Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins 2020 Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 31. desember 2020 10:58 Heilbrigðisstarfsmaðurinn er maður ársins 2020 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstarfsmaðurinn er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Niðurstaðan var kynnt í Reykjavík árdegis í morgun. Niðurstaðan var afgerandi en af tæplega 25 þúsund atkvæðum fékk heilbrigðisstarfsmaðurinn tvöfalt fleiri en næsti maður eða 8965 atkvæði. Um árlega útnefningu er að ræða en um miðjan desember var lesendum og hlustendum gefinn kostur á að tilnefna fólk til nafnbótarinnar. Um fimm þúsund tilnefningar bárust og hafa þær aldrei verið fleiri. Úr urðu tíu valmöguleikar sem undanfarna viku hefur verið hægt að greiða sitt atkvæði. Sem fyrr segir hlaut heilbrigðisstarfsmaðurinn afgerandi kosningu enda mikið mætt á honum á Covid-19 árinu 2020 sem svo mætti kalla. Í öðru sæti var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar með 4365 atkvæði og skammt á eftir honum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með 4084 atkvæði. Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í ströngu á árinu, líkt og svo margt annað heilbirgðisstarfsfólk, einkum við að taka sýni í skimun fyrir kórónuveirunni.Vísir/Vilhelm Aðrir sem voru tilnefndir voru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Hildur Guðnadóttir tónskáld, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Helgi Björnsson söngvari, Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona og Alma Möller landlæknir. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðingar, var til viðtals í þættinum Reykjavík árdegis í morgun sem fulltrúi heilbrigðisstarfsmanna þegar úrslitin voru tilkynnt. „Þetta er náttúrlega búið að vera ótrúlega annastamt ár og við lögðum nú af stað upp í þetta ár sem mjög annasamt ár út af því að þetta ár er helgað hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ sagði Guðbjörg. „En það að árið yrði svona óraði engan fyrir.“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Erla Björg Samhliða baráttunni við heimsfaraldur kórónuveiru luku hjúkrunarfræðingar við kjarabaráttu, sem staðið hafði yfir í 18 mánuði, með undirritun kjarasamnings. „Þannig að þetta er nú heldur betur farið að segja til sín,“ sagði Guðbjörg. „Þó við höfum ekki lagt svona árið upp, og ætluðum að fagna ári hjúkrunarfræðinga á þennan hátt, þá finnst mér árið hafa sýnt það að þetta er, eftir sem áður, ár hjúkrunarfræðinga.“ Guðbjörg var spurð hvernig heilbrigðisstarfsfólki sem starfar í framlínu hafi reitt af í baráttunni við covid-19. Heilbrigðsstarfsfólk tók á móti skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni þegar togarinn kom í land með veika áhöfn sem hafði smitast af covid-19. Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það sem mér finnst hafa einkennt hjúkrunarfræðinga er þessi segla og þetta úthald sem stéttin hefur haft. Og þetta er það sem hjúkrunarfræðingar gera, þeir bara setja undir sig höfuðið og við erum hérna mætt. Við erum hér til að sinna sjúklingunum og aðstandendum og við bara gerum það sama hvað á dynur,“ svaraði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafi sannarlega látið vinnuna ganga fyrir einkalífið. „Þetta lýsir sér best í þeim viðtölum sem við höfum séð á árinu við hjúkrunarfræðinga, þegar við höfum verið að fara í gegnum það að til þess að geta stundað sína vinnu og sinnt sínum skjólstæðingum þá hafa þeir þurft að setja svo margt, margt annað til hliðar.“ Heilbrigðisstarfsmenn voru meðal hinna fyrstu til að vera bólusettir gegn covid-19 eftir að fyrsta sending bóluefnis kom til landsins.Vísir/Vilhelm „Hjúkrunarfræðingar fara ekki og versla til heimilisins, þeir hitta ekki vini og kunningja, þeir fara bara á vaktina og koma svo heim af vaktinni,“ sagði Guðbjörg. „Við erum langt komin inn í seinni hálfleikinn, en við verðum að klára þetta. Þó að bóluefnið sé komið þá verðum við að halda áfram og við verðum að klára þetta saman. Því það vill enginn fara aftur í fjórða faraldurinn,“ sagði Guðbjörg. Fréttastofa óskar heilbrigðisstarfsfólki um land allt til hamingju með útnefninguna. Vísir/Vilhelm Áramót Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Fréttir ársins 2020 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Um árlega útnefningu er að ræða en um miðjan desember var lesendum og hlustendum gefinn kostur á að tilnefna fólk til nafnbótarinnar. Um fimm þúsund tilnefningar bárust og hafa þær aldrei verið fleiri. Úr urðu tíu valmöguleikar sem undanfarna viku hefur verið hægt að greiða sitt atkvæði. Sem fyrr segir hlaut heilbrigðisstarfsmaðurinn afgerandi kosningu enda mikið mætt á honum á Covid-19 árinu 2020 sem svo mætti kalla. Í öðru sæti var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar með 4365 atkvæði og skammt á eftir honum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með 4084 atkvæði. Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í ströngu á árinu, líkt og svo margt annað heilbirgðisstarfsfólk, einkum við að taka sýni í skimun fyrir kórónuveirunni.Vísir/Vilhelm Aðrir sem voru tilnefndir voru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Hildur Guðnadóttir tónskáld, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Helgi Björnsson söngvari, Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona og Alma Möller landlæknir. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðingar, var til viðtals í þættinum Reykjavík árdegis í morgun sem fulltrúi heilbrigðisstarfsmanna þegar úrslitin voru tilkynnt. „Þetta er náttúrlega búið að vera ótrúlega annastamt ár og við lögðum nú af stað upp í þetta ár sem mjög annasamt ár út af því að þetta ár er helgað hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ sagði Guðbjörg. „En það að árið yrði svona óraði engan fyrir.“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Erla Björg Samhliða baráttunni við heimsfaraldur kórónuveiru luku hjúkrunarfræðingar við kjarabaráttu, sem staðið hafði yfir í 18 mánuði, með undirritun kjarasamnings. „Þannig að þetta er nú heldur betur farið að segja til sín,“ sagði Guðbjörg. „Þó við höfum ekki lagt svona árið upp, og ætluðum að fagna ári hjúkrunarfræðinga á þennan hátt, þá finnst mér árið hafa sýnt það að þetta er, eftir sem áður, ár hjúkrunarfræðinga.“ Guðbjörg var spurð hvernig heilbrigðisstarfsfólki sem starfar í framlínu hafi reitt af í baráttunni við covid-19. Heilbrigðsstarfsfólk tók á móti skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni þegar togarinn kom í land með veika áhöfn sem hafði smitast af covid-19. Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það sem mér finnst hafa einkennt hjúkrunarfræðinga er þessi segla og þetta úthald sem stéttin hefur haft. Og þetta er það sem hjúkrunarfræðingar gera, þeir bara setja undir sig höfuðið og við erum hérna mætt. Við erum hér til að sinna sjúklingunum og aðstandendum og við bara gerum það sama hvað á dynur,“ svaraði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafi sannarlega látið vinnuna ganga fyrir einkalífið. „Þetta lýsir sér best í þeim viðtölum sem við höfum séð á árinu við hjúkrunarfræðinga, þegar við höfum verið að fara í gegnum það að til þess að geta stundað sína vinnu og sinnt sínum skjólstæðingum þá hafa þeir þurft að setja svo margt, margt annað til hliðar.“ Heilbrigðisstarfsmenn voru meðal hinna fyrstu til að vera bólusettir gegn covid-19 eftir að fyrsta sending bóluefnis kom til landsins.Vísir/Vilhelm „Hjúkrunarfræðingar fara ekki og versla til heimilisins, þeir hitta ekki vini og kunningja, þeir fara bara á vaktina og koma svo heim af vaktinni,“ sagði Guðbjörg. „Við erum langt komin inn í seinni hálfleikinn, en við verðum að klára þetta. Þó að bóluefnið sé komið þá verðum við að halda áfram og við verðum að klára þetta saman. Því það vill enginn fara aftur í fjórða faraldurinn,“ sagði Guðbjörg. Fréttastofa óskar heilbrigðisstarfsfólki um land allt til hamingju með útnefninguna. Vísir/Vilhelm
Áramót Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Fréttir ársins 2020 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent