Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 11:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. Umleitanir þeirra um að fresta launahækkunum í þessu árferði hafi skollið á daufum eyrum Drífu Snædal, forseta ASÍ, og annarra í framlínu verkalýðsins. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Aðgerðir stjórnvalda hafa allar miðast við að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja og fordæmalausa fjölgun atvinnulausra vegna þess tímabundna áfalls sem COVID-19 faraldurinn hefur valdið. Á sama tíma skellir verkalýðshreyfingin hurðinni á nef atvinnurekenda þegar óskað er eftir samstarfi um leiðir til að bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir í atvinnulífinu,“ segir þannig í langri yfirlýsingu SA vegna þessa. Umræddar launahækkanir sem samtökin óttast eru til komnar vegna Lífskjarasamningsins, sem samþykktur var fyrir um ári síðan. Samningurinn hækkar laun á almennum vinnumarkaði að lágmarki um 24 þúsund krónur hjá þeim sem hafa lægri laun og 18 þúsund krónur hjá hærra launuðum frá og með deginum í dag. Þetta samsvari 4 prósenta hækkun launakostnaðar fyrir fyrirtækin, sem SA segir að mörg hver ráði ekki við nú þegar kórónuveirufaraldurinn lamar atvinnulífið. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu lífskjarasamningsins.Vísir/vilhelm Af þessum sökum segjast SA hafa leitað til ASÍ á mánudag og óskað þess að umræddum launahækkunum yrði frestað. Fyrir slíkri frestun séu fordæmi, til að mynda í hruninu. Þá var sambærilegum hækkunum frestað um hálft ár. „Árið 2009 voru það sameiginleg viðbrögð samningsaðila almenna vinnumarkaðarins að bregðast við alvarlegu kreppuástandi með breytingum á kjarasamningum til að vernda störf og atvinnustarfsemi. Núverandi forysta Alþýðusamband Íslands virðist hafa allt aðra afstöðu en sambandið hafði þá til stóraukins atvinnuleysis og hættu á lömun atvinnulífsins,“ skrifa Samtök atvinnulífsins. Máli sínu til stuðnings nefna þau mikla ásókn í hlutabætur ríkisstjórnarinnar og stóraukið atvinnuleysi. „Það eru vægast sagt mikil vonbrigði á sama tíma og fyrirséð er að allt að fimmti hver einstaklingur á vinnumarkaði muni fá bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði á næstunni.“ Yfirlýsingu SA má nálgast í heild sinni hér og bréf SA til ASÍ má lesa með því að smella hérna. Uppfært klukkan 12:55. Samtök atvinnulífsins segjast ekki vera miður sín með ofangreinda afstöðu ASÍ eins og upphaflega var greint frá. Þau séu aðeins vonsvikin. Þetta hefur hér með verið leiðrétt. Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. Umleitanir þeirra um að fresta launahækkunum í þessu árferði hafi skollið á daufum eyrum Drífu Snædal, forseta ASÍ, og annarra í framlínu verkalýðsins. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Aðgerðir stjórnvalda hafa allar miðast við að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja og fordæmalausa fjölgun atvinnulausra vegna þess tímabundna áfalls sem COVID-19 faraldurinn hefur valdið. Á sama tíma skellir verkalýðshreyfingin hurðinni á nef atvinnurekenda þegar óskað er eftir samstarfi um leiðir til að bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir í atvinnulífinu,“ segir þannig í langri yfirlýsingu SA vegna þessa. Umræddar launahækkanir sem samtökin óttast eru til komnar vegna Lífskjarasamningsins, sem samþykktur var fyrir um ári síðan. Samningurinn hækkar laun á almennum vinnumarkaði að lágmarki um 24 þúsund krónur hjá þeim sem hafa lægri laun og 18 þúsund krónur hjá hærra launuðum frá og með deginum í dag. Þetta samsvari 4 prósenta hækkun launakostnaðar fyrir fyrirtækin, sem SA segir að mörg hver ráði ekki við nú þegar kórónuveirufaraldurinn lamar atvinnulífið. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu lífskjarasamningsins.Vísir/vilhelm Af þessum sökum segjast SA hafa leitað til ASÍ á mánudag og óskað þess að umræddum launahækkunum yrði frestað. Fyrir slíkri frestun séu fordæmi, til að mynda í hruninu. Þá var sambærilegum hækkunum frestað um hálft ár. „Árið 2009 voru það sameiginleg viðbrögð samningsaðila almenna vinnumarkaðarins að bregðast við alvarlegu kreppuástandi með breytingum á kjarasamningum til að vernda störf og atvinnustarfsemi. Núverandi forysta Alþýðusamband Íslands virðist hafa allt aðra afstöðu en sambandið hafði þá til stóraukins atvinnuleysis og hættu á lömun atvinnulífsins,“ skrifa Samtök atvinnulífsins. Máli sínu til stuðnings nefna þau mikla ásókn í hlutabætur ríkisstjórnarinnar og stóraukið atvinnuleysi. „Það eru vægast sagt mikil vonbrigði á sama tíma og fyrirséð er að allt að fimmti hver einstaklingur á vinnumarkaði muni fá bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði á næstunni.“ Yfirlýsingu SA má nálgast í heild sinni hér og bréf SA til ASÍ má lesa með því að smella hérna. Uppfært klukkan 12:55. Samtök atvinnulífsins segjast ekki vera miður sín með ofangreinda afstöðu ASÍ eins og upphaflega var greint frá. Þau séu aðeins vonsvikin. Þetta hefur hér með verið leiðrétt.
Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51
Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39