Fyrstu þrettán aðgerðirnar sem eiga að dempa höggið í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2020 15:31 Borgarfulltrúarnir eru einhuga í aðgerðum sínum. Fulltrúar allra flokka tóku til mála á blaðamannafundinum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Vísir/EinarÁ Frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar þarfir borgarabúa eru á meðal aðgerða sem Reykjavíkurborg ætlar að grípa til vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Borgarstjóri kynnti aðgerðirnar á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag en fulltrúar allra flokka standa með aðgerðunum sem eru þrettán alls. Telja má fréttnæmt að borgarfulltrúarnir standi saman á bak við aðgerðirnar enda ljóst að sumum borgarfulltrúum líkar alls ekki hver við annan, gengið hafa ásakanir um einelti og fulltrúar jafnvel stungið út úr sér tungunni í hamagangnum. Reykjavík er fjölmennasta sveitarfélag landsins með rúmlega 130 þúsund íbúa. Fundinum var streymt beint og má sjá upptöku af honum hér að neðan. Frumskylda að tryggja órofna grunnþjónustu Borgarráð samþykkti einróma á fundi sínum fyrstu aðgerðir til að bregðast við áfallinu sem Covid-19 faraldurinn hefur í för með sér með áherslu á velferð borgarbúa, afkomu þeirra og grunnstoða borgarsamfélagsins sem þurfa að standa af sér víðtækar afleiðingar faraldursins. „Allt frá því að Covid-19 faraldurinn kom til landsins hefur það verið frumskylda Reykjavíkurborgar að veita og tryggja órofna grunnþjónustu. Á sama tíma hefur verið unnið að efnahagslegri sviðsmyndagreiningu á mögulegum afleiðingum og eru tillögurnar sem samþykktar voru í morgun í samræmi við þá greiningu,“ segir í tilkynningu frá borginni. Markmið aðgerðanna sé að stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífsafkomu og lífskjör allra borgarbúa, styðja við endurreisn fyrirtækja og atvinnulífs og skapa á ný fjölbreytta og blómlega framtíð í lífsgæðaborg. Á sama tíma ætli borgin að fylgjast náið með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífi næstu misseri og með sérstakri Borgarvakt í velferðar- og atvinnumálum. Þrettán ólíkar aðgerðir Aðgerðir borgarinnar eru 13 talsins. Þær ná til frestunar gjalda og aukins svigrúms fyrir heimili og fyrirtæki og lækkunar fasteignagjalda. Framkvæmdum borgarinnar og fyrirtækja hennar, Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafna og Félagsbústaða, verður flýtt, farið verður í uppbyggingu húsnæðis og markaðsátaks í ferðaþjónustu með áherslu á Reykjavík sem áfangastað. Sérstaklega er litið til skapandi greina, nýsköpunar, þekkingargreina, menningar, íþrótta, lista og viðburðahalds. Áhersla verður lögð á vinnumarkaðsaðgerðir, þá einkum til þeirra hópa sem mögulega fara illa út úr ástandinu, einyrkja og fólks af erlendum uppruna. Að neðan má sjá útlistun á aðgerðunum þrettán. Aðgerðir í efnahagsmálum vegna Covid -19 1. Frestun gjalda, niðurfelling og lækkun Gjöld heimila og fjölskyldna verða felld niður eða lækkuð vegna skertrar þjónustu, sóttkvíar og annarra viðbragða vegna Covid-19. Fyrirtækjum verður gefinn kostur á að fresta allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta vorið 2020 og skoðuð önnur frestun og/eða lækkun þegar um er að ræða tímabundið tekjufall, sbr. lið 1 e. a. Heimili. Leikskólar, grunnskólar og frístund. Gjöld verða lækkuð, felld niður eða leiðrétt í samræmi við skerðingu þjónustu vegna Covid-19, skv. nánari reglum. Þá taka árskort t.d. sundkort og menningarkort mið af skerðingum opnunartíma og gildistími framlengdur sem því nemur. b. Fyrirtæki. Veittur verði frestur á greiðslu allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2020, skv. lögum og nánari reglum. Fasteignaeigendur eru hvattir til að leigjendur þeirra njóti góðs af þeirri frestun líkt og stór fasteignafélög á markaði hafa gefið fyrirheit um. c. Lækkun fasteignaskatta. Lækkun fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði í Reykjavíkurborg verði flýtt og verði 1,60% á árinu 2021. d. Frestun leigu. Borgarráð beinir því til fjármála- og áhættustýringarsviðs að móta reglur um frestun eða afslátt af leigu þriðja aðila í atvinnurekstri í húsnæði Reykjavíkurborgar á grundvelli umsókna, vegna tímabundins tekjufalls í ljósi sérstakra aðstæðna. e. Frestun gjalda. Borgarráð beinir því til fyrirtækja borgarinnar að skoða möguleika á frestun gjalda og/eða lækkun þegar um er að ræða tímabundið tekjufall, skv. nánari reglum. 2. Sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að gera tillögu að tímabundnum breytingum á innheimtureglum Reykjavíkurborgar sem feli í sér aukinn sveigjanleika varðandi greiðslufresti í ljósi tímabundinstekjufalls og óvissu, sem nái hvoru tveggja til heimila og fyrirtækja. Tillagan á að tryggja að jafnræðis og góðrar stjórnsýslu verði gætt og tekið mið af gildandi lögum. Markmiðið er að auka sveigjanleika í ljósi núverandi ástands, innheimta verði sanngjörn og dráttarvextir og kostnaður í lágmarki um leið og jafnræðis og hagmuna borgarinnar verði gætt. Reglurnar verði lagðar fyrir borgarráð til staðfestingar. 3. Borgarvakt í velferðar- og atvinnumálum Tölulegum gögnum og staðreyndum um þróunaðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífi verður safnað á vettvangi Reykjavíkurborgar næstu mánuði og misseri til að leggja grunn að frekari tillögugerð og aðgerðum sem ýmist verður beint til borgarráðs, fagráða Reykjavíkurborgar, ríkis eða sameiginlegs vettvangs sveitarfélaga eða annarra aðila. Í samráði við hagsmunaaðila verður fylgst með lykilþáttum og áhrifum stöðunnar á atvinnulíf og samfélag, lífskjör og húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á börn og menntun þeirra, barnafjölskyldur, fatlað fólk, eldra fólk, atvinnulausa og viðkvæma og útsetta hópa. 4. Ferðaþjónusta og ferðaþjónustutengdar greinar Stutt verði við eftirspurn eftir heimsóknum ferðamanna til Reykjavíkur um leið og það er metið tímabært. a. Markaðsátak stjórnvalda og Íslandsstofu. Reykjavíkurborg verði virkur þátttakandi í útfærslu og framkvæmd markaðsátaks stjórnvalda í ljósi Covid-19. b. Markaðsátak Reykjavíkur. Menningar- og ferðamálasvið útfæri sérstaka markaðssetningu Reykjavíkur sem viðbrögð við hruni í ferðaþjónustu fyrir árin 2020-2021. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar verði ætlaður að lágmarki 150 milljónir króna. Tillögur liggi fyrir í maí. 5. Nýsköpun og ný tækni Fjárfestingum í innleiðingu nýrrar tækni hjá Reykjavíkurborg verði flýtt og opnað fyrir aðkomu frumkvöðla og nýsköpunarumhverfisins að lausnaleit á grundvelli nýrrar nýsköpunarstefnu. Tillögur liggi fyrir í maí nk. 6. Skapandi greinar Haldið verði áfram að skapa skapandi greinum betri skilyrði til vaxtar til lengri tíma með áherslu á að skapa aðstöðu og vinnurými, m.a. í tengslum við nýjan klasa skapandi greina í Gufunesi. Tillögur liggi fyrir í maí nk. 7. Þekkingargreinar Unnin verði áætlun um frekari uppbyggingu þekkingartengdra greina í samvinnu við Háskóla Íslands, Vísindagarða, Háskólann í Reykjavík og Landspítalann. Tillögur liggi fyrir í maí nk. 8. Menning, listir, íþróttir og viðburðahald Unnar verði tillögur um aðgerðir og viðspyrnu í menningar-, íþrótta- og listalífi Reykjavíkurborgar í samvinnu við Bandalag íslenskra listamanna, ÍBR o.fl. Tillögur liggi fyrir í maí nk. 9. Markvissar vinnumarkaðsaðgerðir Nauðsynlegar vinnumarkaðsaðgerðir sem viðbrögð gegn atvinnuleysi verða þróaðar tímalega einsog tilefni verður til. Unnið verði í samvinnu við ríkið og aðila vinnumarkaðarins þar sem sérstaklega verði lögð áhersla á hópa sem skv. greiningum verða illa úti í ástandinu, s.s. einyrkja, fólk af erlendum uppruna og konur. Áhersla verði lögð á að bjóða starfstækifæri, starfsnám og íslenskukennslu og aðra menntun á atvinnuleysisbótum. 10. Flýting fjárfestinga og viðhalds á vegum Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar Fjárfestingum verður flýtt og viðhald aukið til að auka atvinnu og umsvif í efnhagslífinu þegar á þessu ári. Viðbótarfjárfestingar borgarsjóðs og B-hluta fyrirtækja geta samanlagt orðið um 5 milljarðar króna á árinu og enn meiri árið 2021. Efnt verði til viðræðna við ríkið um kostnaðarhlutdeild, skatta og gjöld í tengslum við framkvæmdirnar. a. Fjárfestingar borgarsjóðs (A-hluta) í nýframkvæmdum og viðhaldi verði auknar um 2,5 milljarða árið 2020 með áherslu á mannaflsfrek og virðisaukandi verkefni. b. Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög. Verið er að útfæra viðbótarfjárfestingar OR. c. Félagsbústaðir vinna að áætlun um viðbótar búsetuúrræði og íbúðir. d. Faxaflóahafnir hafa ásamt Veitum útfært áætlun um orkuskipti í höfnum og munu eiga viðræður við ríkið um að ráðast í verkefnið. 11. Undirbúningi fjárfestingarverkefna á vegum Reykjavíkurborgar verði flýtt Samkeppnum um skipulag og hönnun fjárfestingarverkefna verði flýtt og gerð deiliskipulags vegna þeirra verði sett í forgang. Þar er meðal annars um að ræða samkeppnir um Samgöngumiðstöð Reykjavíkur á umferðarmiðstöðvarreit, samkeppni um stærra borgarbókasafn í Grófarhúsi, samkeppni um endurnýjun og endurgerð Laugardalslaugar og stúku Laugardalslaugar, samkeppni um nýja skóla, fjölgun ungbarnadeilda og nýrra leikskólaplássa sem hluti af Brúum bilið, markaðskönnun á bílastæðahúsi, samkeppni um Fógeta-torg/Víkurgarð, skipulag nýrra hverfiskjarna í Arnarbakka og Völvufelli og hugsanlega víðar. 12. Undirbúningi fjárfestingarverkefna í samvinnu við ríkið verði flýtt Breytingar á deiliskipulagi og undirbúningi vegna fjárfestingarverkefna ríkisins sem vilji er til að fari af stað verði sett í forgang, s.s. brýn samgönguverkefni á höfuðborgarsvæðinu , nýjum hjúkrunarheimilum, uppbyggingu á vegum Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Nýs Landsspítala, auk annarra verkefna skv. nánara samkomulagi. 13. Átak í uppbyggingu fjölbreytts og hagkvæms húsnæðis Til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegan skort á húsnæðismarkaði verði ráðist í nýtt átak í húsnæðisuppbyggingumeð áherslu á hagkvæmar íbúðir, almennar íbúðir og öruggt og nægjanlegt framboð lóða og aukins byggingarréttar á grundvelli aðalskipulags Reykjavíkur. Áætlun um lóðaúthlutanir, frekari stofnframlög og húsnæðisuppbyggingu verði uppfærð í samráði við verkalýðshreyfinguna, uppbyggingarfélög án hagnaðarsjónarmiða, Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og stjórnvöld. Áfangaskil verði í maí og fullmótuð áætlun liggi fyrir í september. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar þarfir borgarabúa eru á meðal aðgerða sem Reykjavíkurborg ætlar að grípa til vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Borgarstjóri kynnti aðgerðirnar á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag en fulltrúar allra flokka standa með aðgerðunum sem eru þrettán alls. Telja má fréttnæmt að borgarfulltrúarnir standi saman á bak við aðgerðirnar enda ljóst að sumum borgarfulltrúum líkar alls ekki hver við annan, gengið hafa ásakanir um einelti og fulltrúar jafnvel stungið út úr sér tungunni í hamagangnum. Reykjavík er fjölmennasta sveitarfélag landsins með rúmlega 130 þúsund íbúa. Fundinum var streymt beint og má sjá upptöku af honum hér að neðan. Frumskylda að tryggja órofna grunnþjónustu Borgarráð samþykkti einróma á fundi sínum fyrstu aðgerðir til að bregðast við áfallinu sem Covid-19 faraldurinn hefur í för með sér með áherslu á velferð borgarbúa, afkomu þeirra og grunnstoða borgarsamfélagsins sem þurfa að standa af sér víðtækar afleiðingar faraldursins. „Allt frá því að Covid-19 faraldurinn kom til landsins hefur það verið frumskylda Reykjavíkurborgar að veita og tryggja órofna grunnþjónustu. Á sama tíma hefur verið unnið að efnahagslegri sviðsmyndagreiningu á mögulegum afleiðingum og eru tillögurnar sem samþykktar voru í morgun í samræmi við þá greiningu,“ segir í tilkynningu frá borginni. Markmið aðgerðanna sé að stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífsafkomu og lífskjör allra borgarbúa, styðja við endurreisn fyrirtækja og atvinnulífs og skapa á ný fjölbreytta og blómlega framtíð í lífsgæðaborg. Á sama tíma ætli borgin að fylgjast náið með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífi næstu misseri og með sérstakri Borgarvakt í velferðar- og atvinnumálum. Þrettán ólíkar aðgerðir Aðgerðir borgarinnar eru 13 talsins. Þær ná til frestunar gjalda og aukins svigrúms fyrir heimili og fyrirtæki og lækkunar fasteignagjalda. Framkvæmdum borgarinnar og fyrirtækja hennar, Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafna og Félagsbústaða, verður flýtt, farið verður í uppbyggingu húsnæðis og markaðsátaks í ferðaþjónustu með áherslu á Reykjavík sem áfangastað. Sérstaklega er litið til skapandi greina, nýsköpunar, þekkingargreina, menningar, íþrótta, lista og viðburðahalds. Áhersla verður lögð á vinnumarkaðsaðgerðir, þá einkum til þeirra hópa sem mögulega fara illa út úr ástandinu, einyrkja og fólks af erlendum uppruna. Að neðan má sjá útlistun á aðgerðunum þrettán. Aðgerðir í efnahagsmálum vegna Covid -19 1. Frestun gjalda, niðurfelling og lækkun Gjöld heimila og fjölskyldna verða felld niður eða lækkuð vegna skertrar þjónustu, sóttkvíar og annarra viðbragða vegna Covid-19. Fyrirtækjum verður gefinn kostur á að fresta allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta vorið 2020 og skoðuð önnur frestun og/eða lækkun þegar um er að ræða tímabundið tekjufall, sbr. lið 1 e. a. Heimili. Leikskólar, grunnskólar og frístund. Gjöld verða lækkuð, felld niður eða leiðrétt í samræmi við skerðingu þjónustu vegna Covid-19, skv. nánari reglum. Þá taka árskort t.d. sundkort og menningarkort mið af skerðingum opnunartíma og gildistími framlengdur sem því nemur. b. Fyrirtæki. Veittur verði frestur á greiðslu allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2020, skv. lögum og nánari reglum. Fasteignaeigendur eru hvattir til að leigjendur þeirra njóti góðs af þeirri frestun líkt og stór fasteignafélög á markaði hafa gefið fyrirheit um. c. Lækkun fasteignaskatta. Lækkun fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði í Reykjavíkurborg verði flýtt og verði 1,60% á árinu 2021. d. Frestun leigu. Borgarráð beinir því til fjármála- og áhættustýringarsviðs að móta reglur um frestun eða afslátt af leigu þriðja aðila í atvinnurekstri í húsnæði Reykjavíkurborgar á grundvelli umsókna, vegna tímabundins tekjufalls í ljósi sérstakra aðstæðna. e. Frestun gjalda. Borgarráð beinir því til fyrirtækja borgarinnar að skoða möguleika á frestun gjalda og/eða lækkun þegar um er að ræða tímabundið tekjufall, skv. nánari reglum. 2. Sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að gera tillögu að tímabundnum breytingum á innheimtureglum Reykjavíkurborgar sem feli í sér aukinn sveigjanleika varðandi greiðslufresti í ljósi tímabundinstekjufalls og óvissu, sem nái hvoru tveggja til heimila og fyrirtækja. Tillagan á að tryggja að jafnræðis og góðrar stjórnsýslu verði gætt og tekið mið af gildandi lögum. Markmiðið er að auka sveigjanleika í ljósi núverandi ástands, innheimta verði sanngjörn og dráttarvextir og kostnaður í lágmarki um leið og jafnræðis og hagmuna borgarinnar verði gætt. Reglurnar verði lagðar fyrir borgarráð til staðfestingar. 3. Borgarvakt í velferðar- og atvinnumálum Tölulegum gögnum og staðreyndum um þróunaðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífi verður safnað á vettvangi Reykjavíkurborgar næstu mánuði og misseri til að leggja grunn að frekari tillögugerð og aðgerðum sem ýmist verður beint til borgarráðs, fagráða Reykjavíkurborgar, ríkis eða sameiginlegs vettvangs sveitarfélaga eða annarra aðila. Í samráði við hagsmunaaðila verður fylgst með lykilþáttum og áhrifum stöðunnar á atvinnulíf og samfélag, lífskjör og húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á börn og menntun þeirra, barnafjölskyldur, fatlað fólk, eldra fólk, atvinnulausa og viðkvæma og útsetta hópa. 4. Ferðaþjónusta og ferðaþjónustutengdar greinar Stutt verði við eftirspurn eftir heimsóknum ferðamanna til Reykjavíkur um leið og það er metið tímabært. a. Markaðsátak stjórnvalda og Íslandsstofu. Reykjavíkurborg verði virkur þátttakandi í útfærslu og framkvæmd markaðsátaks stjórnvalda í ljósi Covid-19. b. Markaðsátak Reykjavíkur. Menningar- og ferðamálasvið útfæri sérstaka markaðssetningu Reykjavíkur sem viðbrögð við hruni í ferðaþjónustu fyrir árin 2020-2021. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar verði ætlaður að lágmarki 150 milljónir króna. Tillögur liggi fyrir í maí. 5. Nýsköpun og ný tækni Fjárfestingum í innleiðingu nýrrar tækni hjá Reykjavíkurborg verði flýtt og opnað fyrir aðkomu frumkvöðla og nýsköpunarumhverfisins að lausnaleit á grundvelli nýrrar nýsköpunarstefnu. Tillögur liggi fyrir í maí nk. 6. Skapandi greinar Haldið verði áfram að skapa skapandi greinum betri skilyrði til vaxtar til lengri tíma með áherslu á að skapa aðstöðu og vinnurými, m.a. í tengslum við nýjan klasa skapandi greina í Gufunesi. Tillögur liggi fyrir í maí nk. 7. Þekkingargreinar Unnin verði áætlun um frekari uppbyggingu þekkingartengdra greina í samvinnu við Háskóla Íslands, Vísindagarða, Háskólann í Reykjavík og Landspítalann. Tillögur liggi fyrir í maí nk. 8. Menning, listir, íþróttir og viðburðahald Unnar verði tillögur um aðgerðir og viðspyrnu í menningar-, íþrótta- og listalífi Reykjavíkurborgar í samvinnu við Bandalag íslenskra listamanna, ÍBR o.fl. Tillögur liggi fyrir í maí nk. 9. Markvissar vinnumarkaðsaðgerðir Nauðsynlegar vinnumarkaðsaðgerðir sem viðbrögð gegn atvinnuleysi verða þróaðar tímalega einsog tilefni verður til. Unnið verði í samvinnu við ríkið og aðila vinnumarkaðarins þar sem sérstaklega verði lögð áhersla á hópa sem skv. greiningum verða illa úti í ástandinu, s.s. einyrkja, fólk af erlendum uppruna og konur. Áhersla verði lögð á að bjóða starfstækifæri, starfsnám og íslenskukennslu og aðra menntun á atvinnuleysisbótum. 10. Flýting fjárfestinga og viðhalds á vegum Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar Fjárfestingum verður flýtt og viðhald aukið til að auka atvinnu og umsvif í efnhagslífinu þegar á þessu ári. Viðbótarfjárfestingar borgarsjóðs og B-hluta fyrirtækja geta samanlagt orðið um 5 milljarðar króna á árinu og enn meiri árið 2021. Efnt verði til viðræðna við ríkið um kostnaðarhlutdeild, skatta og gjöld í tengslum við framkvæmdirnar. a. Fjárfestingar borgarsjóðs (A-hluta) í nýframkvæmdum og viðhaldi verði auknar um 2,5 milljarða árið 2020 með áherslu á mannaflsfrek og virðisaukandi verkefni. b. Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög. Verið er að útfæra viðbótarfjárfestingar OR. c. Félagsbústaðir vinna að áætlun um viðbótar búsetuúrræði og íbúðir. d. Faxaflóahafnir hafa ásamt Veitum útfært áætlun um orkuskipti í höfnum og munu eiga viðræður við ríkið um að ráðast í verkefnið. 11. Undirbúningi fjárfestingarverkefna á vegum Reykjavíkurborgar verði flýtt Samkeppnum um skipulag og hönnun fjárfestingarverkefna verði flýtt og gerð deiliskipulags vegna þeirra verði sett í forgang. Þar er meðal annars um að ræða samkeppnir um Samgöngumiðstöð Reykjavíkur á umferðarmiðstöðvarreit, samkeppni um stærra borgarbókasafn í Grófarhúsi, samkeppni um endurnýjun og endurgerð Laugardalslaugar og stúku Laugardalslaugar, samkeppni um nýja skóla, fjölgun ungbarnadeilda og nýrra leikskólaplássa sem hluti af Brúum bilið, markaðskönnun á bílastæðahúsi, samkeppni um Fógeta-torg/Víkurgarð, skipulag nýrra hverfiskjarna í Arnarbakka og Völvufelli og hugsanlega víðar. 12. Undirbúningi fjárfestingarverkefna í samvinnu við ríkið verði flýtt Breytingar á deiliskipulagi og undirbúningi vegna fjárfestingarverkefna ríkisins sem vilji er til að fari af stað verði sett í forgang, s.s. brýn samgönguverkefni á höfuðborgarsvæðinu , nýjum hjúkrunarheimilum, uppbyggingu á vegum Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Nýs Landsspítala, auk annarra verkefna skv. nánara samkomulagi. 13. Átak í uppbyggingu fjölbreytts og hagkvæms húsnæðis Til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegan skort á húsnæðismarkaði verði ráðist í nýtt átak í húsnæðisuppbyggingumeð áherslu á hagkvæmar íbúðir, almennar íbúðir og öruggt og nægjanlegt framboð lóða og aukins byggingarréttar á grundvelli aðalskipulags Reykjavíkur. Áætlun um lóðaúthlutanir, frekari stofnframlög og húsnæðisuppbyggingu verði uppfærð í samráði við verkalýðshreyfinguna, uppbyggingarfélög án hagnaðarsjónarmiða, Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og stjórnvöld. Áfangaskil verði í maí og fullmótuð áætlun liggi fyrir í september.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira