„Risastórt skref“ að fá rafíþróttir í sjónvarpi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 07:00 Það er mikið lagt í útsendingar frá stærstu mótum heims í rafíþróttum. VÍSIR/GETTY „Það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, en útsendingar frá rafíþróttum á Stöð 2 eSport hefjast í dag. Útsendingarnar má sjá á Stöð 2 Sport 4 og þar verður í kvöld hægt að sjá fremstu lið landsins keppa í Counter-Strike og League of Legends. Hins vegar verður byrjað á að sýna frá HM í KARDS, íslenskum tölvuleik sem Ólafur Hrafn segir að komi úr smiðju reynslubolta í faginu; fyrrverandi starfsmanna CCP. „Þetta er sem sagt spilaleikur sem byggir á seinni heimsstyrjöldinni, þar sem menn safna spjöldum og búa til sinn stokk, óvinurinn býr til sinn stokk, og svo keppa þeir. Þessi leikur er ennþá í „early access“, eins og það er kallað, en fer í fulla útgáfu á næstu mánuðum. Það hefur gengið þokkalega vel með þennan leik og heildarfjöldi spilara fór yfir 100 þúsund þegar heimsmeistaramótið var í gangi, og leikurinn hefur vaxið slatta síðan þá,“ segir Ólafur Hrafn. Úrslitaleikirnir frá fyrstu leiktíðinni í íslensku rafíþróttadeildinni, sem nú ber heitið Vodafone-deildin, verða sýndir í kvöld en á miðvikudag verður fyrsta beina útsendingin frá nýrri leiktíð þegar Fylkir og Þór Akureyri keppa í Counter-Strike. Vonir standa jafnframt til þess að hægt verði að senda út frá leikjum landsliðs Íslands í Pro Evolution Soccer á mánudaginn. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsæl afþreying og rafíþróttir eru mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Þetta er í raun eins og áhorf á hvern annan hlut. Það er bara mjög gaman að sjá einhvern gera hlutina sem þú hefur áhuga á rosalega vel,“ segir Ólafur Hrafn og bætir við: „Það er auðvitað svolítið nýtt að færa þetta yfir í sjónvarpið, og það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi.“ Rafíþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16 Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00 „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
„Það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, en útsendingar frá rafíþróttum á Stöð 2 eSport hefjast í dag. Útsendingarnar má sjá á Stöð 2 Sport 4 og þar verður í kvöld hægt að sjá fremstu lið landsins keppa í Counter-Strike og League of Legends. Hins vegar verður byrjað á að sýna frá HM í KARDS, íslenskum tölvuleik sem Ólafur Hrafn segir að komi úr smiðju reynslubolta í faginu; fyrrverandi starfsmanna CCP. „Þetta er sem sagt spilaleikur sem byggir á seinni heimsstyrjöldinni, þar sem menn safna spjöldum og búa til sinn stokk, óvinurinn býr til sinn stokk, og svo keppa þeir. Þessi leikur er ennþá í „early access“, eins og það er kallað, en fer í fulla útgáfu á næstu mánuðum. Það hefur gengið þokkalega vel með þennan leik og heildarfjöldi spilara fór yfir 100 þúsund þegar heimsmeistaramótið var í gangi, og leikurinn hefur vaxið slatta síðan þá,“ segir Ólafur Hrafn. Úrslitaleikirnir frá fyrstu leiktíðinni í íslensku rafíþróttadeildinni, sem nú ber heitið Vodafone-deildin, verða sýndir í kvöld en á miðvikudag verður fyrsta beina útsendingin frá nýrri leiktíð þegar Fylkir og Þór Akureyri keppa í Counter-Strike. Vonir standa jafnframt til þess að hægt verði að senda út frá leikjum landsliðs Íslands í Pro Evolution Soccer á mánudaginn. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsæl afþreying og rafíþróttir eru mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Þetta er í raun eins og áhorf á hvern annan hlut. Það er bara mjög gaman að sjá einhvern gera hlutina sem þú hefur áhuga á rosalega vel,“ segir Ólafur Hrafn og bætir við: „Það er auðvitað svolítið nýtt að færa þetta yfir í sjónvarpið, og það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi.“
Rafíþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16 Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00 „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16
Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00
„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00