Katrín segir kyn sitt ekki hafa skipt sköpum í baráttunni við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 12:50 Konurnar Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir kynntu innleiðingu samkomubanns á blaðamannafundi 13. mars ásamt karlinum Þórólfi Guðnasyni. Þó svo að þjóðir með kvenkyns leiðtoga í brúnni hafi víða náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna þá skiptir áhersla á vísindalega nálgun meira máli en kynferðið, að mati forsætisráðherra. Íslendingar hafi jafnframt ekki þurft að setja lögregluþjóna á öll götuhorn til að tryggja að reglum yrði framfylgt, þjóðin hafi sjálf staðið undir ábyrgðinni. Ýmsir erlendir stórmiðlar hafa velt upp þeirri spurningu á síðustu vikum hvort að konur hafi sýnt og sannað í kórónuveirufaraldrinum að þær séu betri leiðtogar en karlar. Ýmsar vísbendingar þess efnis eru tíndar til; þannig hafi Nýsjálendingar með Jacindu Ardern í brúnni náð góðum árangri rétt eins og Þýskalandskanslari, Tsai Ing-wen í Tævan, Sanna Marin í Finnlandi auk þess sem borgarstjóri San Francisco, London Breed, er talin hafa staðið sig umtalsvert betur en karlkyns starfsbræður hennar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Árangur kvenleiðtoga bar þannig á góma í viðtali frönsku fréttastofunnar France 24 við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, en hún hefur sjálf verið nefnd í þessum samhengi. Hún áréttaði að víða mætti einnig finna karlkyns þjóðarleiðtoga sem hafi tekið kórónuveiruna föstum tökum, án þess þó að nefna neinn sérstaklega í því samhengi. Kynferði stjórnendanna skipti þó ekki höfuðmáli að mati Katrínar. „Það sem við sjáum í þessum faraldri er að leiðtogar sem fylgja ráðleggingum vísindamanna og taka gangsæjar ákvarðanir um aðgerðir vegna veirunnar eru að standa sig vel,“ segir Katrín. Hún hafi þannig talið það mikilvægt fyrir Íslendinga í baráttunni að búa við opið, lýðræðislegt þjóðskipulag. Íslensk stjórnvöld hafi fylgt þeim leikreglum sem þess konar skipulagi fylgi og reynt að hafa allar ákvarðanir uppi á borðum. „Það sem hefur gerst hér er að þjóðin sjálf hefur tekið á sig mikla ábyrgð í að hefta útbreiðslu veirunnar. Lögreglan er hér ekki úti á götu að sjá til þess að allir séu að framfylgja reglunum. Fólk hefur sjálft tekið þetta að sér - því við erum öll hluti af lausninni.“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtalinu sem má sjá í heild hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30 „Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Þó svo að þjóðir með kvenkyns leiðtoga í brúnni hafi víða náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna þá skiptir áhersla á vísindalega nálgun meira máli en kynferðið, að mati forsætisráðherra. Íslendingar hafi jafnframt ekki þurft að setja lögregluþjóna á öll götuhorn til að tryggja að reglum yrði framfylgt, þjóðin hafi sjálf staðið undir ábyrgðinni. Ýmsir erlendir stórmiðlar hafa velt upp þeirri spurningu á síðustu vikum hvort að konur hafi sýnt og sannað í kórónuveirufaraldrinum að þær séu betri leiðtogar en karlar. Ýmsar vísbendingar þess efnis eru tíndar til; þannig hafi Nýsjálendingar með Jacindu Ardern í brúnni náð góðum árangri rétt eins og Þýskalandskanslari, Tsai Ing-wen í Tævan, Sanna Marin í Finnlandi auk þess sem borgarstjóri San Francisco, London Breed, er talin hafa staðið sig umtalsvert betur en karlkyns starfsbræður hennar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Árangur kvenleiðtoga bar þannig á góma í viðtali frönsku fréttastofunnar France 24 við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, en hún hefur sjálf verið nefnd í þessum samhengi. Hún áréttaði að víða mætti einnig finna karlkyns þjóðarleiðtoga sem hafi tekið kórónuveiruna föstum tökum, án þess þó að nefna neinn sérstaklega í því samhengi. Kynferði stjórnendanna skipti þó ekki höfuðmáli að mati Katrínar. „Það sem við sjáum í þessum faraldri er að leiðtogar sem fylgja ráðleggingum vísindamanna og taka gangsæjar ákvarðanir um aðgerðir vegna veirunnar eru að standa sig vel,“ segir Katrín. Hún hafi þannig talið það mikilvægt fyrir Íslendinga í baráttunni að búa við opið, lýðræðislegt þjóðskipulag. Íslensk stjórnvöld hafi fylgt þeim leikreglum sem þess konar skipulagi fylgi og reynt að hafa allar ákvarðanir uppi á borðum. „Það sem hefur gerst hér er að þjóðin sjálf hefur tekið á sig mikla ábyrgð í að hefta útbreiðslu veirunnar. Lögreglan er hér ekki úti á götu að sjá til þess að allir séu að framfylgja reglunum. Fólk hefur sjálft tekið þetta að sér - því við erum öll hluti af lausninni.“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtalinu sem má sjá í heild hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30 „Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30
„Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10