KR skuldar langmest af íþróttafélögunum í Reykjavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 11:00 KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta undanfarin sex ár. Skýrslan hefur áhyggjur af skuldsöfnuna körfuboltadeilda Reykjavíkurborgar. Vísir/Bára Skýrsla Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík sýnir að íþróttafélög innan höfuðborgarinnar skulda mikinn pening og hún hefur sérstakar áhyggjur af rekstri körfuboltadeildanna í borginni. Fréttablaðið segir í dag frá niðurstöðunum úr þessari skýrslu sem ber nafnið, Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, en hún dregur upp dökka mynd af skuldastöðu félaga innan borgarinnar. KR skuldar mest af íþróttafélögunum í Reykjavík en árið 2018 skuldaði félagið tvö hundruð milljónir. Skuldastaða félaga er mjög mismunandi en heildarskuldirnar hafa aukist um 7,2 milljarða króna á tímabilinu 2014-2018. Fylkismenn hafa verið duglegastir að greiða niður skuldir og Fjölnir rauf 100 milljón króna markið árið 2018. KR, Fjölnir og Fylkir skulda mest af félögunum en KR-ingar eru næstum því hundrað milljónum hærri skuldir en hin tvö. Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður íþróttafélaganna í Reykjavík hefur vaxið gríðarlega síðan árið 2014, eða um helming. Valsmenn eru þar í algjörum sérflokki en Hlíðarendafélagið er komið yfir 350 milljón króna múrinn. Önnur félög komast varla með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana eins og segir í frétt Benedikts Bóas Hinrikssonar í Fréttablaðinu. Skýrslan sýnir að á flestum árum eru deildir með nokkuð jákvæða útkomu. Knattspyrnudeildir borgarinnar voru þannig með 117 milljón króna jákvæða niðurstöðu en áhyggjurnar snúa sérstaklega af rekstri körfuboltadeildanna. „Þá sést einnig að rekstur körfuboltadeilda hefur greinilega þyngst allra síðustu ár,“ segir orðrétt í skýrslunni. Körfuknattleiksdeildir borgarinnar skiluðu 12,4 milljónum í mínus en handboltinn græðir á tá og fingri. Árið 2016 var sú tala 51 milljón, ári eftir um 20 milljónir og árið 2018 skiluðu handboltadeildir borgarinnar 37 milljónum í hagnað. Það má lesa alla fréttina í Fréttablaðinu með því að smella hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Reykjavík KR Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Ýmir sneri aftur í góðum sigri Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira
Skýrsla Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík sýnir að íþróttafélög innan höfuðborgarinnar skulda mikinn pening og hún hefur sérstakar áhyggjur af rekstri körfuboltadeildanna í borginni. Fréttablaðið segir í dag frá niðurstöðunum úr þessari skýrslu sem ber nafnið, Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, en hún dregur upp dökka mynd af skuldastöðu félaga innan borgarinnar. KR skuldar mest af íþróttafélögunum í Reykjavík en árið 2018 skuldaði félagið tvö hundruð milljónir. Skuldastaða félaga er mjög mismunandi en heildarskuldirnar hafa aukist um 7,2 milljarða króna á tímabilinu 2014-2018. Fylkismenn hafa verið duglegastir að greiða niður skuldir og Fjölnir rauf 100 milljón króna markið árið 2018. KR, Fjölnir og Fylkir skulda mest af félögunum en KR-ingar eru næstum því hundrað milljónum hærri skuldir en hin tvö. Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður íþróttafélaganna í Reykjavík hefur vaxið gríðarlega síðan árið 2014, eða um helming. Valsmenn eru þar í algjörum sérflokki en Hlíðarendafélagið er komið yfir 350 milljón króna múrinn. Önnur félög komast varla með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana eins og segir í frétt Benedikts Bóas Hinrikssonar í Fréttablaðinu. Skýrslan sýnir að á flestum árum eru deildir með nokkuð jákvæða útkomu. Knattspyrnudeildir borgarinnar voru þannig með 117 milljón króna jákvæða niðurstöðu en áhyggjurnar snúa sérstaklega af rekstri körfuboltadeildanna. „Þá sést einnig að rekstur körfuboltadeilda hefur greinilega þyngst allra síðustu ár,“ segir orðrétt í skýrslunni. Körfuknattleiksdeildir borgarinnar skiluðu 12,4 milljónum í mínus en handboltinn græðir á tá og fingri. Árið 2016 var sú tala 51 milljón, ári eftir um 20 milljónir og árið 2018 skiluðu handboltadeildir borgarinnar 37 milljónum í hagnað. Það má lesa alla fréttina í Fréttablaðinu með því að smella hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Reykjavík KR Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Ýmir sneri aftur í góðum sigri Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira