Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. mars 2020 13:03 Það má vænta þess að ferðabönn Bandaríkjanna og ESB muni hafa mikil áhrif á afkomu Icelandair Group. Vísir/vilhelm Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. Þannig hefur gengi hlutabréfa í Arion banka, Fasteignafélögunum Eik og Reitum fallið um 7 til 8 prósent og um fjögurra prósenta lækkun hefur orðið á virði bréfa í Eimskipum, Símanum, Sýn og tryggingafélaginu VÍS. Úrvalsvísitalan hefur alls lækkað um liðlega 2,4 prósent það sem af er degi. Samtímis hefur gengi krónunar styrkst lítillega, eftir hrap síðustu daga. Lækkunin hefur alls num um 10 prósentum frá áramótum. Mest hefur krónan styrkst gagnvart pundi og norsku krónunni í dag, um næstum 2 prósent, en um tæplega 1 prósent gagnvart öðrum helstu viðskiptamyntum. Hækkun Icelandair í dag kemur í kjölfar kröfugrar lækkunar síðastliðinn mánuð. Hvert ríkið á fætur öðru hefur innleitt ferðatakmarkanir eða lokað landamærum sínum, sem skiljanlega hefur áhrif á rekstur flugfélags. Er nú svo komið að virði bréfa í félaginu er 3,4 og hefur þannig lækkað um rúm 65 prósent á einum mánuði. Áður en til kórónuveirunnar kom virtist Icelandair vera að rétta úr kútnum. Flutningstölur báru með sér að farþegum félagsins færi fjölgandi, þrátt fyrir kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna sem staðið hefur yfir í rétt rúmt ár. Þegar fór að kræla á kórónuveirunni brást Icelandair við með aflýsingu flugferða, fyrst voru 80 ferðir felldar niður en tekið fram að horft væri til þess að aflýsa fleiri ferðum. Steininn tók hins vegar úr þegar Bandaríkjastjórn tók fyrir flug til landsins og líklegt verður að teljast að sambærileg ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé ekki til þess fallin að fjölga ferðum Icelandair til Evrópu næstu vikurnar. Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. Þannig hefur gengi hlutabréfa í Arion banka, Fasteignafélögunum Eik og Reitum fallið um 7 til 8 prósent og um fjögurra prósenta lækkun hefur orðið á virði bréfa í Eimskipum, Símanum, Sýn og tryggingafélaginu VÍS. Úrvalsvísitalan hefur alls lækkað um liðlega 2,4 prósent það sem af er degi. Samtímis hefur gengi krónunar styrkst lítillega, eftir hrap síðustu daga. Lækkunin hefur alls num um 10 prósentum frá áramótum. Mest hefur krónan styrkst gagnvart pundi og norsku krónunni í dag, um næstum 2 prósent, en um tæplega 1 prósent gagnvart öðrum helstu viðskiptamyntum. Hækkun Icelandair í dag kemur í kjölfar kröfugrar lækkunar síðastliðinn mánuð. Hvert ríkið á fætur öðru hefur innleitt ferðatakmarkanir eða lokað landamærum sínum, sem skiljanlega hefur áhrif á rekstur flugfélags. Er nú svo komið að virði bréfa í félaginu er 3,4 og hefur þannig lækkað um rúm 65 prósent á einum mánuði. Áður en til kórónuveirunnar kom virtist Icelandair vera að rétta úr kútnum. Flutningstölur báru með sér að farþegum félagsins færi fjölgandi, þrátt fyrir kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna sem staðið hefur yfir í rétt rúmt ár. Þegar fór að kræla á kórónuveirunni brást Icelandair við með aflýsingu flugferða, fyrst voru 80 ferðir felldar niður en tekið fram að horft væri til þess að aflýsa fleiri ferðum. Steininn tók hins vegar úr þegar Bandaríkjastjórn tók fyrir flug til landsins og líklegt verður að teljast að sambærileg ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé ekki til þess fallin að fjölga ferðum Icelandair til Evrópu næstu vikurnar.
Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52