Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2020 12:05 Frá fundinum í Seðlabankanum í morgun. Vísir/Sigurjón Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. Seðlabankinn lækkaði megin vexti sína í annað sinn á viku í stóru skrefi um 0,5 prósentur í dag og hafa þeir þá lækkað um eitt prósentustig frá því á miðvikudag í síðustu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi einnig frá því að bankinn bætt lánsfjárstöðu fjármálastofnana með því að afnema tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka. „Sveiflujöfnunaraukinn telur eitthvað um 60 milljarða. Þetta eru sérstakar eiginfjárkvaðir á bönkunum. Eigið fé sem bönkunum var skipað að halda til haga til að geta brugðist við niðursveiflu og útlánatapi. Það sem mun gerast núna er það að við erum að losa þennan auka og gera þeim kleift í rauninni að nota þetta eigið fé mögulega til að mæta tapi eða lána út ný útlán,“ segir Ásgeir Enda hafi Seðlabankinn tröllatrú á íslensku efnahagslífi sem nú gangi í gegnum tímabundna erfiðleika vegna Covid-19 veirunnar. „Á sama tíma líka og sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður er það með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta er mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri fundaði með forystufólki Landssamtaka lífeyrissjóða í gær um gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna en þeir fjárfestu í erlendum gjaldmiðlum í öðrum löndum fyrir 120 milljarða króna á síðasta ári. Í framhaldinu hvöttu landssamtökin alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins muni fyrirsjáanlega tímabundið dragast saman. Þetta hvetur lífeyrissjóðina einnig til að fjárfesta meira innanlands. Bankarnir geta endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar Gengi krónunnar hefur fallið um tíu prósent frá áramótum og segir Ásgeir það eðlilegt þegar landið verði fyrir áföllum. Seðlabankinn eigi góðan gjaldeyrisforða upp á 930 milljarða og bankarnir standi vel. „Bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Bæði eru þeir fullir af eiginfé, 25 prósent, líka fullir af lausu fé. Þeir eiga líka gjaldeyriseignir sem geta staðið að baki öllum erlendum greiðslum sem standa að þeim á þessu ári. Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda og við erum að gefa þeim svigrúm með sveiflujöfnunaraukanum til að gera það,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. Seðlabankinn lækkaði megin vexti sína í annað sinn á viku í stóru skrefi um 0,5 prósentur í dag og hafa þeir þá lækkað um eitt prósentustig frá því á miðvikudag í síðustu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi einnig frá því að bankinn bætt lánsfjárstöðu fjármálastofnana með því að afnema tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka. „Sveiflujöfnunaraukinn telur eitthvað um 60 milljarða. Þetta eru sérstakar eiginfjárkvaðir á bönkunum. Eigið fé sem bönkunum var skipað að halda til haga til að geta brugðist við niðursveiflu og útlánatapi. Það sem mun gerast núna er það að við erum að losa þennan auka og gera þeim kleift í rauninni að nota þetta eigið fé mögulega til að mæta tapi eða lána út ný útlán,“ segir Ásgeir Enda hafi Seðlabankinn tröllatrú á íslensku efnahagslífi sem nú gangi í gegnum tímabundna erfiðleika vegna Covid-19 veirunnar. „Á sama tíma líka og sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður er það með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta er mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri fundaði með forystufólki Landssamtaka lífeyrissjóða í gær um gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna en þeir fjárfestu í erlendum gjaldmiðlum í öðrum löndum fyrir 120 milljarða króna á síðasta ári. Í framhaldinu hvöttu landssamtökin alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins muni fyrirsjáanlega tímabundið dragast saman. Þetta hvetur lífeyrissjóðina einnig til að fjárfesta meira innanlands. Bankarnir geta endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar Gengi krónunnar hefur fallið um tíu prósent frá áramótum og segir Ásgeir það eðlilegt þegar landið verði fyrir áföllum. Seðlabankinn eigi góðan gjaldeyrisforða upp á 930 milljarða og bankarnir standi vel. „Bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Bæði eru þeir fullir af eiginfé, 25 prósent, líka fullir af lausu fé. Þeir eiga líka gjaldeyriseignir sem geta staðið að baki öllum erlendum greiðslum sem standa að þeim á þessu ári. Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda og við erum að gefa þeim svigrúm með sveiflujöfnunaraukanum til að gera það,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira