Landsvirkjun gefur grænt ljóst á framleiðslu húðvara við Mývatn Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2020 10:38 Vegna COVID-19 veirufaraldsins var undirritunarfundurinn haldinn með aðstoð fjarfundaforrits. Ofar til vinstri er Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar, við hlið hennar er Hörður Arnarson forstjóri. Neðar til vinstri er Fida Abu Libdeh, stofnandi MýSilica og við hlið hennar er Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir viðskiptaþróunarstjóri. Á minni mynd má sjá Harald Hallgrímsson, forstöðumann viðskiptaþróunar og sölu, en aðrir viðstaddir voru Helgi Jóhannesson, yfirmaður lögfræðimála, Gylfi Már Geirsson, yfirmaður orkukaupa og Geir Arnar Marelsson, lögfræðingur. landsvirkjun Til stendur að vinna hráefni úr jarðhitavatni sem fellur til við orkuvinnslu á starfssvæði Landsvirkjunnar við Mývatn. Fyrirtækið MýSilica hefur í hyggju að nýta hráefnið til að framleiða húðvörur. Landsvirkjun og MýSilica hafa undirritað samning þess efnis. Hann er sagður taka til rannsókna, þróunar og framleiðslu á umræddum húð- og snyrtivörum. Til stendur að byggja upp aðstöðu sem ætlað er að nýtist „fyrir nýsköpun og fjölnýtingu“ og verður MýSilica fyrsta sprotafyrirtækið til að nýta aðstöðuna. Landsvirkjun greinir sjálf frá þessum samningi og segir markmið hans að „auka verðmætasköpun úr þeim efnum sem verða til við orkuvinnslu Landsvirkjunar og hafa hingað til ekki verið nýtt sérstaklega.“ Fyrirtækið MýSilica er sagt sérhæfa sig í þróun, framleiðslu og markaðsetningu á húðvörum. Haft er eftir stofnanda fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, að verkefnið hafi verið í þróun í nokkur ár og að þau fagni þessum áfanga. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist að sama skapi spenntur fyrir þessari starfsemi. „Við sjáum mikil tækifæri í frekari nýtingu þeirra strauma sem falla til í starfsemi okkar. Nýsköpunarstarfsemi á borð við þetta spennandi verkefni MýSilica getur orðið mikilvægur þáttur í hringrásarhagkerfinu og stuðlað að aukinni sjálfbærri þróun og bættri nýtingu auðlindarinnar.“ Nýsköpun Orkumál Skútustaðahreppur Landsvirkjun Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Til stendur að vinna hráefni úr jarðhitavatni sem fellur til við orkuvinnslu á starfssvæði Landsvirkjunnar við Mývatn. Fyrirtækið MýSilica hefur í hyggju að nýta hráefnið til að framleiða húðvörur. Landsvirkjun og MýSilica hafa undirritað samning þess efnis. Hann er sagður taka til rannsókna, þróunar og framleiðslu á umræddum húð- og snyrtivörum. Til stendur að byggja upp aðstöðu sem ætlað er að nýtist „fyrir nýsköpun og fjölnýtingu“ og verður MýSilica fyrsta sprotafyrirtækið til að nýta aðstöðuna. Landsvirkjun greinir sjálf frá þessum samningi og segir markmið hans að „auka verðmætasköpun úr þeim efnum sem verða til við orkuvinnslu Landsvirkjunar og hafa hingað til ekki verið nýtt sérstaklega.“ Fyrirtækið MýSilica er sagt sérhæfa sig í þróun, framleiðslu og markaðsetningu á húðvörum. Haft er eftir stofnanda fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, að verkefnið hafi verið í þróun í nokkur ár og að þau fagni þessum áfanga. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist að sama skapi spenntur fyrir þessari starfsemi. „Við sjáum mikil tækifæri í frekari nýtingu þeirra strauma sem falla til í starfsemi okkar. Nýsköpunarstarfsemi á borð við þetta spennandi verkefni MýSilica getur orðið mikilvægur þáttur í hringrásarhagkerfinu og stuðlað að aukinni sjálfbærri þróun og bættri nýtingu auðlindarinnar.“
Nýsköpun Orkumál Skútustaðahreppur Landsvirkjun Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira