Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Andri Eysteinsson skrifar 29. mars 2020 14:58 Frá Ischgl í Austurríki. Vísir/EPA Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. Þetta er umfjöllunarefni greinar þýska blaðsins Der Spiegel. Í umfjöllun Der Spiegel er saga kórónuveirunnar í Ischgl rakin og farið atburðarásina í bænum sem sagður er hafa sýkt hálfa Evrópu af kórónuveirunni. Ischgl - Ibiza Alpanna Smábærinn Ischgl er þekktur áfangastaður fyrir skíðaferðir og skemmtanalíf í Ölpunum. Bærinn er fámennur en íbúafjöldinn margfaldast á veturna þegar ferðamenn gera sér glaðan dag í brekkunum og á börunum seinna um kvöldið. Í umfjöllun Spiegel er fyrst vikið að atburðum 29. febrúar síðastliðnum þegar hópur írskra skíðagarpa mætir spenntur til Ischgl, tilbúnir til að láta til sín taka í brekkunum og skemmtanalífinu í „Ibiza Alpafjallanna.“ Sama dag er tilkynnt um fyrsta kórónuveirusmitið á Íslandi, skíðamaður sem hafði verið á ferð um Ítalíu, smit hafa greinst í Týról-héraði í Austurríki en partýið heldur áfram á Dorfstrasse í Ischgl. Samdægurs lendir flugvél Icelandair frá München á Keflavíkurflugvelli um borð eru ferðamenn sem höfðu verið í Ischgl. Einn þeirra finnur fyrir flensueinkennum og fer í sýnatöku. Skíðamaðurinn og þeir sem sátu næst honum í vélinni eru beðnir um að fara í sóttkví. Degi síðar höfðu þrjú tilfelli kórónuveirunnar greinst á Íslandi, allir hinna smituðu höfðu verið á skíðum í ítölsku Ölpunum. Á sama tíma gengur lífið sinn vanagang í Ischgl, fólk vaknar rennir sér á skíðum fyrri part dags og skemmtir sér svo langt fram á nótt á hinum ýmsum börum og skemmtistöðum. 5. mars er Ischgl skilgreint sem sérstakt áhættusvæði Fjórða mars hefur öllu skólahaldi á Ítalíu verið aflýst og fleiri Íslendingar, sem höfðu verið í Ischgl, greinast með kórónuveiruna. Degi síðar eru þeir orðnir 21 talsins og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, lýsir því yfir að skíðabærinn Ischgl í austurrísku Ölpunum sé nú skilgreint sérstakt áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Ákvörðun íslenska sóttvarnarlæknisins hefur engin áhrif á lífið í Paznaun-dalnum í Týról þar sem Ischgl er að finna. Austurrísk yfirvöld draga það í efa að Íslendingarnir hafi smitast í Iscghl og telja líklegt að smit hafi orðið á ferðalaginu sjálfu til Íslands. Enn heldur starfsemi áfram í skíðabænum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sunnudaginn 8. mars hafa Norðmenn og Danir fetað í fótspor Íslendinga og skilgreina Ischgl sem áhættusvæði. Á sama tíma geta gestir Kitzloch barsins raðað ofan í sig drykkjum og mat og er staðurinn sagður pakkaður og gestirnir líkt og síld í tunnu. Það er svo degi síðar, þegar Norðmenn hafa sent viðvaranir til Austurríkis og Svíar og Finnar hafa skilgreint Ischgl sem áhættusvæði sem yfirvöld í Týról virðast fyrst horfast í augu við vandann. Öll Norðurlöndin vöruðu við ferðum til Ischgl Fimm dögum eftir að fyrstu vísbendingarnar og ábendingarnar höfðu borist héðan frá Íslandi. Þá hafði þegar greinst kórónuveirusmit í einum barþjónanna á Kitzloch og þúsundir nýrra skíðamanna höfðu komið til bæjarins og þúsundir farið aftur til síns heima, víðs vegar um Evrópu. Danir höfðu þá komist að því að rekja mætti helming smita þar í landi til Ischgl, sömu sögu er að segja um Norðmenn. Fréttir berast af því að 15 manns hafi smitast af barþjóninum á Kitzloch en skemmtistaðirnir halda ótrauðir áfram og auglýsa skemmtanir kvöldsins. 10. mars, eftir að Danir hafa sett Ischgl á rauða listann vegna kórónuveirunnar með Bergamo, Íran, Gyeongsanbuk-do héraði og Hubei-héraði, lýsir ríkisstjórinn Týról yfir að fjöldi smita megi rekja til Ischgl og að öllum skemmtistöðum og börum verði lokað. Skíðasvæðið er þó enn opið og sömu sögu er að segja um veitingastaði svæðisins. Meira en viku síðar loka skíðasvæðin Það er svo tólfta mars sem að ferðamálayfirvöld fyrirskipa lokanir skíðasvæðisins og degi síðar yfirgefa gestir Paznaundal og dreifa sér um Evrópu. Eigendur hótela í Ischgl lýsa yfir vonbrigðum og segja veiruna ekki verri en venjulega flensu og skilja fátt í ákvörðun stjórnvalda. Greint hefur verið frá því að flauta í eigu barþjónsins á Kitzloch hafi gengið manna á milli á barnum og megi rekja fjölda smita til þess. Þegar það kom í ljós höfðu til að mynda 139 danskir ríkisborgarar smitast í Austurríki. Nú hefur bærinn verið settur í sóttkví.Getty/ Jan Heitflesch Spiegel minnir í umfjöllun sinni á hve langur tími leið frá fyrstu viðvörun íslenska sóttvarnarlæknisins, Þórólfs Guðnasonar, til lokunar skíðasvæðisins í Ischgl og greinir frá því að enginn sem yfirgaf svæðið eftir lokun hafi verið prófaður með tilliti til kórónuveirunnar. Iscghl hefur því vakið mikla athygli á heimsvísu fyrir hæg viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum og hafa í það minnsta tvær málsóknir verið settar af stað gegn yfirvöldum í Týról og skíðasvæðinu. Talið er mögulegt að smiti barþjónsins hafi verið haldið leyndu og hafi það stuðlað að dreifingu veirunnar víða um Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. Þetta er umfjöllunarefni greinar þýska blaðsins Der Spiegel. Í umfjöllun Der Spiegel er saga kórónuveirunnar í Ischgl rakin og farið atburðarásina í bænum sem sagður er hafa sýkt hálfa Evrópu af kórónuveirunni. Ischgl - Ibiza Alpanna Smábærinn Ischgl er þekktur áfangastaður fyrir skíðaferðir og skemmtanalíf í Ölpunum. Bærinn er fámennur en íbúafjöldinn margfaldast á veturna þegar ferðamenn gera sér glaðan dag í brekkunum og á börunum seinna um kvöldið. Í umfjöllun Spiegel er fyrst vikið að atburðum 29. febrúar síðastliðnum þegar hópur írskra skíðagarpa mætir spenntur til Ischgl, tilbúnir til að láta til sín taka í brekkunum og skemmtanalífinu í „Ibiza Alpafjallanna.“ Sama dag er tilkynnt um fyrsta kórónuveirusmitið á Íslandi, skíðamaður sem hafði verið á ferð um Ítalíu, smit hafa greinst í Týról-héraði í Austurríki en partýið heldur áfram á Dorfstrasse í Ischgl. Samdægurs lendir flugvél Icelandair frá München á Keflavíkurflugvelli um borð eru ferðamenn sem höfðu verið í Ischgl. Einn þeirra finnur fyrir flensueinkennum og fer í sýnatöku. Skíðamaðurinn og þeir sem sátu næst honum í vélinni eru beðnir um að fara í sóttkví. Degi síðar höfðu þrjú tilfelli kórónuveirunnar greinst á Íslandi, allir hinna smituðu höfðu verið á skíðum í ítölsku Ölpunum. Á sama tíma gengur lífið sinn vanagang í Ischgl, fólk vaknar rennir sér á skíðum fyrri part dags og skemmtir sér svo langt fram á nótt á hinum ýmsum börum og skemmtistöðum. 5. mars er Ischgl skilgreint sem sérstakt áhættusvæði Fjórða mars hefur öllu skólahaldi á Ítalíu verið aflýst og fleiri Íslendingar, sem höfðu verið í Ischgl, greinast með kórónuveiruna. Degi síðar eru þeir orðnir 21 talsins og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, lýsir því yfir að skíðabærinn Ischgl í austurrísku Ölpunum sé nú skilgreint sérstakt áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Ákvörðun íslenska sóttvarnarlæknisins hefur engin áhrif á lífið í Paznaun-dalnum í Týról þar sem Ischgl er að finna. Austurrísk yfirvöld draga það í efa að Íslendingarnir hafi smitast í Iscghl og telja líklegt að smit hafi orðið á ferðalaginu sjálfu til Íslands. Enn heldur starfsemi áfram í skíðabænum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Sunnudaginn 8. mars hafa Norðmenn og Danir fetað í fótspor Íslendinga og skilgreina Ischgl sem áhættusvæði. Á sama tíma geta gestir Kitzloch barsins raðað ofan í sig drykkjum og mat og er staðurinn sagður pakkaður og gestirnir líkt og síld í tunnu. Það er svo degi síðar, þegar Norðmenn hafa sent viðvaranir til Austurríkis og Svíar og Finnar hafa skilgreint Ischgl sem áhættusvæði sem yfirvöld í Týról virðast fyrst horfast í augu við vandann. Öll Norðurlöndin vöruðu við ferðum til Ischgl Fimm dögum eftir að fyrstu vísbendingarnar og ábendingarnar höfðu borist héðan frá Íslandi. Þá hafði þegar greinst kórónuveirusmit í einum barþjónanna á Kitzloch og þúsundir nýrra skíðamanna höfðu komið til bæjarins og þúsundir farið aftur til síns heima, víðs vegar um Evrópu. Danir höfðu þá komist að því að rekja mætti helming smita þar í landi til Ischgl, sömu sögu er að segja um Norðmenn. Fréttir berast af því að 15 manns hafi smitast af barþjóninum á Kitzloch en skemmtistaðirnir halda ótrauðir áfram og auglýsa skemmtanir kvöldsins. 10. mars, eftir að Danir hafa sett Ischgl á rauða listann vegna kórónuveirunnar með Bergamo, Íran, Gyeongsanbuk-do héraði og Hubei-héraði, lýsir ríkisstjórinn Týról yfir að fjöldi smita megi rekja til Ischgl og að öllum skemmtistöðum og börum verði lokað. Skíðasvæðið er þó enn opið og sömu sögu er að segja um veitingastaði svæðisins. Meira en viku síðar loka skíðasvæðin Það er svo tólfta mars sem að ferðamálayfirvöld fyrirskipa lokanir skíðasvæðisins og degi síðar yfirgefa gestir Paznaundal og dreifa sér um Evrópu. Eigendur hótela í Ischgl lýsa yfir vonbrigðum og segja veiruna ekki verri en venjulega flensu og skilja fátt í ákvörðun stjórnvalda. Greint hefur verið frá því að flauta í eigu barþjónsins á Kitzloch hafi gengið manna á milli á barnum og megi rekja fjölda smita til þess. Þegar það kom í ljós höfðu til að mynda 139 danskir ríkisborgarar smitast í Austurríki. Nú hefur bærinn verið settur í sóttkví.Getty/ Jan Heitflesch Spiegel minnir í umfjöllun sinni á hve langur tími leið frá fyrstu viðvörun íslenska sóttvarnarlæknisins, Þórólfs Guðnasonar, til lokunar skíðasvæðisins í Ischgl og greinir frá því að enginn sem yfirgaf svæðið eftir lokun hafi verið prófaður með tilliti til kórónuveirunnar. Iscghl hefur því vakið mikla athygli á heimsvísu fyrir hæg viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum og hafa í það minnsta tvær málsóknir verið settar af stað gegn yfirvöldum í Týról og skíðasvæðinu. Talið er mögulegt að smiti barþjónsins hafi verið haldið leyndu og hafi það stuðlað að dreifingu veirunnar víða um Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira