„Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 20:31 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýna aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í dag harðlega. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Aðgerðapakkinn var kynntur í Safnahúsinu klukkan fjögur í dag og var honum bætt ofan á fyrri aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir um mánuði síðan sem heyrði upp á 230 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að úrræðin hafi reynst vel hingað til en ljóst sé að ekki öllum fyrirtækjum verði bjargað. Síðustu vikur hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar bent á samráðsleysi og síðustu daga hafa margir þeirra lýst yfir vonum að tekin yrðu stór skref með aðgerðapakkanum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti í dag yfir vonbrigðum en hún telur pakkann ekki nógu yfirgripsmikinn og að stærri skref hefði þurft að taka. „Við höfum smá áhyggjur af því að það er ennþá verið að einblína mikið á fyrirtækin, þó að þau séu auðvitað nauðsynleg og það þurfi að halda uppi atvinnustigi í landinu, þá höfum við óneitanlega áhyggjur af því að það er ekki nóg, að okkar mati, verið að mæta því tekjufalli sem heimilin eru að verða fyrir.“ „Við erum að leggja til hækkun atvinnuleysisbóta og það er mjög mikilvægt,“ bætti hún við. Þá sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, að hann hefði viljað sjá fleiri aðgerðir í þágu heimilanna en einnig hefði hann viljað sjá meira fyrir fyrirtækin í landinu. „Það er eitt og annað gott í þessu, hlutir sem hefur verið beðið eftir undanfarnar vikur, og við munum að sjálfsögðu styðja hvert einasta atriði sem horfir til úrbóta. Ég hélt, satt best að segja, að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira.“ „Það er eins og stjórnvöld séu stöðugt í því að bregðast við orðnum hlut og það komi þeim sífellt á óvart hvað þetta hefur mikil áhrif,“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér fannst líka skrítið að sjá fjárhæðina sem er hugsuð fyrir fjölmiðla,“ sagði Helga Vala. „Þingið var jú búið að samþykkja 400 milljónir til fjölmiðla í síðustu fjárlögum og nú tala þau um 350 milljónir. Fjölmiðlar eru gríðarlega mikilvægir núna.“ „Þó að það séu þarna góð atriði eins og með félagsmálin þá eru það atriði sem væri þörf fyrir hvort eð er,“ sagði Sigmundur. „Viðbrögð stjórnvalda þurfa að vera til þess fallin að taka á mestu efnahagskrísu jafnvel aldarinnar og þau þurfa þá að vera umfangsmeiri, almennari og einfaldari en þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Rúmir tveir milljarðar fara til sköpunar um 3.500 sumarstarfa fyrir námsmenn og smærri fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi verða boðnir styrkir. 21. apríl 2020 19:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Aðgerðapakkinn var kynntur í Safnahúsinu klukkan fjögur í dag og var honum bætt ofan á fyrri aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir um mánuði síðan sem heyrði upp á 230 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að úrræðin hafi reynst vel hingað til en ljóst sé að ekki öllum fyrirtækjum verði bjargað. Síðustu vikur hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar bent á samráðsleysi og síðustu daga hafa margir þeirra lýst yfir vonum að tekin yrðu stór skref með aðgerðapakkanum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti í dag yfir vonbrigðum en hún telur pakkann ekki nógu yfirgripsmikinn og að stærri skref hefði þurft að taka. „Við höfum smá áhyggjur af því að það er ennþá verið að einblína mikið á fyrirtækin, þó að þau séu auðvitað nauðsynleg og það þurfi að halda uppi atvinnustigi í landinu, þá höfum við óneitanlega áhyggjur af því að það er ekki nóg, að okkar mati, verið að mæta því tekjufalli sem heimilin eru að verða fyrir.“ „Við erum að leggja til hækkun atvinnuleysisbóta og það er mjög mikilvægt,“ bætti hún við. Þá sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, að hann hefði viljað sjá fleiri aðgerðir í þágu heimilanna en einnig hefði hann viljað sjá meira fyrir fyrirtækin í landinu. „Það er eitt og annað gott í þessu, hlutir sem hefur verið beðið eftir undanfarnar vikur, og við munum að sjálfsögðu styðja hvert einasta atriði sem horfir til úrbóta. Ég hélt, satt best að segja, að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira.“ „Það er eins og stjórnvöld séu stöðugt í því að bregðast við orðnum hlut og það komi þeim sífellt á óvart hvað þetta hefur mikil áhrif,“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér fannst líka skrítið að sjá fjárhæðina sem er hugsuð fyrir fjölmiðla,“ sagði Helga Vala. „Þingið var jú búið að samþykkja 400 milljónir til fjölmiðla í síðustu fjárlögum og nú tala þau um 350 milljónir. Fjölmiðlar eru gríðarlega mikilvægir núna.“ „Þó að það séu þarna góð atriði eins og með félagsmálin þá eru það atriði sem væri þörf fyrir hvort eð er,“ sagði Sigmundur. „Viðbrögð stjórnvalda þurfa að vera til þess fallin að taka á mestu efnahagskrísu jafnvel aldarinnar og þau þurfa þá að vera umfangsmeiri, almennari og einfaldari en þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Rúmir tveir milljarðar fara til sköpunar um 3.500 sumarstarfa fyrir námsmenn og smærri fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi verða boðnir styrkir. 21. apríl 2020 19:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56
Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Rúmir tveir milljarðar fara til sköpunar um 3.500 sumarstarfa fyrir námsmenn og smærri fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi verða boðnir styrkir. 21. apríl 2020 19:20