Áfram verulegur samdráttur í umferð en merki um að hún sé að aukast aftur Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 16:30 Umferð á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2020 (til 27. apríl) borið saman við sama tímabil í fyrra. Samkomubann var fyrst sett á í viku 11 og byrjaði umferð þá að dragast verulega saman. Tímasetning páska bjagar samanburð á milli ára á hluta tímabilsins. Vegagerðin Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur. Verulega hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í faraldrinum. Samkomubann er í gildi og fjöldi fyrirtækja er lokaður eða með takmarkaða starfsemi og fjölmargir vinna heima hjá sér um þessar mundir. Svipuð umferð var á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og vikunni þar á undan, um 20% samdráttur frá árinu áður að meðaltali. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar er sá varnagli þó sleginn að tímasetning páska geri samanburð á milli ára erfiðan. Tölur fyrir þessa viku og þá næstu gefi raunsannari mynd af þróun umferðarinnar. Sem fyrr var samdrátturinn í umferð mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk þar sem hann nam 24,5%. Bílum sem fóru um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku fækkaði um 17,7%. Langminnst fækkun var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi, aðeins 8,6%. Vegagerðin telur sig engu að síður sjá merki um að umferð hafi verið að aukast síðustu tvær vikurnar. Styttri umferðartími Tölfræði sem tæknifyrirtækið TomTom tekur saman úr leiðsögubúnaði bifreiða bendir til þess að ferðatími í Reykjavík hafi styst verulega eftir að faraldurinn hóf innreið sín og samkomubann var sett á í mars. Vísitala fyrirtækisins um ferðatíma mælir hversu lengri tíma bílferðir taka en ef ekið væri um auða vegi. Í Reykjavík tók meðalbílferðin þannig 40-50% lengri tíma en á auðum vegum í mars og apríl í fyrra. Eftir að samkomubann tók gildi um miðjan mars var vísitalan á bilinu 20-30%. Tölurnar fyrir Reykjavík benda til þess að umferðarþungi í Reykjavík hafi verið tæplega tvöfalt meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Í Wuhan í Kína, þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp í desember, er umferð hægt og bítandi að aukast eftir að stjórnvöld léttu á sóttvarnaaðgerðum fyrr í þessum mánuði. Í Sjanghæ, þar sem takmarkanir voru einnig í gildi, hefur umferðin þó strax náð sömu hæðum aftur samkvæmt tölum fyrirtækisins. Í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, miðpunkti faraldursins í Evrópu í upphafi, er umferð enn langt undir síðasta ári. Þar er enn strangt útgöngubann í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Samgöngur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur. Verulega hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í faraldrinum. Samkomubann er í gildi og fjöldi fyrirtækja er lokaður eða með takmarkaða starfsemi og fjölmargir vinna heima hjá sér um þessar mundir. Svipuð umferð var á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og vikunni þar á undan, um 20% samdráttur frá árinu áður að meðaltali. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar er sá varnagli þó sleginn að tímasetning páska geri samanburð á milli ára erfiðan. Tölur fyrir þessa viku og þá næstu gefi raunsannari mynd af þróun umferðarinnar. Sem fyrr var samdrátturinn í umferð mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk þar sem hann nam 24,5%. Bílum sem fóru um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku fækkaði um 17,7%. Langminnst fækkun var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi, aðeins 8,6%. Vegagerðin telur sig engu að síður sjá merki um að umferð hafi verið að aukast síðustu tvær vikurnar. Styttri umferðartími Tölfræði sem tæknifyrirtækið TomTom tekur saman úr leiðsögubúnaði bifreiða bendir til þess að ferðatími í Reykjavík hafi styst verulega eftir að faraldurinn hóf innreið sín og samkomubann var sett á í mars. Vísitala fyrirtækisins um ferðatíma mælir hversu lengri tíma bílferðir taka en ef ekið væri um auða vegi. Í Reykjavík tók meðalbílferðin þannig 40-50% lengri tíma en á auðum vegum í mars og apríl í fyrra. Eftir að samkomubann tók gildi um miðjan mars var vísitalan á bilinu 20-30%. Tölurnar fyrir Reykjavík benda til þess að umferðarþungi í Reykjavík hafi verið tæplega tvöfalt meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Í Wuhan í Kína, þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp í desember, er umferð hægt og bítandi að aukast eftir að stjórnvöld léttu á sóttvarnaaðgerðum fyrr í þessum mánuði. Í Sjanghæ, þar sem takmarkanir voru einnig í gildi, hefur umferðin þó strax náð sömu hæðum aftur samkvæmt tölum fyrirtækisins. Í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, miðpunkti faraldursins í Evrópu í upphafi, er umferð enn langt undir síðasta ári. Þar er enn strangt útgöngubann í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Samgöngur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira