Spenser snýr aftur! En var eftirspurn eftir honum? Heiðar Sumarliðason skrifar 20. mars 2020 14:30 Mark Wahlberg og Winston Duke skýla sér bakvið bíl svo vondu kallarnir geti ekki skotið þá. Netflix frumsýndi nýlega kvikmyndina Spenser Confidential með Mark Wahlberg í titilhlutverkinu, en það er nýlunda að Wahlberg leiki í mynd sem ekki er frumsýnd í bíóhúsum og samstarf hans við Netflix því nýtt af nálinni. Ég verð að játa að fyrir áhorfið rannsakaði ég ekkert varðandi forsögu og tilurð þessarar myndar sem fjallar um lögreglumanninn Spenser sem gengur hrottalega í skrokk á (að hann heldur) spilltum yfirmanni sínum og er í kjölfarið dæmdur til nokkurra ára fangelsisvistar. Við hittum hann svo aftur þegar hann er u.þ.b. að losna úr steininum. Spenser er vart búinn að vera laus í einn dag þegar tveir lögreglumenn eru myrtir, m.a. fyrrnefndur yfirmaður sem hann gekk í skrokk á. Spenser getur ekki staðist það að rannsaka málið og er á endanum kominn með þrjú viðhengi sem einhverra hluta vegna eru áfjáð í að aðstoða hann. Að sjálfsögðu kemur hann þeim í heilmikla klípu og mega þau vera þakklát ef þau sleppa með líf og limi í heilu lagi. Viðhengi Spensers láta teyma sig í hvaða vitleysu sem er. Eins og að sitja á strætóbekk. Bíddu, hver er aftur þessi Spenser? Eftir á að hyggja er líklegast betra að þekkja tilurð myndarinnar ef maður ætlar ekki að rífa úr sér hárin á meðan áhorfinu stendur, en eins og áður sagði vissi ég ekkert um hana áður en ég ýtti á play-takkann. Það var ekki fyrr en eftir að ég kláraði myndina að titill hennar fór að hljóma kunnuglega. Spenser? Hvaðan þekkti ég þetta? Svo dúkkaði upp minning af föður mínum að segja þetta nafn, með tilhlökkun í röddu. „Spenser! Spenser er að byrja.“ Minningarnar byrjuðu þá að flæða yfir mig og skyndilega var ég kominn í stofuna á fyrstu hæð til hægri í Lyngmóum 5 í Garðabæ. Þarna sat ég átta ára gamall í brúna sófasettinu okkar með allri fjölskyldunni að horfa á dökkhærðan mann með skammbyssu. Já, Spenser! Auðvitað! Brotin voru að raðast saman. Ég opnaði gúgúl: „Spenser tv show.“ Og jú, þarna var þetta: Spenser: For Hire. 65 þættir, 1985-1988. Þarna er hann Spenser karlinn og með honum...Captain Sisko úr Star Trek Deep Space Nine! Nöfn þátta á borð við Miami Vice (Undirheimar Miami), Equalizer (Bjargvætturinn) og Hunter (sem fengu því miður ekki íslenskan titil) þekkja þeir sem horfðu grimmt á Stöð 2 á síðari hluta níunda áratugarins. Á laugardagskvöldum var svipaður þáttur á dagskrá stöðvarinnar sem hét jú, Spenser. Ég skil ekki hvers vegna hann er ekki jafn greyptur í minni mitt og fyrrnefndir þættir. Nafnið á kvikmyndinni Spenser Confidential kveikti engin hugrenningartengsl. Kannski af því titill þáttanna var ekki jafn sértækur og grípandi og þeirra fyrrnefndu. Það er t.d. mjög mikið bang í nafninu Hunter, á meðan Spenser: For Hire hljómar eins og nafn á þáttaröð um giggaló. Það er einhvernveginn eins og Spenser hafi ekki alveg náð jafn mikilli hylli og t.d. Hunter og Bjargvætturinn hjá átta ára mér. Ég á a.m.k. ekki margar minningar af áhorfinu, því er allt eins líklegt að þættirnir hafi ekki verið alveg jafn spennandi. Þið sem eruð eilítið eldri megið leiðrétta mig hafi ég rangt fyrir mér. Skorar ekki mörg stig Það sama má reyndar segja um kvikmyndina Spenser Confidential. Hún er ekki sérlega eftirminnileg. Hún gæti hafa skorað hærra ef ég hefði áttað mig á upprunanum, því á meðan áhorfinu stóð var ég í sífellu að hugsa: Þetta er eins og annars flokks sjónvarpsþáttur. Spenser Confidential er vart gild bíómynd, þó hún sé tæpir tveir tímar og fylgi hinni dæmigerðu þriggja leikþátta formúlu kvikmyndanna. Upplifunin er eins og maður sé að horfa á handahófskenndan þátt innan úr dæmigerðri 24 þátta seríu af færibandi ABC, NBC eða CBS. Það er líkt og höfundarnir hafi talið sig hafa einhverskonar frípassa varðandi vandvirkni og nákvæmni í vinnu sinni af því þetta er byggt á sjónvarpsþáttum og treyst á að áhorfandinn kunni að meta þennan kæruleysislega stíl. Vandinn er hinsvegar sá að vel flestir áhorfendur munu ekki átta sig á sjónvarpsþáttatengingunni. Sjálfur áttaði ég mig auðvitað ekki á henni og hugsaði í sífellu: Hvað er Mark Wahlberg að leika í þessu? Svo rifjaðist Mile 22 reyndar upp fyrir mér og ég mundi: Já, hann leikur mest lítið í góðum myndum þessa dagana. Mark Wahlberg og Peter Berg áttu ekki góðan dag með Mílu 22. Hundalógík. Það er í raun heilmikið verk að telja upp alla galla Spenser Confidential. Ég stikla því á stóru. Eitt helsta vandamál myndarinnar er misræmi í tóni. Hún verður kjánalegri eftir því sem á líður, eiginlega svo kjánaleg að uppgjör Spensers við „vondu kallana“ er hreinlega absúrd. Þetta eitt og sér væri raun ekki vandamál en hún byrjar hinsvegar ekki nægilega kjánalega til að styðja þau bjánalæti sem koma í kjölfarið og verður tónn myndarinnar því óreiðukenndur. Svo er einhver inngróin gildismatsbrenglun í sögunni allri og oft ekki heil brú í hvötum persóna. Í upphafi myndar gengur Spenser gróflega og öfgakennt í skrokk á manni. Það virðist eiga að vera persónu hans til tekna að hafa lúbarið þennan mann af því hann mögulega lagði hendur á konuna sína. Það er einhver ótrúlega amerísk þversögn í þessu atviki. Í atriðinu þurfti að rífa Spenser af manninum svo hann hreinlega myndi ekki murka úr honum lífið. Það sem verra er, við vitum í raun ekkert hvaðan áverkar konunnar komu. Við sjáum persónu Spensers ganga inn í kringumstæður sem hann veit ekkert um, draga ályktun og grimmilega ganga í skrokk á manni. Með þessu er gagnrýnilaust verið að upphefja hinn ótrúlega sorglega auga-fyrir-auga-tönn-fyrir-tönn-kúltúr sem svo margir Ameríkanar virðast trúa á. Reyndar er þessi sena meira svona bæði augun fyrir auga og fimm tennur fyrir tönn, ef út í það er farið. Dramatúrgískt er líka engin innstæða fyrir þessari ofbeldisgjörð. Eina túlkunin sem ég sé mögulega á þessari senu er að persóna Spensers sé hreinlega sturluð. En hann er hetjan okkar, þannig að við verðum bara að kaupa ómennskt ofbeldi hans sem eðlilegan hlut og jafnvel upphefja það. Spenser er mikill hundavinur og e.t.v. er hundalógík framvindunnar einhverskonar metafóra. Þetta leiðir til þess að sagan er gölluð á algjöru grunnstigi. Það hefði í raun verið mun betra ef Spenser hefði bara kýlt yfirmann sinn einu sinni áður en hann er stöðvaður. Svo hefði hann í framhaldi af því verið að ósekju dæmdur í mun lengra fangelsi en hann átti skilið og það vegna einhverrar spillingar í kerfinu. Það gæfi honum innistæðu fyrir mun meiri samhyggð áhorfenda. Þetta er í raun æpandi yfirsjón af hálfu kvikmyndagerðarmannanna, því stór hluti af þematískum grunni myndarinnar er gagnrýni á hina kerfislægu spillingu sem grasserar í bandarísku þjóðfélagi. Annar galli er hvernig persónurnar eru tengdar saman, það er svo kauðslega leyst að ég hugsaði alltaf: Hvað er þetta fólk að gera þarna með honum Spenser!? Það hefði þurft að jarðbinda þetta allt saman töluvert betur. Árið er 2020 og áhorfendur eru ekki jafn naív og þegar Spenser: For Hire var á skjám landsmanna. Þeir gera flestir t.d. kröfu um að kveikjan að gjörðum persóna sé almennilega rökstudd en persónur hér virðast gera hluti af því það hentar framvindunni sem höfundarnir ákváðu, en ekki af því það heil brú í því út frá þeim forsendum sem nú þegar hafa verið gefnar. Þetta er það sem kallast hroðvirknisleg vinnubrögð. Niðurstaða Tvær og hálf stjarna. Spenser Confidential þolir ekki nánari skoðun á neinu stigi. Hún má hinsvegar eiga að hún er ágætt stundargaman og hækkar það hana um hálfa stjörnu. Bara ekki hugsa of mikið þegar þið horfið á hana. Bara helst ekki neitt. Hægt er að hlýða á Heiðar Sumarliðason og Jóhannes Hauk Jóhannesson ræða Spenser Confidential í nýjasta þætti Stjörnubíós með því að smella á klippuna hér að neðan. Menning Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Netflix frumsýndi nýlega kvikmyndina Spenser Confidential með Mark Wahlberg í titilhlutverkinu, en það er nýlunda að Wahlberg leiki í mynd sem ekki er frumsýnd í bíóhúsum og samstarf hans við Netflix því nýtt af nálinni. Ég verð að játa að fyrir áhorfið rannsakaði ég ekkert varðandi forsögu og tilurð þessarar myndar sem fjallar um lögreglumanninn Spenser sem gengur hrottalega í skrokk á (að hann heldur) spilltum yfirmanni sínum og er í kjölfarið dæmdur til nokkurra ára fangelsisvistar. Við hittum hann svo aftur þegar hann er u.þ.b. að losna úr steininum. Spenser er vart búinn að vera laus í einn dag þegar tveir lögreglumenn eru myrtir, m.a. fyrrnefndur yfirmaður sem hann gekk í skrokk á. Spenser getur ekki staðist það að rannsaka málið og er á endanum kominn með þrjú viðhengi sem einhverra hluta vegna eru áfjáð í að aðstoða hann. Að sjálfsögðu kemur hann þeim í heilmikla klípu og mega þau vera þakklát ef þau sleppa með líf og limi í heilu lagi. Viðhengi Spensers láta teyma sig í hvaða vitleysu sem er. Eins og að sitja á strætóbekk. Bíddu, hver er aftur þessi Spenser? Eftir á að hyggja er líklegast betra að þekkja tilurð myndarinnar ef maður ætlar ekki að rífa úr sér hárin á meðan áhorfinu stendur, en eins og áður sagði vissi ég ekkert um hana áður en ég ýtti á play-takkann. Það var ekki fyrr en eftir að ég kláraði myndina að titill hennar fór að hljóma kunnuglega. Spenser? Hvaðan þekkti ég þetta? Svo dúkkaði upp minning af föður mínum að segja þetta nafn, með tilhlökkun í röddu. „Spenser! Spenser er að byrja.“ Minningarnar byrjuðu þá að flæða yfir mig og skyndilega var ég kominn í stofuna á fyrstu hæð til hægri í Lyngmóum 5 í Garðabæ. Þarna sat ég átta ára gamall í brúna sófasettinu okkar með allri fjölskyldunni að horfa á dökkhærðan mann með skammbyssu. Já, Spenser! Auðvitað! Brotin voru að raðast saman. Ég opnaði gúgúl: „Spenser tv show.“ Og jú, þarna var þetta: Spenser: For Hire. 65 þættir, 1985-1988. Þarna er hann Spenser karlinn og með honum...Captain Sisko úr Star Trek Deep Space Nine! Nöfn þátta á borð við Miami Vice (Undirheimar Miami), Equalizer (Bjargvætturinn) og Hunter (sem fengu því miður ekki íslenskan titil) þekkja þeir sem horfðu grimmt á Stöð 2 á síðari hluta níunda áratugarins. Á laugardagskvöldum var svipaður þáttur á dagskrá stöðvarinnar sem hét jú, Spenser. Ég skil ekki hvers vegna hann er ekki jafn greyptur í minni mitt og fyrrnefndir þættir. Nafnið á kvikmyndinni Spenser Confidential kveikti engin hugrenningartengsl. Kannski af því titill þáttanna var ekki jafn sértækur og grípandi og þeirra fyrrnefndu. Það er t.d. mjög mikið bang í nafninu Hunter, á meðan Spenser: For Hire hljómar eins og nafn á þáttaröð um giggaló. Það er einhvernveginn eins og Spenser hafi ekki alveg náð jafn mikilli hylli og t.d. Hunter og Bjargvætturinn hjá átta ára mér. Ég á a.m.k. ekki margar minningar af áhorfinu, því er allt eins líklegt að þættirnir hafi ekki verið alveg jafn spennandi. Þið sem eruð eilítið eldri megið leiðrétta mig hafi ég rangt fyrir mér. Skorar ekki mörg stig Það sama má reyndar segja um kvikmyndina Spenser Confidential. Hún er ekki sérlega eftirminnileg. Hún gæti hafa skorað hærra ef ég hefði áttað mig á upprunanum, því á meðan áhorfinu stóð var ég í sífellu að hugsa: Þetta er eins og annars flokks sjónvarpsþáttur. Spenser Confidential er vart gild bíómynd, þó hún sé tæpir tveir tímar og fylgi hinni dæmigerðu þriggja leikþátta formúlu kvikmyndanna. Upplifunin er eins og maður sé að horfa á handahófskenndan þátt innan úr dæmigerðri 24 þátta seríu af færibandi ABC, NBC eða CBS. Það er líkt og höfundarnir hafi talið sig hafa einhverskonar frípassa varðandi vandvirkni og nákvæmni í vinnu sinni af því þetta er byggt á sjónvarpsþáttum og treyst á að áhorfandinn kunni að meta þennan kæruleysislega stíl. Vandinn er hinsvegar sá að vel flestir áhorfendur munu ekki átta sig á sjónvarpsþáttatengingunni. Sjálfur áttaði ég mig auðvitað ekki á henni og hugsaði í sífellu: Hvað er Mark Wahlberg að leika í þessu? Svo rifjaðist Mile 22 reyndar upp fyrir mér og ég mundi: Já, hann leikur mest lítið í góðum myndum þessa dagana. Mark Wahlberg og Peter Berg áttu ekki góðan dag með Mílu 22. Hundalógík. Það er í raun heilmikið verk að telja upp alla galla Spenser Confidential. Ég stikla því á stóru. Eitt helsta vandamál myndarinnar er misræmi í tóni. Hún verður kjánalegri eftir því sem á líður, eiginlega svo kjánaleg að uppgjör Spensers við „vondu kallana“ er hreinlega absúrd. Þetta eitt og sér væri raun ekki vandamál en hún byrjar hinsvegar ekki nægilega kjánalega til að styðja þau bjánalæti sem koma í kjölfarið og verður tónn myndarinnar því óreiðukenndur. Svo er einhver inngróin gildismatsbrenglun í sögunni allri og oft ekki heil brú í hvötum persóna. Í upphafi myndar gengur Spenser gróflega og öfgakennt í skrokk á manni. Það virðist eiga að vera persónu hans til tekna að hafa lúbarið þennan mann af því hann mögulega lagði hendur á konuna sína. Það er einhver ótrúlega amerísk þversögn í þessu atviki. Í atriðinu þurfti að rífa Spenser af manninum svo hann hreinlega myndi ekki murka úr honum lífið. Það sem verra er, við vitum í raun ekkert hvaðan áverkar konunnar komu. Við sjáum persónu Spensers ganga inn í kringumstæður sem hann veit ekkert um, draga ályktun og grimmilega ganga í skrokk á manni. Með þessu er gagnrýnilaust verið að upphefja hinn ótrúlega sorglega auga-fyrir-auga-tönn-fyrir-tönn-kúltúr sem svo margir Ameríkanar virðast trúa á. Reyndar er þessi sena meira svona bæði augun fyrir auga og fimm tennur fyrir tönn, ef út í það er farið. Dramatúrgískt er líka engin innstæða fyrir þessari ofbeldisgjörð. Eina túlkunin sem ég sé mögulega á þessari senu er að persóna Spensers sé hreinlega sturluð. En hann er hetjan okkar, þannig að við verðum bara að kaupa ómennskt ofbeldi hans sem eðlilegan hlut og jafnvel upphefja það. Spenser er mikill hundavinur og e.t.v. er hundalógík framvindunnar einhverskonar metafóra. Þetta leiðir til þess að sagan er gölluð á algjöru grunnstigi. Það hefði í raun verið mun betra ef Spenser hefði bara kýlt yfirmann sinn einu sinni áður en hann er stöðvaður. Svo hefði hann í framhaldi af því verið að ósekju dæmdur í mun lengra fangelsi en hann átti skilið og það vegna einhverrar spillingar í kerfinu. Það gæfi honum innistæðu fyrir mun meiri samhyggð áhorfenda. Þetta er í raun æpandi yfirsjón af hálfu kvikmyndagerðarmannanna, því stór hluti af þematískum grunni myndarinnar er gagnrýni á hina kerfislægu spillingu sem grasserar í bandarísku þjóðfélagi. Annar galli er hvernig persónurnar eru tengdar saman, það er svo kauðslega leyst að ég hugsaði alltaf: Hvað er þetta fólk að gera þarna með honum Spenser!? Það hefði þurft að jarðbinda þetta allt saman töluvert betur. Árið er 2020 og áhorfendur eru ekki jafn naív og þegar Spenser: For Hire var á skjám landsmanna. Þeir gera flestir t.d. kröfu um að kveikjan að gjörðum persóna sé almennilega rökstudd en persónur hér virðast gera hluti af því það hentar framvindunni sem höfundarnir ákváðu, en ekki af því það heil brú í því út frá þeim forsendum sem nú þegar hafa verið gefnar. Þetta er það sem kallast hroðvirknisleg vinnubrögð. Niðurstaða Tvær og hálf stjarna. Spenser Confidential þolir ekki nánari skoðun á neinu stigi. Hún má hinsvegar eiga að hún er ágætt stundargaman og hækkar það hana um hálfa stjörnu. Bara ekki hugsa of mikið þegar þið horfið á hana. Bara helst ekki neitt. Hægt er að hlýða á Heiðar Sumarliðason og Jóhannes Hauk Jóhannesson ræða Spenser Confidential í nýjasta þætti Stjörnubíós með því að smella á klippuna hér að neðan.
Menning Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira