Öryggisfjarlægð erfið í framkvæmd á snyrtistofum sem séu engir veislusalir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:02 Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga. Samtök iðnaðarins Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður félags íslenskra snyrtifræðinga, fagnar lokunarstyrkjum ríkisstjórnarinnar en bendir á að rekstur snyrtifræðinga verði ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. Sérstakir lokunarstyrkir eru á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum í gær til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins sem nú geisar. Styrkirnir standa þeim rekstraraðilum til boða sem var gert skylt að hætta starfsemi tímabundið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirtækjunum bjóðast styrkir upp á að allt að 2,5 milljónir króna auk þess sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Stétt snyrtifræðinga hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veirunnar. „Við að sjálfsögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem komu fram í gær til fyrirtækja sem þurftu að loka sökum sóttvarna. Það sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett.“ Megin skilyrðið er að umsóknaraðila hafi verið gert að hætta starfsemi vegna farsóttarinnar og að tekjur hans í apríl 2020 hafi verið að minnsta kosti 75% lægri en þær voru í sama mánuði fyrir ári. Umsóknaraðilinn má heldur ekki vera í vanskilum með opinbergjöld, skatta og með skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Þá má bú hans ekki heldur hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agnes segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir. „En á móti kemur náttúrulega er að það er búið að vera að greiða laun á stofum. Þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr eftir þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo náttúrulega það sem ekki er búið að hugsa út í er það eftir að við megum opna á ný þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ Eftir 4. maí sé ljóst að reksturinn verður ekki órofinn. „Plássið er bara misjafnlega mikið á þessum stofum. Við erum ekkert með ballsali. Þetta eru hlutir sem eiga bara eftir að koma í ljós,“ segir Agnes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður félags íslenskra snyrtifræðinga, fagnar lokunarstyrkjum ríkisstjórnarinnar en bendir á að rekstur snyrtifræðinga verði ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. Sérstakir lokunarstyrkir eru á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum í gær til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins sem nú geisar. Styrkirnir standa þeim rekstraraðilum til boða sem var gert skylt að hætta starfsemi tímabundið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirtækjunum bjóðast styrkir upp á að allt að 2,5 milljónir króna auk þess sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Stétt snyrtifræðinga hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veirunnar. „Við að sjálfsögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem komu fram í gær til fyrirtækja sem þurftu að loka sökum sóttvarna. Það sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett.“ Megin skilyrðið er að umsóknaraðila hafi verið gert að hætta starfsemi vegna farsóttarinnar og að tekjur hans í apríl 2020 hafi verið að minnsta kosti 75% lægri en þær voru í sama mánuði fyrir ári. Umsóknaraðilinn má heldur ekki vera í vanskilum með opinbergjöld, skatta og með skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Þá má bú hans ekki heldur hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agnes segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir. „En á móti kemur náttúrulega er að það er búið að vera að greiða laun á stofum. Þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr eftir þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo náttúrulega það sem ekki er búið að hugsa út í er það eftir að við megum opna á ný þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ Eftir 4. maí sé ljóst að reksturinn verður ekki órofinn. „Plássið er bara misjafnlega mikið á þessum stofum. Við erum ekkert með ballsali. Þetta eru hlutir sem eiga bara eftir að koma í ljós,“ segir Agnes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira