Snarpur jarðskjálfti við Reykjanestá Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 10:49 Skjálftinn varð á Reykjanestá. Vísir/vilhelm Jarðskjálfti að stærð 4,2 varð klukkan 10:32 við Reykjanestá, um þrjá kílómetra norðvestur af Gunnuhver, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst m.a. á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu, til að mynda á Veðurstofunni sjálfri. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að nokkrir minni eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Enn sé verið að vinna í því að mæla stærð þeirra. Engin merki eru um gosóróa. Líkt og áður segir fannst skjálftinn víða á suðvesturhorninu, líkt og færslur á samfélagsmiðlum nú í morgun sýna. Bryndís segir að nokkrir tugir tilkynninga um skjálftann hafi þegar borist Veðurstofunni. Var þetta jarðskjálfti?— Sæborg Ninja [hún/her] (@saeborgninja) March 18, 2020 Niðurstöður jarðskorpumælinga við fjallið Þorbjörn sýna að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju. Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar en virðist eiga upptök á svipuðum slóðum. Líklegasta skýringin er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju. Bryndís segir erfitt að segja hvort skjálftinn í dag tengist landrisinu við Þorbjörn. Skjálftinn hafi átt upptök sín á öðru svæði og þá mælist áframhaldandi skjálftavirkni við Þorbjörn. Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík í síðustu viku. Líkt og í dag varð skjálftans víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís segir að upptök skjálftans í dag séu töluvert langt frá upptökum stóra skjálftans í síðustu viku. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 Skjálftinn var 5,2 að stærð Jarðskjálfti upp á um stærð 5,2 varð um klukkan 10:26 nálægt Grindavík 12. mars 2020 10:33 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 4,2 varð klukkan 10:32 við Reykjanestá, um þrjá kílómetra norðvestur af Gunnuhver, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst m.a. á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu, til að mynda á Veðurstofunni sjálfri. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að nokkrir minni eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Enn sé verið að vinna í því að mæla stærð þeirra. Engin merki eru um gosóróa. Líkt og áður segir fannst skjálftinn víða á suðvesturhorninu, líkt og færslur á samfélagsmiðlum nú í morgun sýna. Bryndís segir að nokkrir tugir tilkynninga um skjálftann hafi þegar borist Veðurstofunni. Var þetta jarðskjálfti?— Sæborg Ninja [hún/her] (@saeborgninja) March 18, 2020 Niðurstöður jarðskorpumælinga við fjallið Þorbjörn sýna að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju. Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar en virðist eiga upptök á svipuðum slóðum. Líklegasta skýringin er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju. Bryndís segir erfitt að segja hvort skjálftinn í dag tengist landrisinu við Þorbjörn. Skjálftinn hafi átt upptök sín á öðru svæði og þá mælist áframhaldandi skjálftavirkni við Þorbjörn. Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík í síðustu viku. Líkt og í dag varð skjálftans víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís segir að upptök skjálftans í dag séu töluvert langt frá upptökum stóra skjálftans í síðustu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 Skjálftinn var 5,2 að stærð Jarðskjálfti upp á um stærð 5,2 varð um klukkan 10:26 nálægt Grindavík 12. mars 2020 10:33 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira
Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42
Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08
Skjálftinn var 5,2 að stærð Jarðskjálfti upp á um stærð 5,2 varð um klukkan 10:26 nálægt Grindavík 12. mars 2020 10:33