Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2020 14:58 Þrátt fyrir krórónuveirufaraldur hefur fasteignaverð hækkað, aðallega í fjölbýli og á landsbyggðinni. Vísir/Vilhelm Verðbólga er enn innan markmiða Seðlabanka Íslands þar sem lækkun á verði olíu vegur þyngst á móti hækkun á verði innfluttrar vöru. Þá virðist fasteignamarkaðurinn enn sem komið er hafa orðið fyrir litlum áhrifum af kórónuveirunni. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans næstu misseri. Krónan sé helsti áhættuþáttturinn en hún hefur fallið um tæp 16 prósent gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum.Vísir/Vilhelm Í Greiningu Íslandsbanka kemur fram að krónan hefur gefið mikið eftir gagnvart erlendnum gjaldmiðlum sem hafi að jafnaði hækkað í verði um tæp 16% frá áramótum. „Verðmæling aprílmánaðar ber þess merki að áhrif þessa séu að farin að koma fram í verði á innfluttum vörum. Þar má helst nefna matar og drykkjarvörur sem hækkuðu í verði um 1,5% milli mánaða . Innan liðarins hækkaði grænmeti og kartöflur langmest eða um 9% og má áætla að það sé einnig vegna mikillar eftirspurnar á þeim vörum upp á síðkastið. Verð á bílum hækkaði enn fremur um 2,3% auk verðs á húsgögnum og heimilisbúnaði,“ segir í Greiningu Íslandsbanka. Það komi á óvart að verð á flugi hafi einnig hækkað um 2,1 prósent en hafa beri í huga að aprílmælingin byggi að hluta á gögnum sem safnað var í febrúar. Það helsta sem vegi upp á móti hækkun á verði á innfluttri vöru vegna mikillar veikingar krónunnar sé að verð á eldsneyti hafi lækkað um 4,6 prósent milli mánaða en það hafi lækkað um 9 prósent síðustu þrjá mánuði. Þá hafi verð á fatnaði og skóm einnig lækkað. Húsnæðismarkaðurinn enn sprækur Greining Íslandsbanka segir rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun hafa verið á húsnæðisverði frá áramótum.Vísir/Vilhelm „Ágætur gangur var á íslenskum íbúðamarkaði á fyrsta fjórðungi ársins ef marka má þróun markaðsverðs húsnæðis í neysluvísitölunni (VNV). Aprílmæling Hagstofunnar á þessum lið, sem byggir á kaupsamningum í janúar-mars, hljóðaði upp á 0,8% hækkun á milli mánaða,“ segir í Greiningu. Verð á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæði sem og verð á landsbyggðinni hafi hækkað milli mánaða en verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hins vegar lækkað. Undanfarna 12 mánuði nemi hækkun markaðsverðs miðað við framangreinda vísitölu 6,3 prósentum sem jafngildi rétt rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun. Mikill munur sé hins vegar á þróun á verði íbúða eftir gerð og staðsetningu. „Verð á landsbyggðinni hefur þannig hækkað að jafnaði um 10,4% á þessu tímabili á meðan fjölbýli á höfuðborgarsvæði hækkaði í verði um 6,0% og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði aðeins um 2,8% á þennan mælikvarða. Athyglisvert er að sjá verð fyrrnefndu eignaflokkanna tveggja sækja í sig veðrið að nýju síðustu mánuðina en á haustmánuðum var hækkunartaktur raunverðs almennt mjög hægur á markaðinum í heild,“ segir í Greiningu. Hafa beri í huga að áhrif COVID-19 faraldursins séu þó enn ekki komin fram að umtalsverðu leyti í þessum gögnum og verði áhugavert að fylgjast með þróun þeirra næstu mánuðina. Í Greiningu segir að verðbólguhorfur næstu mánaða séu nokkuð góðar. Gangi spá Greiningar eftir muni verðbólga enn mælast undir markmiði og vera 2,1% í júlí. Ekki sé gert ráð fyrir að verðbólga fari á skrið á næstu mánuðum þrátt fyrir veikingu krónunnar meðal annars vegna olíuverðs og hægari hækkunar á húsnæðisverði. „Samkvæmt spá okkar mun verðbólga mælast í grennd við markmið Seðlabankans í lok ársins og mælast að meðaltali um 2,5% árið 2021 og 2,4% árið 2022. Mikil óvissa er til staðar þessa dagana hvað verðbólguhorfur varðar og er krónan helsti óvissuþátturinn,“ segir í Greiningu Íslandsbanka. Efnahagsmál Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. 17. apríl 2020 17:55 Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. 17. apríl 2020 11:30 Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. 17. apríl 2020 08:00 Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Verðbólga er enn innan markmiða Seðlabanka Íslands þar sem lækkun á verði olíu vegur þyngst á móti hækkun á verði innfluttrar vöru. Þá virðist fasteignamarkaðurinn enn sem komið er hafa orðið fyrir litlum áhrifum af kórónuveirunni. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans næstu misseri. Krónan sé helsti áhættuþáttturinn en hún hefur fallið um tæp 16 prósent gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum.Vísir/Vilhelm Í Greiningu Íslandsbanka kemur fram að krónan hefur gefið mikið eftir gagnvart erlendnum gjaldmiðlum sem hafi að jafnaði hækkað í verði um tæp 16% frá áramótum. „Verðmæling aprílmánaðar ber þess merki að áhrif þessa séu að farin að koma fram í verði á innfluttum vörum. Þar má helst nefna matar og drykkjarvörur sem hækkuðu í verði um 1,5% milli mánaða . Innan liðarins hækkaði grænmeti og kartöflur langmest eða um 9% og má áætla að það sé einnig vegna mikillar eftirspurnar á þeim vörum upp á síðkastið. Verð á bílum hækkaði enn fremur um 2,3% auk verðs á húsgögnum og heimilisbúnaði,“ segir í Greiningu Íslandsbanka. Það komi á óvart að verð á flugi hafi einnig hækkað um 2,1 prósent en hafa beri í huga að aprílmælingin byggi að hluta á gögnum sem safnað var í febrúar. Það helsta sem vegi upp á móti hækkun á verði á innfluttri vöru vegna mikillar veikingar krónunnar sé að verð á eldsneyti hafi lækkað um 4,6 prósent milli mánaða en það hafi lækkað um 9 prósent síðustu þrjá mánuði. Þá hafi verð á fatnaði og skóm einnig lækkað. Húsnæðismarkaðurinn enn sprækur Greining Íslandsbanka segir rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun hafa verið á húsnæðisverði frá áramótum.Vísir/Vilhelm „Ágætur gangur var á íslenskum íbúðamarkaði á fyrsta fjórðungi ársins ef marka má þróun markaðsverðs húsnæðis í neysluvísitölunni (VNV). Aprílmæling Hagstofunnar á þessum lið, sem byggir á kaupsamningum í janúar-mars, hljóðaði upp á 0,8% hækkun á milli mánaða,“ segir í Greiningu. Verð á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæði sem og verð á landsbyggðinni hafi hækkað milli mánaða en verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hins vegar lækkað. Undanfarna 12 mánuði nemi hækkun markaðsverðs miðað við framangreinda vísitölu 6,3 prósentum sem jafngildi rétt rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun. Mikill munur sé hins vegar á þróun á verði íbúða eftir gerð og staðsetningu. „Verð á landsbyggðinni hefur þannig hækkað að jafnaði um 10,4% á þessu tímabili á meðan fjölbýli á höfuðborgarsvæði hækkaði í verði um 6,0% og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði aðeins um 2,8% á þennan mælikvarða. Athyglisvert er að sjá verð fyrrnefndu eignaflokkanna tveggja sækja í sig veðrið að nýju síðustu mánuðina en á haustmánuðum var hækkunartaktur raunverðs almennt mjög hægur á markaðinum í heild,“ segir í Greiningu. Hafa beri í huga að áhrif COVID-19 faraldursins séu þó enn ekki komin fram að umtalsverðu leyti í þessum gögnum og verði áhugavert að fylgjast með þróun þeirra næstu mánuðina. Í Greiningu segir að verðbólguhorfur næstu mánaða séu nokkuð góðar. Gangi spá Greiningar eftir muni verðbólga enn mælast undir markmiði og vera 2,1% í júlí. Ekki sé gert ráð fyrir að verðbólga fari á skrið á næstu mánuðum þrátt fyrir veikingu krónunnar meðal annars vegna olíuverðs og hægari hækkunar á húsnæðisverði. „Samkvæmt spá okkar mun verðbólga mælast í grennd við markmið Seðlabankans í lok ársins og mælast að meðaltali um 2,5% árið 2021 og 2,4% árið 2022. Mikil óvissa er til staðar þessa dagana hvað verðbólguhorfur varðar og er krónan helsti óvissuþátturinn,“ segir í Greiningu Íslandsbanka.
Efnahagsmál Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. 17. apríl 2020 17:55 Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. 17. apríl 2020 11:30 Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. 17. apríl 2020 08:00 Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12
Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. 17. apríl 2020 17:55
Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. 17. apríl 2020 11:30
Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. 17. apríl 2020 08:00
Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08