KR-ingar halda upp á „Stöndum saman“ með hátíð á fésbókinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 16:30 Jón Arnór Stefánsson með Íslandsbikarinn sem KR-liðið vann sjötta árið í röð fyrir ári síðan. vísir/daníel KR-ingar ætla að fá leikmenn og þjálfara meistaraflokka sinna til að gera upp 2019-20 tímabilið á sérstakri uppgjörshátíð „Stöndum saman“ verkefnisins á morgun og gefa stuðningsfólki sínu tækifæri á að fylgjast með því í beinni útsendingu í gegnum fésbókina. „Stöndum saman“ verkefninu lýkur formlega á morgun föstudaginn 1. maí en þar var körfuknattleiksdeild KR að leita eftir fjárhagsstuðningi frá sínu stuðningsfólki eftir að úrslitakeppnin var flautuð af vegna kórónuveirunnar. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð í karlaflokki og ein aðalinnkoma körfuknattleiksdeildarinnar tengdist heimaleikjum liðanna í úrslitakeppninni á vorin. Tekjumissirinn af úrslitakeppninni er því deildinni erfið. View this post on Instagram Á öllum helstu streymisveitum innan tíðar! #allirsemeinn A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) on Apr 24, 2020 at 3:11pm PDT Stöndum Saman snýst um að slá aðsóknarmet í DHL-höllina á leik sem fer þó aldrei fram. Aðsóknarmetið er 2500 manns. Það eru tveir möguleikar í boði. Í fyrsta lagi er að fá ímyndaðan burger, ímyndaðan drykk og miða á leikinn sem kostar 4000 krónur en það er líka hægt að fá bara miða á leikinn á 2500 krónur. KR-ingar ætla að vera í beinni á Facebook-síðu KR körfu klukkan 16:00 á morgun. Þeir hvetja jafnframt alla KR-inga að taka þátt í söfnuninni áður henni lýkur formlega á morgun. Ingvar Örn Ákason (Byssan) mun þarna fá til sín góða gesti. Hann ætlar að komast að því hvernig fjáröflunin gekk, mun gera upp tímabilið sem er að baki sem og að spá í það næsta og slá á létta strengi. Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR Það verður vissulega athyglisvert að sjá hvernig söfnunin hefur gengið hjá KR-ingum og líka hvort „gömlu karlarnir“, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon, séu kannski búnir að ákveða það að taka eitt tímabil í viðbót. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
KR-ingar ætla að fá leikmenn og þjálfara meistaraflokka sinna til að gera upp 2019-20 tímabilið á sérstakri uppgjörshátíð „Stöndum saman“ verkefnisins á morgun og gefa stuðningsfólki sínu tækifæri á að fylgjast með því í beinni útsendingu í gegnum fésbókina. „Stöndum saman“ verkefninu lýkur formlega á morgun föstudaginn 1. maí en þar var körfuknattleiksdeild KR að leita eftir fjárhagsstuðningi frá sínu stuðningsfólki eftir að úrslitakeppnin var flautuð af vegna kórónuveirunnar. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð í karlaflokki og ein aðalinnkoma körfuknattleiksdeildarinnar tengdist heimaleikjum liðanna í úrslitakeppninni á vorin. Tekjumissirinn af úrslitakeppninni er því deildinni erfið. View this post on Instagram Á öllum helstu streymisveitum innan tíðar! #allirsemeinn A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) on Apr 24, 2020 at 3:11pm PDT Stöndum Saman snýst um að slá aðsóknarmet í DHL-höllina á leik sem fer þó aldrei fram. Aðsóknarmetið er 2500 manns. Það eru tveir möguleikar í boði. Í fyrsta lagi er að fá ímyndaðan burger, ímyndaðan drykk og miða á leikinn sem kostar 4000 krónur en það er líka hægt að fá bara miða á leikinn á 2500 krónur. KR-ingar ætla að vera í beinni á Facebook-síðu KR körfu klukkan 16:00 á morgun. Þeir hvetja jafnframt alla KR-inga að taka þátt í söfnuninni áður henni lýkur formlega á morgun. Ingvar Örn Ákason (Byssan) mun þarna fá til sín góða gesti. Hann ætlar að komast að því hvernig fjáröflunin gekk, mun gera upp tímabilið sem er að baki sem og að spá í það næsta og slá á létta strengi. Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR Það verður vissulega athyglisvert að sjá hvernig söfnunin hefur gengið hjá KR-ingum og líka hvort „gömlu karlarnir“, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon, séu kannski búnir að ákveða það að taka eitt tímabil í viðbót.
Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit