Mjólkursamsalan greiðir 480 milljónir vegna samkeppnislagabrota Sylvía Hall skrifar 27. mars 2020 19:45 Landsréttur taldi brot Mjólkursamsölunnar alvarleg. Vísir Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um brot Mjólkursamsölunar gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan mun þurfa að greiða 480 milljónir króna, 440 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og 40 milljónir vegna brota á upplýsingaskyldu. Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2012 þegar Mjólkursamsalan sendi óvart reikning á Mjólkurbúið Kú vegna kaupa Mjólku ehf. á hrámjólk. Ljóst var af reikningnum að Mjólka greiddi mun lægra verð fyrir hrámjólkina en Mjólkurbúið Kú, en Mjólka var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga sem átti 9,9 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Kaupfélagið keypti Mjólku árið 2009. Mjólkurbúið kvartaði til Samkeppniseftirlitsins sem rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan misnotað markaðsráðandi stöðu sína og var henni gert að greiða 370 milljónir í stjórnvaldssekt. Mjólkursamsalan kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var ákvörðunin felld úr gildi og var Samkeppniseftirlitinu gert að rannsaka málið frekar og taka ákvörðun á ný. Var talið að frekari rannsóknar væri þörf hvað varðaði samkomulag Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga sem Mjólkursamsalan lagði fyrst fram á kærustigi málsins. Brot Mjólkursamsölunnar talin alvarleg Eftir frekari rannsókn lagði Samkeppniseftirlitið sekt á Mjólkursamsöluna að nýju og var hún 110 milljónum hærri en sú fyrri, samtals 480 milljónir. Kærði Mjólkursamsalan ákvörðunina enn á ný til áfrýjunarnefndarinnar sem felldi ákvörðunina úr gildi að öðru leyti en að Mjólkursamsalan skyldi greiða 40 milljónir vegna brota gegn upplýsingaskyldu. Í Landsrétti var talið að Mjólkursamsalan hefði brotið gegn upplýsingaskyldu sinni með því að leggja ekki fram samkomulagið sem og að hafa skýrt ranglega frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hefði fært sig úr framleiðslu á vörum með hærri framlegð í vörur í vörur með lægri framlegð. Taldi rétturinn jafnframt ótvírætt að Mjólkursamsalan hefði brotið gegn ákvæði samkeppnislaga er varðar misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikja þannig samkeppnisstöðu þeirra. Telja yrði brotið alvarlegt, það hafi staðið lengi og var augljóslega til þess fallið að raska samkeppnisstöðu með mikilvæga neysluvöru sem snerti allan almenning í landinu. Líkt og fyrr sagði var Mjólkursamsölunni gert að greiða 480 milljónir í sektargreiðslur sem og málskostnað aðila. Fimmtán erfið ár að baki Í yfirlýsingu frá fyrrum eigendum Mjólku og Mjólkurbúsins KÚ segir að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar á fyrirtækin með óafturkræfanlegum skaða. Niðurstaðan sé mikilvæg fyrir þá sem stóðu í rekstrinum og urðu fyrir barðinu á „alvarlegum og langvarandi brotum“ Mjólkursamsölunnar og kalla þeir eftir því að stjórnvöld felli úr gildi undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum. „Brot MS er sérstaklega gróft þar sem MS er eina fyrirtækið í hinum vestræna heimi sem er með verulegar undanþágur frá samkeppnislögum og gríðarlega sterka markaðstöðu. Þrátt fyrir verulega undanþágur brýtur MS gróflega gegn samkeppnislögum og hefur ekkert fyrirtæki orðið uppvíst að jafn alvarlegum brotum og felast í brotum gegn 19.gr samkeppnislaga, ekki síst þar sem þau eru ítrekuð og langvarandi.“ Þá segja þeir niðurstöðuna vera áfellisdóm yfir störfum forstjóra og stjórnar MS sem hafi brotið illa á keppinautum á markaði. „Aðgerðir MS hafa valdið fyrirtækjum okkar fjárhagslegum skaða og hafa síðast en ekki síst bitnað á hagsmunum neytenda með alvarlegum hætti. Stjórnvöld hljóta að kalla forsvarsmenn mjólkuriðnaðarins til ábyrgðar þar sem þeim hefur verið falið mikið vald sem þeir hafa ítrekað misnotað og brotið það traust sem þeim hefur verið sýnt gagnvart íslenskum neytendum og hagsmunum þeirra.“ Samkeppnismál Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um brot Mjólkursamsölunar gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan mun þurfa að greiða 480 milljónir króna, 440 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og 40 milljónir vegna brota á upplýsingaskyldu. Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2012 þegar Mjólkursamsalan sendi óvart reikning á Mjólkurbúið Kú vegna kaupa Mjólku ehf. á hrámjólk. Ljóst var af reikningnum að Mjólka greiddi mun lægra verð fyrir hrámjólkina en Mjólkurbúið Kú, en Mjólka var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga sem átti 9,9 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Kaupfélagið keypti Mjólku árið 2009. Mjólkurbúið kvartaði til Samkeppniseftirlitsins sem rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan misnotað markaðsráðandi stöðu sína og var henni gert að greiða 370 milljónir í stjórnvaldssekt. Mjólkursamsalan kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var ákvörðunin felld úr gildi og var Samkeppniseftirlitinu gert að rannsaka málið frekar og taka ákvörðun á ný. Var talið að frekari rannsóknar væri þörf hvað varðaði samkomulag Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga sem Mjólkursamsalan lagði fyrst fram á kærustigi málsins. Brot Mjólkursamsölunnar talin alvarleg Eftir frekari rannsókn lagði Samkeppniseftirlitið sekt á Mjólkursamsöluna að nýju og var hún 110 milljónum hærri en sú fyrri, samtals 480 milljónir. Kærði Mjólkursamsalan ákvörðunina enn á ný til áfrýjunarnefndarinnar sem felldi ákvörðunina úr gildi að öðru leyti en að Mjólkursamsalan skyldi greiða 40 milljónir vegna brota gegn upplýsingaskyldu. Í Landsrétti var talið að Mjólkursamsalan hefði brotið gegn upplýsingaskyldu sinni með því að leggja ekki fram samkomulagið sem og að hafa skýrt ranglega frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hefði fært sig úr framleiðslu á vörum með hærri framlegð í vörur í vörur með lægri framlegð. Taldi rétturinn jafnframt ótvírætt að Mjólkursamsalan hefði brotið gegn ákvæði samkeppnislaga er varðar misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikja þannig samkeppnisstöðu þeirra. Telja yrði brotið alvarlegt, það hafi staðið lengi og var augljóslega til þess fallið að raska samkeppnisstöðu með mikilvæga neysluvöru sem snerti allan almenning í landinu. Líkt og fyrr sagði var Mjólkursamsölunni gert að greiða 480 milljónir í sektargreiðslur sem og málskostnað aðila. Fimmtán erfið ár að baki Í yfirlýsingu frá fyrrum eigendum Mjólku og Mjólkurbúsins KÚ segir að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar á fyrirtækin með óafturkræfanlegum skaða. Niðurstaðan sé mikilvæg fyrir þá sem stóðu í rekstrinum og urðu fyrir barðinu á „alvarlegum og langvarandi brotum“ Mjólkursamsölunnar og kalla þeir eftir því að stjórnvöld felli úr gildi undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum. „Brot MS er sérstaklega gróft þar sem MS er eina fyrirtækið í hinum vestræna heimi sem er með verulegar undanþágur frá samkeppnislögum og gríðarlega sterka markaðstöðu. Þrátt fyrir verulega undanþágur brýtur MS gróflega gegn samkeppnislögum og hefur ekkert fyrirtæki orðið uppvíst að jafn alvarlegum brotum og felast í brotum gegn 19.gr samkeppnislaga, ekki síst þar sem þau eru ítrekuð og langvarandi.“ Þá segja þeir niðurstöðuna vera áfellisdóm yfir störfum forstjóra og stjórnar MS sem hafi brotið illa á keppinautum á markaði. „Aðgerðir MS hafa valdið fyrirtækjum okkar fjárhagslegum skaða og hafa síðast en ekki síst bitnað á hagsmunum neytenda með alvarlegum hætti. Stjórnvöld hljóta að kalla forsvarsmenn mjólkuriðnaðarins til ábyrgðar þar sem þeim hefur verið falið mikið vald sem þeir hafa ítrekað misnotað og brotið það traust sem þeim hefur verið sýnt gagnvart íslenskum neytendum og hagsmunum þeirra.“
Samkeppnismál Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira