Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla meðal annars til skoðunar í næsta aðgerðapakka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2020 20:06 Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla eru meðal þess sem er til skoðunar í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Seðlabankastjóri segir tíðinda að vænta frá bankanum á næstunni. Stjórnarandstaðan kallar eftir auknu samráði. Stjórnvöld hafa lítið viljað gefa upp um hvað nákvæmlega muni felast í næsta aðgerðapakka sem til stendur að kynna á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu, og með tilliti til þess sem þegar hefur komið fram, má vænta þess að næsti pakki muni meðal annars fela í sér aðgerðir í þágu nýsköpunar, lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, og aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns. Þá munu vera til skoðunar sértækar aðgerðir í þágu einkarekinna fjölmiðla. Hafa ber þó í huga að margt kann að breytast á næstu dögum þar til næstu aðgerðir verða kynntar enda vinna við aðgerðirnar enn í fullum gangi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Það sem að hentar þeim aðstæðum sem eru að birtast okkur. Það eru alls konar fyrirtæki sem að geta ekki treyst á úrræðin sem að þegar hafa verið kynnt og við þurfum þá að fylla upp í skörðin sem að eru í aðgerðaáætlun okkar fyrri og það var alveg fyrirséð,“ segir Bjarni Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Svo erum við að reyna að horfa til framtíðar og halda áfram með þá hugsun sem var í fyrsta aðgerðapakkanum og spyrja okkur hvað viljum við efla í landinu okkar á svona tímum, hvað er það sem getur skotið rótum til framtíðar og reynst mikilvægt í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að jafnframt sé verið að horfa til ýmissa viðkvæmra hópa. „Það er verið að fara yfir svona félagslegar áherslur, hvað lýtur að viðkvæmum hópum, málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Við höfum verið líka verið að skoða hópa sem hafa verið að einhverju leyti að falla á milli kerfa þannig að það verður svona eitt og annað,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Egill „Ég ítreka þó að þetta verður ekki, þó að þetta sé pakki númer tvö þá verður þetta ekki seinasti pakkinn, það mun þurfa fleiri félagslegar aðgerðir í málefnum heimilanna sérstaklega þegar við sjáum núna atvinnuleysi vera að aukast.“ Seðlabankinn kemur hugsanlega að næstu aðgerðum Í gær var gengið frá samkomulagi milli Seðlabankans og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hvað lýtur að viðbótarlánum lánastofnana til fyrirtækja. Þá verður líklega tíðinda að vænta frá Seðlabankanum á næstunni. „Þetta er í rauninni samkomulag sem að Seðlabankinn gerir við fjármálaráðuneytið um að greiða út pening, allt að 50 milljörðum til bankanna með ríkisábyrgð og bankarnir eiga síðan að verja þessum peningum til lána til fyrirtækja sem að einhverju leyti eru lífvænleg en eiga í einhverjum rekstrarvanda,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Nú þegar samkomulag við ráðuneytið liggur fyrir þarf Seðlabankinn í framhaldinu að semja við viðskiptabankana. „Við þurfum að setja einhverjar skýrar línur við bankana um það hvernig þessum fjármunum verður varið eða hvernig þeir verða lánaðir út,“ segir Ásgeir. Sjá einnig: Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Bankarnir koma síðan með peninga á móti en gert er ráð fyrir að bankarnir fjármagni um 70% og ríkið 30%. „Við munum þá sameiginlega með bönkunum setja þá upp skilyrði um hvernig þessum peningum verður varið. Af því að við viljum í sjálfu sér setja fremur stíf skilyrði um það að það sé alveg öruggt að þessir fjármunir fari á rétta staði. Ég geri ráð fyrir að við reynum að ljúka þessu í þessum mánuði,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Spurður hvort frekari tíðinda sé að vænta frá Seðlabankanum á næstunni segir Ásgeir svo vera. Líkt og áður hafi komið fram muni bankinn bregðast við ástandinu og nýta þau stjórntæki sem hann býr yfir eftir því sem þykir henta hverju sinni. „Það sem við erum að fara að gera er að við erum að fara að útfæra kaup á ríkisskuldabréfum sem við í rauninni lýstum yfir fyrir páska en við erum þá að fara að koma með nánari útfærslu á hvernig við förum að því. Það getur líka verið að Seðlabankinn taki þátt í þessum seinni aðgerðapakka líka hjá ríkisstjórninni,“ nefnir Ásgeir sem dæmi. „Það er mjög mikilvægt í svona aðgerðum að taka ekki of mikið í einu, reyna fyrst að koma þeim hlutum í framkvæmd sem hefur verið lýst yfir og athuga hvernig þeir ganga áður en við stígum næstu skref. Eins og ég hef sagt að þá höfum við ennþá mjög mörg spil uppi í erminni,“ segir Ásgeir. Frekari vaxtalækkun sé til dæmis eitt af þeim spilum sem bankinn eigi uppi í erminni. Segir vont að stjórnarandstöðunni sé ekki hleypt að Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að aukið samráð sé haft við hana við undirbúning aðgerða stjórnvalda. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir miður að stjórnarandstaðan fái ekki tækifæri til að koma að undirbúningi aðgerða. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Við hefðum talið að við þessar ótrúlega skrýtnu aðstæður að þá þyrftu öll öfl og allir þingmenn og stjórnmálaflokkar að koma að til að við tryggjum að aðgerðirnar nái til allra og að við getum líka farið að móta einhvers konar viðspyrnu til lengri framtíðar, líka eftir að þessu kjörtímabili lýkur,“ segir Logi. „Það hefur ekki verið vilji ríkisstjórnarinnar og við það verðum við að búa en það er hins vegar ótrúlega vont vegna þess að við munum taka við málunum inni í þinginu og í nefndum og þá er bara vont að sjá ekki heildarmyndina og þekkja ekki bakgrunninn.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla eru meðal þess sem er til skoðunar í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Seðlabankastjóri segir tíðinda að vænta frá bankanum á næstunni. Stjórnarandstaðan kallar eftir auknu samráði. Stjórnvöld hafa lítið viljað gefa upp um hvað nákvæmlega muni felast í næsta aðgerðapakka sem til stendur að kynna á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu, og með tilliti til þess sem þegar hefur komið fram, má vænta þess að næsti pakki muni meðal annars fela í sér aðgerðir í þágu nýsköpunar, lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, og aðgerðir til að mæta tekjufalli þeirra sem ekki hafa mátt sinna starfsemi vegna samkomubanns. Þá munu vera til skoðunar sértækar aðgerðir í þágu einkarekinna fjölmiðla. Hafa ber þó í huga að margt kann að breytast á næstu dögum þar til næstu aðgerðir verða kynntar enda vinna við aðgerðirnar enn í fullum gangi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Það sem að hentar þeim aðstæðum sem eru að birtast okkur. Það eru alls konar fyrirtæki sem að geta ekki treyst á úrræðin sem að þegar hafa verið kynnt og við þurfum þá að fylla upp í skörðin sem að eru í aðgerðaáætlun okkar fyrri og það var alveg fyrirséð,“ segir Bjarni Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Svo erum við að reyna að horfa til framtíðar og halda áfram með þá hugsun sem var í fyrsta aðgerðapakkanum og spyrja okkur hvað viljum við efla í landinu okkar á svona tímum, hvað er það sem getur skotið rótum til framtíðar og reynst mikilvægt í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að jafnframt sé verið að horfa til ýmissa viðkvæmra hópa. „Það er verið að fara yfir svona félagslegar áherslur, hvað lýtur að viðkvæmum hópum, málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Við höfum verið líka verið að skoða hópa sem hafa verið að einhverju leyti að falla á milli kerfa þannig að það verður svona eitt og annað,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Egill „Ég ítreka þó að þetta verður ekki, þó að þetta sé pakki númer tvö þá verður þetta ekki seinasti pakkinn, það mun þurfa fleiri félagslegar aðgerðir í málefnum heimilanna sérstaklega þegar við sjáum núna atvinnuleysi vera að aukast.“ Seðlabankinn kemur hugsanlega að næstu aðgerðum Í gær var gengið frá samkomulagi milli Seðlabankans og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hvað lýtur að viðbótarlánum lánastofnana til fyrirtækja. Þá verður líklega tíðinda að vænta frá Seðlabankanum á næstunni. „Þetta er í rauninni samkomulag sem að Seðlabankinn gerir við fjármálaráðuneytið um að greiða út pening, allt að 50 milljörðum til bankanna með ríkisábyrgð og bankarnir eiga síðan að verja þessum peningum til lána til fyrirtækja sem að einhverju leyti eru lífvænleg en eiga í einhverjum rekstrarvanda,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Nú þegar samkomulag við ráðuneytið liggur fyrir þarf Seðlabankinn í framhaldinu að semja við viðskiptabankana. „Við þurfum að setja einhverjar skýrar línur við bankana um það hvernig þessum fjármunum verður varið eða hvernig þeir verða lánaðir út,“ segir Ásgeir. Sjá einnig: Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Bankarnir koma síðan með peninga á móti en gert er ráð fyrir að bankarnir fjármagni um 70% og ríkið 30%. „Við munum þá sameiginlega með bönkunum setja þá upp skilyrði um hvernig þessum peningum verður varið. Af því að við viljum í sjálfu sér setja fremur stíf skilyrði um það að það sé alveg öruggt að þessir fjármunir fari á rétta staði. Ég geri ráð fyrir að við reynum að ljúka þessu í þessum mánuði,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Spurður hvort frekari tíðinda sé að vænta frá Seðlabankanum á næstunni segir Ásgeir svo vera. Líkt og áður hafi komið fram muni bankinn bregðast við ástandinu og nýta þau stjórntæki sem hann býr yfir eftir því sem þykir henta hverju sinni. „Það sem við erum að fara að gera er að við erum að fara að útfæra kaup á ríkisskuldabréfum sem við í rauninni lýstum yfir fyrir páska en við erum þá að fara að koma með nánari útfærslu á hvernig við förum að því. Það getur líka verið að Seðlabankinn taki þátt í þessum seinni aðgerðapakka líka hjá ríkisstjórninni,“ nefnir Ásgeir sem dæmi. „Það er mjög mikilvægt í svona aðgerðum að taka ekki of mikið í einu, reyna fyrst að koma þeim hlutum í framkvæmd sem hefur verið lýst yfir og athuga hvernig þeir ganga áður en við stígum næstu skref. Eins og ég hef sagt að þá höfum við ennþá mjög mörg spil uppi í erminni,“ segir Ásgeir. Frekari vaxtalækkun sé til dæmis eitt af þeim spilum sem bankinn eigi uppi í erminni. Segir vont að stjórnarandstöðunni sé ekki hleypt að Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að aukið samráð sé haft við hana við undirbúning aðgerða stjórnvalda. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir miður að stjórnarandstaðan fái ekki tækifæri til að koma að undirbúningi aðgerða. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Við hefðum talið að við þessar ótrúlega skrýtnu aðstæður að þá þyrftu öll öfl og allir þingmenn og stjórnmálaflokkar að koma að til að við tryggjum að aðgerðirnar nái til allra og að við getum líka farið að móta einhvers konar viðspyrnu til lengri framtíðar, líka eftir að þessu kjörtímabili lýkur,“ segir Logi. „Það hefur ekki verið vilji ríkisstjórnarinnar og við það verðum við að búa en það er hins vegar ótrúlega vont vegna þess að við munum taka við málunum inni í þinginu og í nefndum og þá er bara vont að sjá ekki heildarmyndina og þekkja ekki bakgrunninn.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira