðan hósti né stuna. „Engin afsökunarbeiðni eða neitt. Réttast væri að þeir borguðu jólamatinn fyrir alla í þessu hverfi. Þó fólk taki þessu með ró og reyni að hafa þetta sem best og eftirminnilegt, þá er þetta lélegt.“ RARIK harmar mistökin Rósant Guðmundsson kynningarstjóri RARIK segir allt þetta sem Sævar talar um og að RARIK snýr sannleikanum samkvæmt. Hann segir að á svæðisvaktinni hafi verið gerð þau mistök að ekki voru send út, eins og jafnan er gert, tilkynning til notenda. „Það kom fát á mannskapinn þó vert sé að halda því til haga að vinnuflokkarnir vinna frábært starf við oft erfiðar aðstæður á vettvangi. Þetta er svo krítískur tími og menn voru að einbeita sér að því að koma rafmagninu á. En þegar verður fyrirvaralaus truflun senda menn út tilkynningu alla jafna. Þó ljóst sé að komið sé rafmagnsleysi. Og láta vita að verið sé að leita að bilum. Og svo að venju er send út tilkynning og þar sem beðist er velvirðingar. Mistök að það var ekki gert,“ segir Rósant. Í fátinu við að bjarga biluninni á hinum krítíska tíma fórst fyrir að senda út tilkynningu og afsökunarbeiðni. Hún berst með seinni skipunum, hér og nú.RARIK Hann útskýrir að múffa í jarðstreng sem fæðir hverfið hafi brunnið. Það þurfti að staðsetja hana og svo var hverfið fætt frá öðrum stað, á endanum. „Við náttúrlega biðjumst velvirðingar á því að ekki var út send tilkynning, sem eðlilegt er í slíku tilfelli.“ Rósant segir athyglisvert að yfirleitt sé ekki svona mikið álag á aðfangadegi. Fólk hópist yfirleitt meira saman og þá myndast ekki eins mikið álag á kerfið. Nú hins vegar var fólk dreifðara vegna kórónuveirunnar og þar með fleiri tæki í gangi. „Sem gæti verið ástæðan fyrir því að múffan brann. Við verðum að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og biðjumst innilega afsökunar á þessu. Kannski seint að senda þá afsökunarbeiðni út viku seinna en virkilega leiðinleg mistök sem áttu sér stað þarna,“ segir Rósant. Hann segir eðlilegt að fólk sé pirrað, þetta sé krítískur tími sú var einmitt ástæðan fyrir því að menn gleymdu sér í fátinu. Og tilkynningskyldan fór forgörðum.
Jól Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira