Heimilt að merkja með íslensku fánalitunum þó hluti vörunnar sé útlenskur Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 10:42 Hluti karlalandsliðsins í knattspyrnu heldur á íslenska fánanum eftir að hafa lagt enska landsliðið í Nice þann 27. júní árið 2016. EPA/TOLGA BOZOGLU Þó svo að íslensk fyrirtæki styðjist við útlensk „fylliefni“ í vörum sínum mega þau merkja þær í íslensku fánalitunum - svo lengi sem meirihluti heildarandvirðisins er frá Íslandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu eftir að hafa kannað notkun garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Félag atvinnurekenda kærði fánaröndina til Neytendastofu. Hún væri villandi því að í blómvöndunum mætti finna jurtir og blöð sem væru ekki íslensk. Þessu hafnaði Espiflöt. Fyrirtækið benti á að það sé félagi í Sambandi garðyrkjubænda og hafi leyfi til notkunar á fánaröndinni í markaðssetningu fyrir íslensk blóm. Því sé ekki um að ræða notkun þjóðfánans í markaðssetningu heldur sé fánaröndin skráð félagamerki í eigu Sambands garðyrkjubænda, og njóti verndar samkvæmt vörumerkjalögum og lögum um félagamerki. Þá séu öll blóm í vöndum félagsins ræktuð á Íslandi, hins vegar sé notað til skrauts „græn fylliefni“ sem ekki séu alltaf upprunin í innlendri ræktun. Það séu hins vegar ekki jurtir sem flokkist undir að vera blóm heldur sé um skraut sem fylgi blómunum að ræða. Meirihlutinn íslenskur Neytendastofa taldi óumdeilt að umræddir blómvendir innihaldi íslensk blóm sem þó væri fyllt upp í með jurtum og blöðum sem ekki séu alltaf ræktuð hérlendis. „Af gögnum málsins er ljóst að meginþorri þeirra blóma og jurta sem finna má í blómvöndum frá garðyrkjustöðinni Espiflöt eru ræktuð á Íslandi og erlend ræktuð fylliefni einungis mjög lítill hluti af heildarvirði blómvandanna,“ segir þannig í niðurstöðu Neytendastofu. Því væri það mat stofnunarinnar að merkingarnar á blómvöndunum væru ekki til þess fallnar að blekkja neytendur og því ekki tilefni til nokkurra aðgerða að hálfu Neytendastofu. „Þannig telur stofnunin að ákvörðun neytenda um kaup á íslenskum blómvöndum sé að meginstefnu til byggð á þeim hluta blómvandanna sem sannarlega eru íslenskt ræktuð blóm. Sá litli hluti af blómvöndunum sem eru erlent ræktaðar jurtir er því að mati stofnunarinnar ekki til þess fallinn að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda eða ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti.“ Neytendur Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Þó svo að íslensk fyrirtæki styðjist við útlensk „fylliefni“ í vörum sínum mega þau merkja þær í íslensku fánalitunum - svo lengi sem meirihluti heildarandvirðisins er frá Íslandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu eftir að hafa kannað notkun garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Félag atvinnurekenda kærði fánaröndina til Neytendastofu. Hún væri villandi því að í blómvöndunum mætti finna jurtir og blöð sem væru ekki íslensk. Þessu hafnaði Espiflöt. Fyrirtækið benti á að það sé félagi í Sambandi garðyrkjubænda og hafi leyfi til notkunar á fánaröndinni í markaðssetningu fyrir íslensk blóm. Því sé ekki um að ræða notkun þjóðfánans í markaðssetningu heldur sé fánaröndin skráð félagamerki í eigu Sambands garðyrkjubænda, og njóti verndar samkvæmt vörumerkjalögum og lögum um félagamerki. Þá séu öll blóm í vöndum félagsins ræktuð á Íslandi, hins vegar sé notað til skrauts „græn fylliefni“ sem ekki séu alltaf upprunin í innlendri ræktun. Það séu hins vegar ekki jurtir sem flokkist undir að vera blóm heldur sé um skraut sem fylgi blómunum að ræða. Meirihlutinn íslenskur Neytendastofa taldi óumdeilt að umræddir blómvendir innihaldi íslensk blóm sem þó væri fyllt upp í með jurtum og blöðum sem ekki séu alltaf ræktuð hérlendis. „Af gögnum málsins er ljóst að meginþorri þeirra blóma og jurta sem finna má í blómvöndum frá garðyrkjustöðinni Espiflöt eru ræktuð á Íslandi og erlend ræktuð fylliefni einungis mjög lítill hluti af heildarvirði blómvandanna,“ segir þannig í niðurstöðu Neytendastofu. Því væri það mat stofnunarinnar að merkingarnar á blómvöndunum væru ekki til þess fallnar að blekkja neytendur og því ekki tilefni til nokkurra aðgerða að hálfu Neytendastofu. „Þannig telur stofnunin að ákvörðun neytenda um kaup á íslenskum blómvöndum sé að meginstefnu til byggð á þeim hluta blómvandanna sem sannarlega eru íslenskt ræktuð blóm. Sá litli hluti af blómvöndunum sem eru erlent ræktaðar jurtir er því að mati stofnunarinnar ekki til þess fallinn að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda eða ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti.“
Neytendur Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira