Rafíþróttir

Bein útsending: XY.esports og Dusty Academy mætast í League of Legends

Samúel Karl Ólason skrifar

Fyrsta vika Vodafone deildarinnar í rafíþróttum hófst af krafti á miðvikudaginn. Í kvöld verður keppt í League of Legends. LofL hluti Vodafone deildarinnar spilast yfir 7 vikur í einföldum round robin þar sem hvert hlið keppir við öll önnur í best af þremur leikjum.

Í kvöld klukkan átta fáum við að sjá XY.esports taka slaginn gegn Dusty Academy en Dusty gerðu það gríðarlega gott í deildinni á undan. Þeir eru hinsvegar búnir að missa nokkra lykilmenn og það er klárt mál að XY koma inn sjóðandi heitir að sækjast eftir þessum mikilvægu stigum.

Hægt verður að sjá viðureignina í beinni hér að neðan. Á morgun munu svo stórliðin FH - KR taka slaginn kl. 15:00.


Tengdar fréttir






×