Brim greiðir aftur rúmlega 1,8 milljarða arð Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 11:18 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brim og aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Útgerðarfélagið Brim mun greiða hluthöfum sínum arð sem nemur næstum 1,9 milljörðum króna í lok apríl. Aðalfundur félagsins samþykkti arðgreiðsluna á fundi sínum í gær. Þetta er sambærilegur arður og Brim greiddi hluthöfum sínum í fyrra, þegar greiðslan nam rúmum 1,8 milljörðum. Stjórn Brims lagði fram svohljóðandi tillögu að greiðslu arðs fyrir aðalfundinn í gær: „Samþykkt að á árinu 2020 verði vegna rekstrarársins 2019 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.899 millj. kr. (um 14,0 millj. evra á lokagengi ársins 2019), eða 2,6% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2019. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2020. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 31. mars 2020 og arðleysisdagur því 1. apríl 2020. Arðsréttindadagur er 2. apríl 2020. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafinn í Brimi en það er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims. Hann heldur alls á rúmlega 26 prósenta hlut í Brimi í gegnum sex félög. Fyrrnefndu Útgerðarfélagi Reykjavíkur var gert að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða króna í upphafi nýliðins marsmánaðar. Samhliða því að samþykkja fyrrnefnda arðgreiðslu veitti aðalfundurinn stjórn Brims heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin varir í 18 mánuði og má Brim ekki eiga meira en 10 prósent í sjálfu sér. Þá greindi heilbrigðisráðuneytið frá því í gær að Brim er eitt þeirra 20 fyrirtækja sem teljast gegna svo mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðlífi að þau fá undanþágu frá samkomubanninu sem nú er í gildi. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. 1. apríl 2020 07:44 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 09:38 Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Fleiri fréttir Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Sjá meira
Útgerðarfélagið Brim mun greiða hluthöfum sínum arð sem nemur næstum 1,9 milljörðum króna í lok apríl. Aðalfundur félagsins samþykkti arðgreiðsluna á fundi sínum í gær. Þetta er sambærilegur arður og Brim greiddi hluthöfum sínum í fyrra, þegar greiðslan nam rúmum 1,8 milljörðum. Stjórn Brims lagði fram svohljóðandi tillögu að greiðslu arðs fyrir aðalfundinn í gær: „Samþykkt að á árinu 2020 verði vegna rekstrarársins 2019 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.899 millj. kr. (um 14,0 millj. evra á lokagengi ársins 2019), eða 2,6% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2019. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2020. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 31. mars 2020 og arðleysisdagur því 1. apríl 2020. Arðsréttindadagur er 2. apríl 2020. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafinn í Brimi en það er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims. Hann heldur alls á rúmlega 26 prósenta hlut í Brimi í gegnum sex félög. Fyrrnefndu Útgerðarfélagi Reykjavíkur var gert að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða króna í upphafi nýliðins marsmánaðar. Samhliða því að samþykkja fyrrnefnda arðgreiðslu veitti aðalfundurinn stjórn Brims heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin varir í 18 mánuði og má Brim ekki eiga meira en 10 prósent í sjálfu sér. Þá greindi heilbrigðisráðuneytið frá því í gær að Brim er eitt þeirra 20 fyrirtækja sem teljast gegna svo mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðlífi að þau fá undanþágu frá samkomubanninu sem nú er í gildi.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. 1. apríl 2020 07:44 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 09:38 Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Fleiri fréttir Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Sjá meira
Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. 1. apríl 2020 07:44
Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 09:38