Gefa leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 21:42 Leigufélagið Þórsgarður ákvað að leggja sitt af mörkum á þessum óvissutímum og hefur fellt niður leigu næstu tvo mánuði. Vísir/Vilhelm Tugir leigjenda hjá leigufélaginu Þórsgarði fengu gleðifréttir í gærþegar þeir fengu símtal þess efnis að leigufélagið hygðist veita leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði. Eygló Agnarsdóttir, framkvæmdarstjóri félagsins, varði deginum í að hringja í leigjendur og tilkynna þeim þetta. „Ég er búin að eyða parti úr deginum í það að hringja í alla okkar leigjendur, eða þá sem ég hef náð í, til að tilkynna þetta og það er bara ótrúlegt þakklæti,“ segir hún í Reykjavík síðdegis í gær um viðbrögð fólks við fréttunum. „Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert og við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði. Við erum með fjöldann allan af leiguhúsnæði, bæði íbúðir og skrifstofuhúsnæði og fleira, þannig að þetta á bara við um alla okkar leigjendur.“ Hún segir ákvörðunina hafa verið auðvelda, enda miklir óvissutímar og félagið hafi viljað leggja sitt af mörkum „Við viljum bara hugsa vel um fólkið okkar og eins og ástandið er í dag og það þarf kannski ekkert að minnast meira á það. Það eru allir hræddir og kvíðnir í þessu ástandi og við ákváðum bara að gera það sem við gátum til að hjálpa okkar fólki. Er ekki gaman að hringja út með svona símtal á þessum tímum? „Jú, mér líður eiginlega bara eins og jólasveini og margir trúa þessu bara ekki, spyrja hvort sé kominn 1. apríl. Þetta gefur manni mjög mikið að geta gert svona,“ segir Eygló. Hún segist ekki hafa heyrt af því að fleiri leigufélög séu að gera það sama en vonar að þetta verði öðrum félögum til eftirbreytni. „Ég vona bara að það komi fleiri á eftir sem hafa getu til að gera eitthvað svona álíka fyrir sitt fólk þannig ég vona að þetta geti látið eitthvað gott af sér leiða.“ „Ég efast ekki um það að þetta komi sér til góðs fyrir fólkið á þessum tímum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tugir leigjenda hjá leigufélaginu Þórsgarði fengu gleðifréttir í gærþegar þeir fengu símtal þess efnis að leigufélagið hygðist veita leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði. Eygló Agnarsdóttir, framkvæmdarstjóri félagsins, varði deginum í að hringja í leigjendur og tilkynna þeim þetta. „Ég er búin að eyða parti úr deginum í það að hringja í alla okkar leigjendur, eða þá sem ég hef náð í, til að tilkynna þetta og það er bara ótrúlegt þakklæti,“ segir hún í Reykjavík síðdegis í gær um viðbrögð fólks við fréttunum. „Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert og við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði. Við erum með fjöldann allan af leiguhúsnæði, bæði íbúðir og skrifstofuhúsnæði og fleira, þannig að þetta á bara við um alla okkar leigjendur.“ Hún segir ákvörðunina hafa verið auðvelda, enda miklir óvissutímar og félagið hafi viljað leggja sitt af mörkum „Við viljum bara hugsa vel um fólkið okkar og eins og ástandið er í dag og það þarf kannski ekkert að minnast meira á það. Það eru allir hræddir og kvíðnir í þessu ástandi og við ákváðum bara að gera það sem við gátum til að hjálpa okkar fólki. Er ekki gaman að hringja út með svona símtal á þessum tímum? „Jú, mér líður eiginlega bara eins og jólasveini og margir trúa þessu bara ekki, spyrja hvort sé kominn 1. apríl. Þetta gefur manni mjög mikið að geta gert svona,“ segir Eygló. Hún segist ekki hafa heyrt af því að fleiri leigufélög séu að gera það sama en vonar að þetta verði öðrum félögum til eftirbreytni. „Ég vona bara að það komi fleiri á eftir sem hafa getu til að gera eitthvað svona álíka fyrir sitt fólk þannig ég vona að þetta geti látið eitthvað gott af sér leiða.“ „Ég efast ekki um það að þetta komi sér til góðs fyrir fólkið á þessum tímum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30
Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00
Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48