„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 16:23 Þrjátíu ára afmælismynd Hubble-geimsjónaukans sem hefur fengið nafnið „Geimkórallinn“. NASA/ESA Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavöxnum stjörnuþokum þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Hubble-geimsjónaukanum var skotið á loft 24. apríl árið 1990. Eftir byrjunarörðugleika þar sem myndir frá þessum stærsta sjónauka mannkynsins voru óskýrar vegna smávægilegs galla í spegli var Hubble lagfærður og tók til við að gjörbylta rannsóknum á alheiminum. Hugmyndir manna um aldur alheimsins hafa meðal annars gjörbreyst með tilkomu Hubble. Afmælismyndin sem birt var í dag er af geimþokunum NGC 2014 og NGC 2020. Þær tilheyra risavöxnu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellanskýinu, annarri stærstu fylgivetrarbraut Vetrarbrautarinnar okkar í um 163.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Vísindamennirnir nefna myndina „Geimkóralinn“ vegna líkinda sem þeir sjá á milli skýjanna og kóralrifja á jörðinni. Bláleita þokan er NGC 2020. Í miðju hennar er risastjarna, af svonefndri Wolf-Rayet gerð, um 200.000 sinnum skærari en sólin og er fimmtán sinnum efnismeiri. Slíkar stjörnur gefa frá sér gífurlega öfluga vinda sem hafa hreinsað næsta nágrenni og búið til eyðuna sem þar sést. Bláa litinn má rekja til 11 þúsund gráðu heits súrefnisgass. Rauðleita skýið er NGC 2014. Það er hópur stórra stjarna sem gefa frá sér orkuríkt útfjólublátt ljós sem örvar vetnisgasið í kring svo það verður rauðglóandi. Þær gefa líka frá sér öfluga stjörnuvinda sem móta umhverfið. Í fyrra voru athuganir Hubble efniviður í hátt í þúsund vísindagreinar. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Evrópska geimstofnunin (ESA) segja að þær ætli sér að fjármagna rekstur sjónaukans eins lengi og hann skilar árangri. Jafnvel eftir að James Webb-geimsjónaukanum, arftaka Hubble, verður skotið á loft á næsta ári er talið að Hubble getið áfram rannsakað alheiminum inn í næsta áratug. Hubble-geimsjónaukinn er næmur fyrir útfjólubláu ljósi, sýnilegu ljósi og nærinnrauðu ljósi. James Webb er aftur á móti næmur fyrir lengri bylgjulengdum ljóss á innrauða sviðinu. Þannig geta sjónaukarnir stutt hvor annan í rannsóknum á fjarlægum fyrirbærum. Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01 Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavöxnum stjörnuþokum þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Hubble-geimsjónaukanum var skotið á loft 24. apríl árið 1990. Eftir byrjunarörðugleika þar sem myndir frá þessum stærsta sjónauka mannkynsins voru óskýrar vegna smávægilegs galla í spegli var Hubble lagfærður og tók til við að gjörbylta rannsóknum á alheiminum. Hugmyndir manna um aldur alheimsins hafa meðal annars gjörbreyst með tilkomu Hubble. Afmælismyndin sem birt var í dag er af geimþokunum NGC 2014 og NGC 2020. Þær tilheyra risavöxnu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellanskýinu, annarri stærstu fylgivetrarbraut Vetrarbrautarinnar okkar í um 163.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Vísindamennirnir nefna myndina „Geimkóralinn“ vegna líkinda sem þeir sjá á milli skýjanna og kóralrifja á jörðinni. Bláleita þokan er NGC 2020. Í miðju hennar er risastjarna, af svonefndri Wolf-Rayet gerð, um 200.000 sinnum skærari en sólin og er fimmtán sinnum efnismeiri. Slíkar stjörnur gefa frá sér gífurlega öfluga vinda sem hafa hreinsað næsta nágrenni og búið til eyðuna sem þar sést. Bláa litinn má rekja til 11 þúsund gráðu heits súrefnisgass. Rauðleita skýið er NGC 2014. Það er hópur stórra stjarna sem gefa frá sér orkuríkt útfjólublátt ljós sem örvar vetnisgasið í kring svo það verður rauðglóandi. Þær gefa líka frá sér öfluga stjörnuvinda sem móta umhverfið. Í fyrra voru athuganir Hubble efniviður í hátt í þúsund vísindagreinar. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Evrópska geimstofnunin (ESA) segja að þær ætli sér að fjármagna rekstur sjónaukans eins lengi og hann skilar árangri. Jafnvel eftir að James Webb-geimsjónaukanum, arftaka Hubble, verður skotið á loft á næsta ári er talið að Hubble getið áfram rannsakað alheiminum inn í næsta áratug. Hubble-geimsjónaukinn er næmur fyrir útfjólubláu ljósi, sýnilegu ljósi og nærinnrauðu ljósi. James Webb er aftur á móti næmur fyrir lengri bylgjulengdum ljóss á innrauða sviðinu. Þannig geta sjónaukarnir stutt hvor annan í rannsóknum á fjarlægum fyrirbærum.
Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01 Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04
Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01
Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09