„Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 23:25 Frá því þegar lögreglan umkringdi árásarmanninn. AP/Tim Krochak Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara almenning ekki við ódæðum Wortman. Hér að neðan má sjá viðtal við Clinton Ellison, sem komst undan Wortman, þar sem hann lýsir því hvernig hann fann lík bróður síns og faldi sig út í skógi á meðan Wortman leitaði að honum. Hann sagðist hafa heyrt skothljóð úr öllum áttum á meðan hann lá í felum. Ellison segir þetta hafa verið martröð frá helvíti. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist hægt við og fyrir að hafa ekki gefið út almenna viðvörun. Chris Leather, yfirlögregluþjónn, sagði á blaðamannafundi í dag að samskiptaörðugleikar hafi tafið útgáfu viðvörunar og sömuleiðis hafi gengið illa að ákveða hvernig ætti að skrifa hana. Leather sagðist ánægður með upplýsingaflæðið frá lögreglunni og sérstaklega með tilliti til þess hve flóknar aðstæður væru. Hann sagði lögregluna hafa gefið út þær upplýsingar að Wortman hafi verið dulbúinn sem lögregluþjónn á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann leit út eins og lögreglubíll, um leið og þær hafi legið fyrir. Samkvæmt frétt CBC sagði Leather að það hefði legið fyrir á milli sjö og átta á sunnudagsmorgni. Lögreglan sagði frá dulbúningi Wortman í tísti sem birt var klukkan 10:21. Sjá einnig: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Enn hefur ekki verið gefið út hvernig vopn Wortman var með en talið er að hann hafi ekki verið með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað hvar hann fékk byssuna sem hann notaði. Tilefni árásanna liggur heldur ekki fyrir. Lögreglan þykist viss um að hann hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna og hafa líkur verið leiddar að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Leather sagði í dag að vonandi yrði nákvæm tímalína um ferðir Wortman gefin út á næstu dögum. Enn væri verið að púsla atburðarásinni saman. CBC hefur komið höndum yfir upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Wortman stöðva bíl sinn, stíga út og fara úr jakka sínum. Kanada Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara almenning ekki við ódæðum Wortman. Hér að neðan má sjá viðtal við Clinton Ellison, sem komst undan Wortman, þar sem hann lýsir því hvernig hann fann lík bróður síns og faldi sig út í skógi á meðan Wortman leitaði að honum. Hann sagðist hafa heyrt skothljóð úr öllum áttum á meðan hann lá í felum. Ellison segir þetta hafa verið martröð frá helvíti. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa brugðist hægt við og fyrir að hafa ekki gefið út almenna viðvörun. Chris Leather, yfirlögregluþjónn, sagði á blaðamannafundi í dag að samskiptaörðugleikar hafi tafið útgáfu viðvörunar og sömuleiðis hafi gengið illa að ákveða hvernig ætti að skrifa hana. Leather sagðist ánægður með upplýsingaflæðið frá lögreglunni og sérstaklega með tilliti til þess hve flóknar aðstæður væru. Hann sagði lögregluna hafa gefið út þær upplýsingar að Wortman hafi verið dulbúinn sem lögregluþjónn á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann leit út eins og lögreglubíll, um leið og þær hafi legið fyrir. Samkvæmt frétt CBC sagði Leather að það hefði legið fyrir á milli sjö og átta á sunnudagsmorgni. Lögreglan sagði frá dulbúningi Wortman í tísti sem birt var klukkan 10:21. Sjá einnig: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Enn hefur ekki verið gefið út hvernig vopn Wortman var með en talið er að hann hafi ekki verið með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað hvar hann fékk byssuna sem hann notaði. Tilefni árásanna liggur heldur ekki fyrir. Lögreglan þykist viss um að hann hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna og hafa líkur verið leiddar að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Leather sagði í dag að vonandi yrði nákvæm tímalína um ferðir Wortman gefin út á næstu dögum. Enn væri verið að púsla atburðarásinni saman. CBC hefur komið höndum yfir upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir Wortman stöðva bíl sinn, stíga út og fara úr jakka sínum.
Kanada Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira