Kynlífsleikföng send heim í samkomubanni Losti kynnir 27. mars 2020 11:30 Saga Lluvia Sigurðardóttir er annar eigandi vefverslunarinnar Losti.is. Hún segir mikilvægt að tala opinskátt um kynlíf og fræða ungt fólk. „Umræður um kynlíf eru frekar opinskáar á mínu heimili. Sjálfri finnst mér mikil forréttindi að hafa alist upp við að þetta væri ekki feimnismál og vil að sjálfsögðu að mín börn alist upp við það líka. Það kom reyndar mörgum á óvart að ég skyldi fara út í rekstur, verandi fimm barna móðir og með einn hund en mér fannst vanta ákveðna þjónustu á markaðinn,“ segir Saga Lluvia Sigurðardóttir en hún er annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losti. Verslunin býður fría heimsendingu á vörum meðan samkomubann ríkir í samfélaginu en heimakynningar verslunarinnar, sem hafa notið mikilla vinsælda, eru komnar á ís í bili. „Heimakynningarnar eru ótrúlega skemmtilegar, þær eru ekki bara grín og glens heldur einnig mjög fræðandi en þær þurfa því miður að bíða. Við hvetjum fólk því til þess að nýta sér heimsendingaþjónustu verslunarinnar og æfa sig heima. Svo komum við sterkar inn með kynningarnar þegar samkomubanninu verður aflétt,“ segir hún hress. Hún segir kynlíf alls ekki eiga vera feimnismál og leggur sjálf áherslu á að upplýsa börn og unglinga frekar en ekki. Fræðsla mikilvæg „Það á að tala við krakka og unglinga um kynlíf. Mér finnst til dæmis afar mikilvægt að ungt fólk þekki líkama sinn sjálft áður en þau fara að deila honum með öðrum og vita hvað unaður snýst um. Hvað finnst þeim gott, hvað ekki, hvar liggja þeirra mörk? Þar geta kynlífstæki verið gagnleg, þau má nota til að læra inn á líkama sinn, einn með sjálfum sér áður en öðrum aðila er bætt inn í jöfnuna. Mig langaði til þess að geta stuðlað að þessari fræðslu og því kviknaði hugmyndin að því að stofna vefverslun og tvinna saman við hana veftímariti,“ útskýrir Saga en á veftímariti Losta er að finna ýmsar forvitnilegar greinar. Foreldrar geti sótt ráðleggingar á veftímariti „Við erum að taka okkar fyrstu skref með veftímaritið og höfum verið að birta erótískar sögur og fleira sem sýnir hvað kynlíf er fjölbreytt. Þar langar okkur líka til þess að vera með fræðsluefni sem stutt er af rannsóknum og ýmsar gagnlegar ráðleggingar frá sérfræðingum. Við stefnum einnig á að vera með fræðslu sérstaklega fyrir foreldra um það hvernig þau geti talað um kynlíf við börn og unglinga, bæði um persónulegar upplifanir, ráðleggingar frá fagmönnum og margt fleira. Þetta finnst mér vanta þó auðvitað séu margir að gera góða hluti í þeim efnum. Það má alltaf bæta þessa þjónustu. Kynlíf er svo sjálfsagður hlutur og ætti alls ekki að vera neitt feimnismál. Þó að við séum komin mjög langt með ýmislegt þá er enn langt í land með margt finnst mér. Það er ótrúlega stutt síðan fólk talaði um „buddur“ til dæmis, það þarf að útrýma þessari skömm og feimni,” segir Saga. Hlutirnir séu að breytast. Eina verslunin með vörur fyrir trans „Sem betur fer er öll umræða um kynhneigð og kynvitund opnari í dag, það þarf bara að passa að fræðslan staðni ekki. Það er mikilvægt að ákveðnir hópar séu ekki útilokaðir úr umræðunni. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um kynvitund almennt. Við erum til dæmis fyrsta verslunin hér á Íslandi sem býður upp á sérstakar vörur ætlaðar fólki sem er trans. Það að við séum ein um það segir kannski eitthvað um hversu langt er enn í land. Við viljum geta þjónustað alla hópa, bæði þá sem stunda kynlíf í trúboða einu sinni í viku, jaðarhópa og allt þar á milli,“ segir Saga. Nánar má kynna sér vörur og þjónustu verslunarinnar á Losti.is Kynlíf Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
„Umræður um kynlíf eru frekar opinskáar á mínu heimili. Sjálfri finnst mér mikil forréttindi að hafa alist upp við að þetta væri ekki feimnismál og vil að sjálfsögðu að mín börn alist upp við það líka. Það kom reyndar mörgum á óvart að ég skyldi fara út í rekstur, verandi fimm barna móðir og með einn hund en mér fannst vanta ákveðna þjónustu á markaðinn,“ segir Saga Lluvia Sigurðardóttir en hún er annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losti. Verslunin býður fría heimsendingu á vörum meðan samkomubann ríkir í samfélaginu en heimakynningar verslunarinnar, sem hafa notið mikilla vinsælda, eru komnar á ís í bili. „Heimakynningarnar eru ótrúlega skemmtilegar, þær eru ekki bara grín og glens heldur einnig mjög fræðandi en þær þurfa því miður að bíða. Við hvetjum fólk því til þess að nýta sér heimsendingaþjónustu verslunarinnar og æfa sig heima. Svo komum við sterkar inn með kynningarnar þegar samkomubanninu verður aflétt,“ segir hún hress. Hún segir kynlíf alls ekki eiga vera feimnismál og leggur sjálf áherslu á að upplýsa börn og unglinga frekar en ekki. Fræðsla mikilvæg „Það á að tala við krakka og unglinga um kynlíf. Mér finnst til dæmis afar mikilvægt að ungt fólk þekki líkama sinn sjálft áður en þau fara að deila honum með öðrum og vita hvað unaður snýst um. Hvað finnst þeim gott, hvað ekki, hvar liggja þeirra mörk? Þar geta kynlífstæki verið gagnleg, þau má nota til að læra inn á líkama sinn, einn með sjálfum sér áður en öðrum aðila er bætt inn í jöfnuna. Mig langaði til þess að geta stuðlað að þessari fræðslu og því kviknaði hugmyndin að því að stofna vefverslun og tvinna saman við hana veftímariti,“ útskýrir Saga en á veftímariti Losta er að finna ýmsar forvitnilegar greinar. Foreldrar geti sótt ráðleggingar á veftímariti „Við erum að taka okkar fyrstu skref með veftímaritið og höfum verið að birta erótískar sögur og fleira sem sýnir hvað kynlíf er fjölbreytt. Þar langar okkur líka til þess að vera með fræðsluefni sem stutt er af rannsóknum og ýmsar gagnlegar ráðleggingar frá sérfræðingum. Við stefnum einnig á að vera með fræðslu sérstaklega fyrir foreldra um það hvernig þau geti talað um kynlíf við börn og unglinga, bæði um persónulegar upplifanir, ráðleggingar frá fagmönnum og margt fleira. Þetta finnst mér vanta þó auðvitað séu margir að gera góða hluti í þeim efnum. Það má alltaf bæta þessa þjónustu. Kynlíf er svo sjálfsagður hlutur og ætti alls ekki að vera neitt feimnismál. Þó að við séum komin mjög langt með ýmislegt þá er enn langt í land með margt finnst mér. Það er ótrúlega stutt síðan fólk talaði um „buddur“ til dæmis, það þarf að útrýma þessari skömm og feimni,” segir Saga. Hlutirnir séu að breytast. Eina verslunin með vörur fyrir trans „Sem betur fer er öll umræða um kynhneigð og kynvitund opnari í dag, það þarf bara að passa að fræðslan staðni ekki. Það er mikilvægt að ákveðnir hópar séu ekki útilokaðir úr umræðunni. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um kynvitund almennt. Við erum til dæmis fyrsta verslunin hér á Íslandi sem býður upp á sérstakar vörur ætlaðar fólki sem er trans. Það að við séum ein um það segir kannski eitthvað um hversu langt er enn í land. Við viljum geta þjónustað alla hópa, bæði þá sem stunda kynlíf í trúboða einu sinni í viku, jaðarhópa og allt þar á milli,“ segir Saga. Nánar má kynna sér vörur og þjónustu verslunarinnar á Losti.is
Kynlíf Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira